Útrýmum þrælsóttanum

Vonandi er að forsvarsmenn stéttarfélaga í landinu fylki sér nú að baki Villa, engin hætta er á að ASÍ muni styðja hann. Samningsrétturinn er í höndum hvers stéttafélags, þau geta gert kjarasmninga án aðkomu ASÍ en eins og allir vita hafa þau samtök verið einna hellsti andstæðingur launafólks undanfarinn áratug.

slavery_tm200.000 kr. lámarkslaun eru nánast á mörkum þess að vera nóg, lágmarks framfærsla einstaklings er í dag um 180.000 kr. á mánuði. Ef skattleysismörk eru ekki hækkuð um leið mun þessi hækkun lágmarkslauna því ekki duga fyrir lágmarks framfærslu. Því liggur beinast við fara fram á hækkun á skattleysismörkunum um leið.

Ég skora á alla formenn stéttafélaga að tjá sig um þessa kröfu Villa og hellst að fylkja sér að baki honum.

Vissulega koma fram ýmsir sem segja að þetta sé ekki hægt vegna stöðu þjóðarbúsins. Það er bull, ef þjóðarbúið er svo illa sett er eitthvað annað stórkostlegt að!! Einu rökin fyrir því að ekki skuli hækka lágmarkslaunin eru til að ala á þrælsótta fólks!! 

Fólk sem er upp á ríki eða sveit komið verður fljótlega fórnarlömb þrælsóttans og því meðfærilegra að stjórna því fyrir þrælahaldarana, í þessu tilviki ríkisstjórnina!

Áfram Villi!!


mbl.is Lágmarkslaun ekki undir 200 þúsundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef launin hækka hækkar verðlagið bara líka, þessir sem eru með minna en 200.000 kr á mánuði eru bara ekki að skapa nægar tekjur til að hafa það betra en þeir gera. Ættu frekar að reyna að mennta sig eða eitthvað sem gerir þá að verðmætari einstaklingum sem geta þá haft það betra.

Atli (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Frekar þunn rök hjá þér Atli, láglaunastörfin þarf að vinna líka! Ekki geta allir verið menntaðir stjórnendur!!

Gunnar Heiðarsson, 12.7.2010 kl. 23:28

3 identicon

En það getur hver sem er unnið láglaunastörfin gætum þess vegna verið að borga útlendingum örfáa dollara á dag fyrir að vinna þau. Fólk í lálaunastörfum á að hafa það slæmt annars ertu einfaldlega með kommúnískt hagkerfi sem hefur sýnt sig að virkar ekki.

Atli (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 07:45

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Enn þynnast rök þín Atli og eru varla svara verð.

Fyrirtæki sem ekki geta borgað mannsæmandi laun eiga ekki tilverurétt. Stjórn þeirra er þá greinilega mjög röng og stjórnendur þeirra algerlega vanhæfir.

Gunnar Heiðarsson, 14.7.2010 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband