Hvers konar rugl er þetta?!

Eru fulltrúar AGS svona nautheimskir?!

Í frétt RUV segir að AGS leggi til tvö skattþrep en að auki sé hugsanlega sé hægt að leggja 10% aukaskatt á tekjur yfir 4,5 miljónir árstekjur. 4,5 miljónir eru 375 þúsund á mánuði! Ef þetta er rétt leggur AGS til að skattur á laun yfir 375 þúsund á mánuði verði yfir 57%!!

Það kemur einnig fram í fréttinni að AGS leggi til aukna skatta á eldsneyti. Rökin séu helst til að jafna verð á eldsneyti hér við verðið í Noregi. Á kannski líka að jafna launin við laun í Noregi? Önnur rök eru vegna efnahagsástandsins og í þágu umhverfisins.

Mótrök þeirra eru að þetta muni falla frekar á dreifbýlið og því sé nauðsynlegt að gefa almenningssamgöngum skattaafslátt. Hvaða almenningssamgöngum? Það eru engar almenningssamgöngur í dreifbýlinu! Það eru rútuferðir milli Reykjavíkur og helstu byggðakjarnana, eins og t.d. Akureyrar. Varla getur fólk í dreifbýli nýtt sér þær ferðir til að koma sér til og frá vinnu, sækja mat og nauðþurftir eða leita sér lækninga, svo eitthvað sé nefnt.

Fulltrúar AGS sem eru búnir að yfirtaka landsstjórnina vita hvorki haus né sporð á staðháttum á Íslandi. Er ekki lágmarkskrafa að menn kynni sér aðstæður áður en þeir yfirtaka landsstjórnina!!

Nú reynir á stjórnvöld, þau ættu að þekkja til. Að minnsta kosti ætti Skattagrímur að þekkja til á landsbyggðinni, hann er jú landsbyggðarþingmaður. Því hljóta þau að sýna AGS fulltrúunum fram á að þetta gengur einfaldlega ekki upp!!

Reyndar er maður farinn að óttast að þessar tillögur séu í raun pantaðar af stjórnvöldum!!

http://www.ruv.is/frett/meiri-skattar-haerri-gjold


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Maður þarf ekki að  óttast að þessar tillögur séu pantaðar af stjórnvöldum, ÞAÐ VAR FJÁRMÁLARÁÐHERRA SEM BAÐ ÞÁ UM AÐ GERA ÞETTA, þannig að það er viðurkennt að þetta er óbeint frá stjórnvöldum komið.....  Ef á að skattleggja alla neyslu eins og í Noregi er lágmark að launin verði þau sömu og þar þá verður sæmilega bærilegt að lifa hér.

Jóhann Elíasson, 15.7.2010 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband