Össur orðinn hræddur!!

Það hentar Össuri ekki að Björgvin G Sigurðsson verði dreginn fyrir landsdóm. Það er ljóst að Össur og Ingibjörg Sólrún tóku allt ákvarðanavald af Björgvin og héldu honum frá allri vitneskju um það sem í gangi var. Það var svo loks þegar allt var komið í kaldakol sem Björgvin mátti koma að málum, þá einungis til að skrifa undir það sem þegar var ákveðið.

Það er sennilega nokkuð til í því sem Össur segir að ekki verði hægt að sakfella Björgvin, hitt er annað mál að undarlegt er ef Ingibjörg, Geir og Árni verði ekki sakfelld. Ef Ingibjörg verður sakfelld liggur beint við að sækja Össur einnig til saka, þau unnu saman að því að halda Björgvin frá öllum málum er sneru að hanns ráðuneyti!

Það var annars undarlegt hvernig Ingibjörg stjórnaði sínu fólki á þessum tíma. Hún tók öll völd af ráðherra bankamála og setti svo mág sinn yfir flokkinn þegar hún fór í veikindafrí og gekk þar framhjá varaformanni flokksins.  Einhver myndi kalla þetta EINRÆÐI! 


mbl.is Jóhanna beitti þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst fróðlegt að sjá á hvaða forsendum draga eigi fjórmenningana fyrir landsdóm ef það verður niðurstaðan. Einnig þætti mér gaman að vita hvers vegna sérstakur saksóknari rannsakar ekki sölu Össurar og Árna Þórs á stofnfjárbréfum. Annars þykir mér ólíklegt að Sf þingmenn í nefndinni samþykki að stefna sínu fólki fyrir landsdóm, sama á við um þingmenn Sjálfstæðisflokks.

Það getur ekki verið á ábyrgð einstakra ráðherra að vernda einkafyrirtæki fyrir eigendum sínum. Ef svo væri ættu mörg fyrirtæki rétt á að fara í mál við núverandi ráðherra. Gömlu bönkunum var ekki vel stýrt og það getur ekki verið ráðherrum eða ríkinu að kenna.

Ef ákveðið verður að stefna þessu fólki fyrir landsdóm mun það lýsa mikilli vanþekkingu á orsökum kreppunnar. Hafa aðrar þjóðir ákveðið að breyta sinni stjórnarskrá og stefnt ráðherrum fyrir dóm? Hvað í gjörðum þessara ráðherra olli hruninu? Hvaða ákvæði stjórnarskráarinnar ollu hruninu?

Jon (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 06:59

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þessum stjórnunarháttum var komið á af undanförnum ríkisstjórnum. Einræði og foringjahollusta var krafan í ríkisstjórnum Davíðs og Halldórs og sá jarðvegur frjór. Eftir því öpuðu menn hver um annan þveran - ISG orðin svo veruleikafirrt að hún hefði löng átt að vera farin. Manneskja lítilla sæva og lítilla sanda. Össur sömuleiðis. Og öll halarófan á eftir þessu liði öllu saman - Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru og eru ófær um að hugsa fyrir sjálf sig og hlusta á eigin samvisku (þar sem einhver er eftir).

En getum við ekki sjálfum okkur um kennt? Hver gerir ekki lítið úr VG og talar um "órólegu deildina" og "klofinn flokk" þegar fólk þar talar með hjartanu og út frá sannfæringu sinni í trássi við línur flokksins?

Getur þú t.d. - ágæti bloggari - vikist undan þeirri ábyrgð? Ekki að ég hafi um það hugmynd þótt ég geti tékkað - er bara að skjóta út í loftið með það :)

Rúnar Þór Þórarinsson, 10.9.2010 kl. 07:59

3 Smámynd: Elle_

Ég verð nú að vera sammála Jóni að ofan.  Og eins og ég skrifaði á öðrum vettvangi: Get ekki vel skilið sekt ráðherra í falli bankanna nema vegna peningastefnunnar og veru okkar í EES, ekki stýrðu þeir ráni innan bankanna.  Hlutur Árna Þórs, Guðbjarts, Gylfa, Jóhönnu, Steingríms og Össurar í Evrópusambandsmálinu og Icesave ætti að vera rannsakaður.   Skýrsla hliðholl okkur í Icesave frá lögmannsstofunni Mischon de Reya týndist og fannst löngu seinna.  Vissi ríkisstjórnin ekkert um skýrsluna??  Og að ógleymdum Wikileaks gögnum sem sýndu fram á grófa og leynilega íhlutun 2ja starfsmanna í utanríkisráðuneyti Össurar í og gegn framgangi laga í Icesave-málinu.  Vissi Össur ekkert um það??   Ætlar Alþingi ekki að gera neitt? 

Elle_, 10.9.2010 kl. 11:59

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er sammála ykkur Jón og Elle, líkur á að ráðherrar verði dregnir fyrir dóm eru litlar, enda voru það ekki þeir sem ryksuguðu bankana. Hins vegar voru embættisfærslur þeirra síðasta árið fyrir hrun ekki til að hrópa húrra yfir.

Þeir þingmenn og ráðherrar sem nýttu sér vitneskjuna um að hrun væri óumflýjanlegt og seldu sín bréf eiga skilyrðislaust að vera dregnir fyrir dóm.

Störf og gerðir núverandi ríisstjórnar eru einnig með þeim hætti að jaðrar við landráð, að minnsta kosti afglöp í starfi. Því væri gott til að skapa fordæmi, að draga þau fjögur, Geir, Ingibjörgu, Árna og Björgvin fyrir landsdóm. Jafn vel þó þau verði lýst sýkn saka. Það auðveldar að draga núverandi ráðherra fyrir sama dóm síðar!

Gunnar Heiðarsson, 10.9.2010 kl. 15:51

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þeirra þáttur í Evrópusambandsmálinu??

Þið gerið ykkur vonandi grein fyrir að þið eruð á kafi í Hrun-hugsanahættinum sem gerir ráð fyrir því að ekki sé á neinn hlustað og krafa þín og einskis annars skuli skoðuð og aðrir geti étið það sem úti frýs.

Verið er að vinna úttekt á hvað sambandsaðild mundi þýða og svo verður KOSIÐ um þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu! Svona rugl er svo blind trú... Hversvegna sækið þið ekki um vinnu á Mogganum? Æ, já, hann er að fara á hausinnl.

Rúnar Þór Þórarinsson, 15.9.2010 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband