USE, United States of Europe

ESB er að öðlast stöðu ÞJÓÐAR innan Sameinuðu þjóðanna. Þetta tekst þeim í krafti Lissabon sáttmálans sem "samþykktur" var í fyrra. Samþykkt þess sáttmála var, eins og flestir muna, nauðgað upp á aðildarríkin. Þau örfáu lönd sem leifðu þjóð sinni að kjósa, urðu að kjósa aftur og aftur þar til "rétt" niðurstaða fékkst. Flest þeirra þorðu þó ekki að leggja þennan sáttmála í hendur þjóðar sinnar!  Sá sáttmáli veitir evrópuþinginu meiri völd yfir aðildarþjóðunum en áður hefur þekkst, reyndar eru völd þeirra orðin svo mikil að aðildarríkin hafa ekki lengur neitt um mál sín að segja, nema í gegn um það þing. Fulltrúar evrópuþingsins eru ekki kosnir í lýðræðiskosningum, heldur skipaðir af ríkisstjórnum hvers lands. Auk þess er valdajafnvægið innan þess þings er með þeim hætti að Þjóðverjar hafa nánast alræðisvald!!

Þetta munum við þurfa að búa við ef við álpumst inn í þetta blessaða ESB bákn. Samkomulag og jafnvel samningar sem gerðið verða samhliða aðlögunarferli okkar að ESB, munu þá verða lítils virði. Þing ESB mun einfaldlega geta breytt slíku samkomulagi, völd okkar innan þess þings verða nánast engin. Við munum þurfa að reiða okkur á stuðning frá öðrum þjóðum ef við ætlum að láta til okkar taka þar.

Þessu má einna helst líkja við að alþingi yrði skipað fólki í samræmi við fjölda hvers sveitafélags og þar að auki væru fulltrúar þess skipaðir að sveitastjórnunum. Ekki í almennri kosningu. Hér hjá okkur hafa þó öll smærri sveitafélögin svipaðra hagsmuna að gæta og gætu því auðveldlega myndað nokkurs konar samband. Þessu er ekki að heilsa innan ESB, hagsmunir allra smærri ríkjanna þar er eins mimunandi og fjöldi þeirra.

Það er alveg ljóst hvert ESB stefnir, það er einnig alveg ljóst hver áhrif okkar verða innan ESB.

Eru Íslendingar tilbúnir að fara þá vegferð?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er sagt að við búum á hjara veralda og er það ekki í líkingu með að bua á löminni.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.7.2010 kl. 13:53

2 identicon

,,Fulltrúar evrópuþingsins eru ekki kosnir í lýðræðiskosningum, heldur skipaðir af ríkisstjórnum hvers lands. Auk þess er valdajafnvægið innan þess þings er með þeim hætti að Þjóðverjar hafa nánast alræðisvald"

bara svona til þess að benda þér á það þá eru þingmenn á Evrópuþinginu kosnir lýðræðislegri kosningu í hverju ríki fyrir sig, sem og hlutfallslegt vægi smáríkja er töluvert á við stærri, þá fjölmennari ríki. Bara svona til að reyna beina þér aðeins inná rétta braut.

Kv. 

Sannleikurinn.

Sannleikurinn (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband