Skelfilegar fréttir

construction-machineryÁ visir.is er frétt um verkefnaskort í verktakaiðnaði. Ég hef áður bent á þetta í bloggfærslum mínum, en fréttir hafa hinsvegar verið mjög litlar eða engar um þetta efni í fjölmiðlum.

Í þessari frétt kemur fram að þegar mest var störfuðu um 17000 manns í þessum geira, meðal fjöldi undanfarin ár sé um 12-13000 manns. Nú starfa hinsvegar einungis um 2000 manns í verktakaiðnaði! Þetta er skelfilegt, samdrátturinn er hátt í 90%.

Það kemur einnig fram að nú þegar séu stæðstu fyrirtækin orðin það lítil og veikburða að þau hafa varla lengur burði til að bjóða í stærri verkefni. Því séu allt eins líklegt á að erlend fyrirtæki muni fá öll stærri verkefni hér á landi, þegar loks þau verða boðin út. Væntanlega koma þessi fyritæki með eigið vinnuafl með sér. Því munu þau verkefni ekki gagnast okkur í baráttu við atvinnuleysisdrauginn!

Stjórnvöld eru ekki aðeins búin að skíta á sig, þau eru búin að maka drullunni upp á bak. Afsakið orðbragðið.

Ég horfi óttasleginn til haustsins!!

http://visir.is/verkefnaskorturinn-alvarlegur/article/2010439412453

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er ekkert að afsaka Gunnar, þannig er það bara.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.7.2010 kl. 14:15

2 Smámynd: Brattur

Það er alltaf hamrað á því að ríkisstjórnin sé ekki að gera neitt sem er alrangt. Það er hinsvegar ljóst að það verður ekki farið í sama farið og 2007 þegar við t.d. byggðum miklu fleiri íbúðir um land allt heldur en að við höfðum not fyrir... og þá voru það mest erlendir aðilar sem voru að vinna við þessar byggingar.

 Hér er frétt sem ég rakst á í Pressunni þar sem fram kemur hvað ríkisstjórnin er t.d. með á prjónunum:

Það var ljóst í upphafi hrunsins að samdráttur yrði í byggingariðnaðinum. Hann var ofþaninn og nokkrum númerum of stór fyrir íslenskt efnahagslíf. Við höfum engan áhuga á að fara í sama ástand og ríkti í byggingaiðnaðinum síðustu árin fyrir hrun.

Björn Valur nefnir nokkur dæmi máli sínu til stuðnings; tekin hefur verið ákvörðun um

  • Byggingu nýs fangelsins
  • Nýtt háskólasjúkrahús
  • Undirritaðir samningar um fjölgun hjúkrunarrýma
  • Auka fjármagn sett í viðhald opinberra bygginga um land allt
  • Stórfelldar aðgerðir í vegaframkvæmdum sem hefjast í sumar
Framkvæmdastjóri Ístaks sagði í gær að útlitið fyrir haustið væri mjög svart, engin verkefni væru fyrirsjáanleg. Björn Valur segir hins vegar að verkefni tengd vegaframkvæmdum séu næst í röðinni. Vaðlaheiðargöng og tvöföldun suðurlandsvegar séu þau verkefni sem lengst eru komin og vonandi verði hægt að hefjast handa við þau síðla sumars.

Björn Valur ítrekaði þó að hann skildi vel afstöðu þeirra sem nú horfa upp á mikinn samdrátt í sínum geira. Hann segir að menn verði að hafa í huga að stefnan sé ekki tekin á árið 2007 aftur;

Eins og staðan er núna þá er margt í pípunum hjá okkur. Öllum þykir það hins vegar ekki nóg en fólk verður að hafa í huga að það var efnahagshrun hérna fyrir einu og hálfu ári síðan, það eru minni framkvæmdir en voru árin fyrir hrun. En verkin sem ég taldi upp munu hjálpa til við að koma hjólunum af stað aftur.

Brattur, 4.7.2010 kl. 14:58

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er klárt mál að við komumst ekki í sama horf og 2007 Brattur, en að það skuli hafa dregist saman um allt að 90% í störfum í byggingariðnaði er algjörlega út í hött og engan veginn við unnandi! Þá á ég ekki við samdrátt frá 2007, heldur meðaltals fjölda starfsmanna á töluvert lengri tíma.

Ég gleymdi reyndar að geta þess að í fréttum á RUV í gærkvöldi kom fram að áætlað er að fjöldi starfa í verktakaiðnaði muni fara niður í 1000- 1300 manns í haust. Þetta kom ekki fram í fréttinni á visir.is. Þar með verður fækkun starfa í þessari grein orðin meiri en 90%!!

Þú verð ríkisstjórnina og bendir á grein eftir Björn Val Gíslason. Mín vegna máttu trú þeim manni, það geri ég hinsvegar ekki, alls ekki!! Þau atriði sem hann bendir á að "til standi að ráðast í" eru öll kunnugleg. Þetta eru framkvæmdir sem stjórnin er vön að draga upp sem verkefni "sem liggja á borðinu og áætlað er að ráðast í". Hvers vegna í andskotanum er stjórnin þá ekki byrjuð á þeim? Hvað tefur?

Þær tafir sem hafa orðið vegna aumingjaskap stjórnarinnar valda því að til dæmis háskólasjúkrahúsið verður væntanlega byggt af erlendum verktökum með erlent vinnuafl. Vaðlaheiðagöng og breikkun suðurlandsvegar verður væntanlega framkvæmd af erlendum verktökum með erlent vinnuafl. Ástæðan? Stjórninni hefur tekist að lama Íslensk fyrirtæki með getuleysi og aumingjaskap sínum.

Ofaná þetta bætist síðan að mörg þessara fyrirtækja hafa misst allar nýrri vélar sínar í hendurnar á glæpabönkunum, sem samstundis senda þær úr landi og geima þar uns markaðir opnast þar. Eftir eru í landinu gömul og léleg verkfæri sem varla eru til stóræðanna. Glæpabankarnir geta þetta vegna verndar frá ríkisstjórnini!!

Ég segi það enn og aftur og nú skammast ég mín ekkert, ríkisstjórnin er búin að skíta á sig og makar skítnum upp á bak.

Að lokum vil ég benda þér á að aðeins hugleysingjar þora ekki að koma fram undir fullu nafni!

Gunnar Heiðarsson, 4.7.2010 kl. 15:30

4 Smámynd: Brattur

Gunnar, ég hef bloggað undir þessu nafni "Brattur" í 3 ár... fullt nafn er í höfundarupplýsingunum á síðunni minni... ég heiti Gísli Gíslason ef þú hefur þá ekki þegar flett upp á því...

Hugleysingjar eru í mínu augum ekki þeir sem skrifa ekki undir fullu nafni, heldur þeir sem þora ekki að horfast í augu við það að Sjálfstæðisflokkurinn kom öllu á hausinn á Íslandi og halda áfram að kjósa þann flokk... það eru hinir einu sönnu hugleysingar...

Brattur, 4.7.2010 kl. 16:47

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka þér fyrir að gefa upp nafn þitt Gísli. Ég hef aldrei sagt að sjálfstæðisflokkur eigi ekki þátt í hruninu, það eiga líka samfylking og framsókn. Mesta sök eiga þó þeir sem rændu bankana innanfrá. Eini af fjórflokknum sem hugsanlega getur talist saklaus af hruninu er VG. Því er hryggilegt að sjá hvernig sumir þingmenn og ráðherrar þess flokk hafa spilað úr þeim spilum sem þeir fengu.

Fylgispekt þeirra við fjármagnseigendur er með eindæmum. Öllu verri er sú fylgispekt þeiira en hinna flokkanna vegna þess að VG hefur í gegnum tíðina verið duglegur við að gagnrýna þau öfl. Sú stjórnunarstefna sem núverandi stjórn vinnur eftir mun færa okkur annað hrun, fyrr en margir telja. Það hrun verður vegna þess að fyrirtæki landsins eru svelt til dauða, á eftir kemur hungursneyð almennings. Forsemda alls er að fólk hafi vinnu, til þess þurfa fyrirtækin að lifa!!

Varðandi skilgreiningu á hugleysi, tel ég ekki að hugleysi megi túlka eftir lífs- eða stjórnmálaskoðunum. Hugrekki er að þora að standa við sína skoðun. Þeir sem þora því ættu ekki að þurfa að fela nafn sitt.

Ég bar jafna virðingu fyrir m.a. Pétri Blöndal og Steingrími J. Þeir voru óragir við að setja fram skoðanir og standa við þær. Nú hefur Steingrímur verið í ráðherrastól í eitt og hálft ár. Verk hanns og æði þar hafa algjörlega þurkað út virðingu mína fyrir honum. Pétur hefur ekki enn setið í ráðherrastól.

Gunnar Heiðarsson, 4.7.2010 kl. 18:10

6 Smámynd: Brattur

Mér finnst menn dæma Steingrím J. of harkalega... mín skoðun er sú að hann hafi verið duglegastur allra Íslendinga við að reyna að bjarga því sem bjargað verður... hann hefur lagt sig mjög mikið fram og hefur greinilega hag fólksins í landinu í fyrirrúmi.

Við verðum hinsvegar að gera okkur grein fyrir því að við erum komin í mjög erfiða stöðu Íslendingar og hreinlega eigum ekki peninga fyrir allri þeirri þjónustu sem við höfum haft í gegnum tíðina... nú þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti... niðurskurður er sársaukafullur... en hvað á að gera þegar engir peningar eru til ?

Brattur, 4.7.2010 kl. 20:54

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ja mikil er flokkshollusta og tryggð þín Gísli og mikill er kjarkur þinn. Óbilandi trú þín á manninum sem hefur svikið nánast öll loforð sín, ekki einu sinni, heldur margítrekað og er enn að.

Steingræimur J talaði digurbarkalega eftir hrunið, hann sagði m.a. að aldrei skyldi almenningur þurfa að taka á sig skuldir ræningjann. Fyrsta verk hanns eftir að hann komst í stjórn var að semja um þessar skuldir. Greiðendurnir? Almenningur!

Steingrímur J talaði digurbarkalega þegar til tals kom að leita aðstoðar AGS og sagði m.a. að AGS væri glæpasamtök kapítalismans. Nú ver hann þessi sömu glæpasamtök! Jafnvel svo að þeim sjálfum ofbýður og hafa bent á að betur þurfi að verja heimilin!!

Steingrímur J sagði að nauðsynlegt væri að sjá til þess að staðið yrði vörð um heimilin í landinu og allar aðgerðir stjórnvalda ættu að miðast að því. Forgangsröðun var orðið sem hann notaði mikið. Hver hefur forgangsröðunin verið? Fyrst var ráðist á heimilin með auknum sköttum. Þegar lánastofnanir voru dæmdar sekar um glæp við lánþega, hikaði hann ekki við að taka stöðu að baki glæpamannana gegn heimilunum!

Steingrímur J lofaði sínum kjósendum að ekki yrði sótt um aðild að ESB. Þetta loforð braut hann strax, til þess eins að komast í ríkisstjórn!

Þetta eru bara fjögur atriði sem ég tel upp þarna, hægt væri að halda lengi áfram. Aðeins eitt af þessum atriðum myndi nægja flestum til að efast um heilindi formanns síns.

Sjálfur var ég eitt sinn flokksbundinn og er kannski enn, ég veit það ekki. Ég hef aldrei hikað við að gagnrýna flokkinn og sörf hanns, ekki heldur meðan ég var flokksbundinn. Ef mér mislíkaði lét ég hiklaust skoðun mína í ljósi. Atkvæði mitt hef ég gefið þeim sem ég treysti best á hvejum tíma, flokkurinn hefur aldrei átt það.

Mím skoðun er sú að Steingrímu J sé síst of hart dæmdur, fólk er enn að gefa honum séns. Stjórnin tók vissulega við erfiðu búi, en Steingrímur J þóttist kunna að taka á vandanum. Allar þær lausnir sem hann benti á, frá hruni að myndun minnihlutastjórnarinnar, virðast hafa gufað upp.

Hann hefur blindast af hægri/vinstri hugsjóninni. Meðal annars hefur hann marg sagt að allt sem kom frá hægri stjórnum landsins sé af hinu illla! Þetta er öfgahugsun og ein sér ætti að gera hvern þann sem lætur slíkt út úr sér óhæfan til ráðherrasetu í lýðræðisríki.

Hann hefur blindast af valdasýki og gerir allt þegjandi og hljóðalaust sem samstarfsflokkurinn segir, en sem kunnugt er hefur Samfylking aðeins eitt raunverulegt stefnumál; aðild að ESB. Allar gerðir þess flokks miðast að því einu!

Ef blindni Steingríms J á hægri/vinstri sjónarmið væri ekki svona mikil, sæi hann að stefna flokks hanns liggur fjærst Samfylkingu og mun nær Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Eina sem Samfylking og VG eiga sameiginlegt er að þáðir telja sig til vinstri í stjórnmálum.

Gunnar Heiðarsson, 5.7.2010 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband