Sá hlær best er síðast hlær.

Frétt á visir.is segir frá því að Guðmundur Steingrímsson hafi fengið hláturskast yfir gagnrýni ungra Framsóknarmanna í Skagafirði.

Þetta sýnir enn frekari veruleikafyrringu þingmannsins. Nú hafa þegar tvö félög Framsóknar sent yfirlýsingu um vanþóknun sína á ummælum þingmannsins. Ef Guðmundur Steingrímsson heldur að hann geti leyft sér að hlæja að grasrót flokk síns og niðurlægja hana, skjátlast honum hressilega. Fyrir það fyrsta verður maðurinn að átta sig á því að hann er fyrir flokkinn en ekki flokkurinn fyrir hann! Ef honum er annt um flokkinn lætur hann ekki slík ummæli falla um grasrótina, þá verður honum refsað.

Það er á kristaltæru að þessi aðferð er ekki til að endurvekja trú eða traust á Framsóknarflokknum. Því verður Guðmundur Steingrímsson að byðjast afsökunar, ekki bara formanninn heldur og ekki síður þá sem hann hæðist að,  GRASRÓT flokksins

 http://visir.is/gudmundur-i-hlaturskasti-yfir-krofum-unglida/article/2010557677236


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband