Fátækragildra

slavery_tmFátækt er þjóðarskömm, um það eru allir sammála. Þann 1. janúar 1997, þegar Jóhanna Sigurðardóttir lét þau orð falla að fátækt væri þjóðarskömm og sagði að alvarlegt væri ef sá sem öðum fremur hefur fjöregg þjóðarinnar í hendi neitaði að horfast í augu við það, var vissulega til fátækt í landinu en óhætt er að fullyrða að sú fátækt sem þá var er hégómi við það sem við upplifum í dag.

Vissulega á hrunið þátt í þeirri fátækt sem nú ríkir, en þá er kannski rétt að minnast orða Jóhönnu frá haustinu 2008, skömmu eftir hrun. Þá var hún félagsmálaráðherra og sagði að öll áhersla yrði gerð til að verja fjölskildurnar og þá sem minna mega sín, nefndi þá fyrst skjaldborgina frægu. Lítið hefur borið á skjaldborginni, öll áhersla stjórnvalda var að koma fjármálasterfseminni í gang, svo sem eðlilegt því án þess er allt stopp. Fjölskildurnar og þeir sem minna mega sín gleimdust fljótt!! Það er því ekki nema von að Viljálmur Birgisson spyrji Jóhönnu hvort hún telji enn að fátækt sé þjóðarskömm!! 

Fyrir kosningarnar vorið 2009 hélt þessi ágæta kona uppi miklum og fallegum málflutningi, þar kom orðið "skjaldborg" oft við sögu, einnig talaði hún mikið um að verja heimilin og þá sem minnst mega sín. Eftir að ný ríkisstjórn hafði verið mynduð með VG, sem reyndar hélt uppi svipuðum málflutningi fyrir kosningar, var fyrsta verkefni þessarar stjórnar að nauðga í gegnum þingið umsókn í ESB. Nú er orðið ljóst að þessi umsókn er alvarlegri en áður var talið.

Meðan fólkinu blæðir heldur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur upp fjáraustri í aðlögunarferli að ESB, jafnvel þó raunverulegur meirihluti á þingi sé varla fyrir hendi og mjög lítill hluti kjósenda sé samþykkur þessu ferli.        Það væri nær að draga ESB umsóknina til baka og nota það fé sem þangað fer til aðstoðar við þá sem minnst mega sín!

Einnig leggur stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mikla áherslu á að hjálpa fjármálastofnunum sem þegar hafa verið dæmd fyrir sviksamlegt athæfi, svo rammt lætir sá stuðningur hennar við þessi glæpasamtök að dómar hæstaréttar eru jafnvel dregnir í efa!!        Það er nauðsynlegt að fjármálastofnanir landsins geti starfað, allt byggist á því. Það er hinsvegar spurning hvort fjármálakerfið sé of stórt, hvort bankastofnanir séu of margar. Þó er forsenda fyrir allri aðstoð við fjármálakerfið að þeir sem þegar hafa verið dæmdir sekir um lögbrot og þeir sem grunur leikur á að hafi framið lögbrot, yfirgefi fjármálastofnanir, einnig er forsenda fyrir aðstoð við þessar stofnanir að stjórnendur þeirra séu ekki að hygla að vildarvinum, jafnvel þeim sem mestan þátt áttu í hruninu!!

Þá hefur stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ekki getað komið sér saman um eitt né neitt er snýr að atvinnuuppbyggingu í landinu og ástandið orðið verulega hættulegt í ýmsum greinum atvinnulífsins og ekkert nema skelfing framundan þar. 

Það er í reynd löngu séð að ríkisstjórn Jóhonnu Sigurðardóttur ræður ekki við vandann sem við eigum í. Ofuráhersla á ESB blindar stjórnvöld. Nú höfum við fengið að fylgjast með tilraun þessarar stjórnar, til að koma málum í lag, í eitt og hálft ár. Öll meiriháttar mál hafa strandað vegna ósamkomulags innan stjórnarinnar og nú nýlega opinberuðu forsætisráðherra og fjármálaráðherra fávisku sína um efnahagsmál þegar þau fullyrtu að mikill viðsnúningur væri hjá okkur. Því til sönnunar tiltóku þau einstakar stærðir sínu máli til staðfestingar. Þegar niðurstöður Hagstofu voru síðan birtar kom í ljós að allar lykilstærðir um efnahagsmálin voru vægast sagt skelfilegar og ekkert sem bendir til að viðsnúningur hafi átt sér stað, í raun er frekari niðursveifla mun líklegri. Því miður!!

Það er spurning hversu lengi við getum haft óstarfhæfa ríkisstjórn. Því lengur sem þessi stjórn situr, því stærri verður vandinn. Nú þegar eru þúsundir fjölskildna komin í fátækragildru og mun þeim fjölga hratt næstu misseri. Ef fram fer sem horfir þurfum við ekki að hafa áhyggjur af bönkunum né neinu öðru. Land okkar mun verða yfirtekið og við Íslendingar verðum þurfalingar annara!!


mbl.is Spyr Jóhönnu út í þjóðarskömmina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú ert skuggalega nærri því að hafa rétt fyrir þér Gunnar.

Sigurður Haraldsson, 9.9.2010 kl. 23:11

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Gunnar og ég tek undir með S. Haraldsson, því það er ekki endalaust hægt að bíða eftir skipun foringjans um vörn.  Ein góðan veður dag tekur maður sjálfur til varna án foringja, til að halda lífinu. 

Jóhanna Sigurðardóttir er bara gaspur án innihalds og komunistin S.J.S. er að skipa sér fremst í röð sem ómerkilegasti svikahrappur í íslenskri stjórnmálasögu.  

Gerist ekkert vitrænt fram að jólum þá þarf ég sennilega að fara að steypa kúlur í gamla Remington Roligblokk rifillin minn árgerð 1881.  Betur vopnaðir erum við Íslendingar ekki ef frá eru tekin orð. 

Ég skaut rottur á öskuhaugum við Neskaupstað hér á árum áður, en það er bannað að skjóta tvífætt dýr, nema þau séu í æt við hænur.

Hrólfur Þ Hraundal, 10.9.2010 kl. 00:02

3 Smámynd: Elle_

Einu sinni hélt ég í alvöru að Jóhanna Sigurðardóttir væri alþýðusinninn sem Jóhanna þóttist vera.  Hinsvegar er manneskjan gjörsamlega tóm.  Verri en tóm, hættulegur stjórnmálamaður. 

Elle_, 10.9.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband