Hvort á að skattleggja sig út úr vandanum eða vinna sig út úr honum?

AGS leggur til auknar tekjur fyrir ríkissjóð upp á 2,03% af vergri landsframleiðslu. Stæðsti hlutinn eða 1,1% á að koma í gegn um breytingu á virðisaukaskatti, þ.e. niðfellingu lægsta þreps. Þetta mun fyrst og fremst lenda á þeim sem lægstu launin hafa, fólkinu sem varla hefur efni á mat og verslar nær eingöngu vörur sem bera lægsta þrep virðisauka.

0,25% tekjuauka ætla þeir að ná með hækkun á eldsneyti, reyndar er hækkunin mun meiri vegna þess að tekjuaukning ríkisjóðs á að vera 0,25% eftir auknar niðurgreiðslur til almenninssamgangna. Þetta er landsbyggðarskattur og ekkert annað, almenningssamgöngur eru ekki til staðar þar og er fólk því háð einkabílnum til allra nauðþurfta, svo sem til að sækja vinnu, nauðþurftir og sjúkrahjálp, svo eitthvað sé nefnt. Á stór Reykjavíkur svæðinu mun þetta hins vegar ekki hafa sömu áhrif, þar á fólk kost á almenningssamgöngum til að sinna sínum málum. Það er hinsvegar hætt við að þessi skattur skili sér ekki nema að hluta, ef allir nýta sér almenningssamgöngur sem kost hafa á því!

Lagt er til að tekjuskattsþrepum verði fækkað niður í tvö. Ég hef reyndar aldrei skilið hvers vegna þurfi fleiri en eitt tekjuskattþrep þar sem sá skattur er prósenta og því greiða menn hærri skatt eftir því sem laun hækka. En hvað um það, AGS leggur til fækkun niður í tvö. Efra þrepið miðast þá við 375 þúsund króna laun á mánuði. Hvar það þrep liggur skiptir í sjálfu sér ekki máli, það mun alltaf virka sem hemill á vilja fólks til að fara yfir það. Það er öllu verra að AGS leggur til hækkun á því þrepi umfram það sem núverandi efstaþrep hefur, eða úr 46,12% af stofni í 47,2%. Með þessum aðgerðum telur AGS að hægt verði að auka tekjur um 0,25% af vergri landsframleiðslu.

Reyndar segir AGS að með því að endurskipuleggja þriggja þrepa skatt megi auka tekjurnar um 0,43%, engin nánari skilgreining er á þeim tillögum, en hætt er við að Skattagrímur horfi frekar á þá tillögu.

Hækkun fjármagnstekjuskatts í 20% á að gefa 0,3% tekjur. Þarna er vegið að peningaeigendum landsins, miðað við fyrri frammistöðu stjórnarinnar er hætt við að lítið verði úr slíku. Auk þess þarf að huga að ellilífeyrisþegum sem eiga einhvern sparnað á bók, ekki er hægt að skattleggja það fólk.

Hækkun tekjuskatts lögaðila í 20% á að gefa 0,13% tekjur af vergri landsframleiðslu.

Loks er talað um ýmsa aðra skatta, svo sem auðlinda- og umhverfisskatta, hækkun eignarskatta og fleira.

Allir þessir útreikningar eru miðaðir við verga landsframleiðslu. Hætt er við að flestir þessara skattahækkana minnki landsframleiðsluna og skili sér því ekki í kassann. Væri ekki nær að koma með tillögur um hvernig hægt er að auka landsframleiðsluna? Þá koma tekjurnar um leið.

Hvaða vit er í að auka skatta og taka um leið áhættu á að landsframleiðsla minnki?

Við getum ekki skattlagt okkur út úr vandanum, við verðum að vinna okkur út úr honum!!

 


mbl.is Vilja hækka hátekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Sá sem ætlar að skattleggja sig út úr kreppu, er eins og maður sem stendur í fötu og reynir að hífa sig upp með handfaginu.

Þetta er haft eftir manni að nafni Winston Churchill. Minnir mig.

kallpungur, 13.7.2010 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband