Sorglegur brandari!

Á miðvikudag kom frétt á RUV um Jón Ásgeir Jóhannesson. Flest í þeirri frétt kom ekki á óvart en eitt atriði hennar var vissulega óvænt. Samkvæt fréttinni er enskukunnátta Jóns af skornum skammti. Mér fannst þettta bráðfyndið í fyrstu en svo runnu á mig tvær grímur, er það virkilega svo að einn umfangsmesti braskari í Bretlandi kann ekki ensku? Maðurinn sem var að gambla með aura landsmanna á erlendri grundu?  Er nema von að illa færi.

Í einkafjölmiðli Jóns í dag er heilsíðufrétt um málefni þessa stórglæpamanns, þar er reynt að gera hann að fórnarlambi auk þess sem yfirlýsingar frá Jóni eru birtar. Í einni yfirlýsingunni telur hann upp vitni (vini) sem þyrftu að bera vitni í málaferlum gegn honum í New York. Hann telur að vandkvæðum sé bundið að fá þessi vitni til að ferðast til New York auk þess sem enskukunátta þeirra sé takmörkuð og gæti það háð þeim fyrir dómi! Þetta eru fyrrverandi stjórnendur FL Group og fulltrúar í stjórn Glitnis. Það hefur ekki litið út fyrir að þessir menn hafi verið haldnir ferðafælni hingað til. Hvernig má það vera að stjórnendur stórfyrirtækja og banka, sem eru með umfangsmikil umsvif erlendis, skuli ekki hafa gott vald á ensku?  Er nema von að illa færi.

Í þessari heilsíðuumfjöllum kemur einnig fram að Jón kæri sig ekki um að gögn hússtjórnar 50 Gramechy Park North komi fyrir dómstól. Hvers vegna er hann á móti því? Hvað hefur hann að fela?

Jón segist ekki hafa stjórnað neinum! Bull og vitleysa, hver trúir því þegar algerlega óreyndur maður er látinn taka við stjórn banka í stað reynds bankastjóra og sá óreyndi fer á margföld laun þess sem er látinn taka poka sinn! Þetta kallast að koma fyrir strengjabrúðu.

Jón Ásgeir fór fram á það við breska dómstólinn, sem felldi dóm í dag um frávísun, að dómshaldið yrði lokað vegna Íslenkra fréttamanna. Dómurinn féllst ekki á þetta og felldi dóm Jóni í óhag. Það er von að Jón Ásgeir vilji lokuð réttarhöld, sannleikurinn er of sár fyrir hann og hætt við að ef einhverjir hafi enn samúð með honum, gæti sú samúð horfið. Það eru flestir hættir að taka mark á áróðursmaskínu hanns í einkafjölmiðlunum, bæði prent- og ljósvakafjölmiðlum!!

imagesÞað er með ólíkindum hversu lágt Jón Ásgeir leggst til að reyna að slá ryki í augun á fólki, að halda að svona málflutningur hjálp gegn bandarískum dómstólum er barnaskapur!!

Jón Ásgeir Jóhannesson er orðinn að sorglegum brandara, hann minnir eina helst á Don Kíkóta.

 


mbl.is Kyrrsetningu ekki hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gott blogg hjá þér sáttur við það látum þennan mann heyra það hann á ekkert inni hjá okkur!

Sigurður Haraldsson, 10.7.2010 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband