Framsóknarflokkurinn

Guðmundur Steingrímsson fer frjálslega með staðreyndir. Tap Framsóknar í Reykjavík er eingöngu um að kenna framferði fulltrúa hans á fyrri hluta síðasta kjörtímabili. Reyndar voru stjórnmál í Reykjavík ótrúleg á þeim tíma og allir flokkar höguðu sér illa, en þó sló framferði Björns Inga alla hina út. Framsókn er að gjalda þess núna, eins og reyndar aðrir flokkar líka.

Hugsanlega hefði flokkurinn getað náð betra gengi ef góður og frambærilegur frambjóðandi hefði verið í kjöri. Nú þekki ég Einar ekki persónulega og örugglega er þetta ágætis drengur, en það bar ansi lítið á honum fyrir kosningarnar. Hann gerði lítið til að halda á lofti hugsjónum flokksins og fyrir hvað hann stendur.

Framsókn tapaði fylgi í tveim hreppum, Reykjavík og Kópavogi. Flokkurinn vann hinsvegar eða stóð í stað annarstaðar á landinu.

Framsóknarflokkurinn hefur gengið í gegn um ýmsar þrengingar á síðustu tveim áratugum eða svo. Þegar Halldór tók við stjórn tapaði flokkurinn mikið, nýjar reglur um skiptingu atkvæða dró enn af flokknum en verst var þó þegar flokkurinn tók þá ákvörðun að dufla við aðildarumsókn, jafnvel þó með ströngum skilyrðun sé. Þetta eiga flestir sannir Framsóknarmenn erfitt með að kyngja.

Framsóknarflokkur var stofnaður sem félagshyggjuflokkur og helsta vígið var landsbyggðin. Þegar flokkurinn tók að keppa um kjósendur í Reykjavík og nágrannahreppum, varð að aðlaga stefnuna að þörfum kjósenda þar. Það er ýmislegt sem greinir á milli landsbyggðarinnar og hreppana á suðvesturhorninu.

Guðmundur Steingrímsson virðist eiga erfitt með að slíta böndin við Samfó, það ýmislegt í hanns hugmyndaskoðun sem rúmast betur þar. Vonandi tekst honum að vitkast.

Sigmundur Davíð er einn af fáum þingmönnum sem hefur komið fram með alvöru hugmyndir um endurreisn þjóðfélagsins eftir hrun, menn deila um hvort þær hugmyndir séu góðar eða slæmar. Hann hefur þó staðið við sínar hugmyndir, jafn vel þó á móti blási. Þingmenn flokksins hafa ekki allir fylkt sér að baki honum, betra væri fyrir flokkinn ef svo hefði verið. Ef Guðmundur Steingrímsson telur að Sigmundur hafi sýnt of mikinn einstrengingshátt misskilur hann hlutverk stjórnmálamanna. Það er hlutverk stjórnmálamanna að koma fram með hugmyndir, ef þeir telja þær góðar eiga þeir að standa á þeim, ekki hlaupa eftir tískusveiflum eða áróðri. Það eru meiri líkur á að slæmt fylgi flokksins sé einmitt vegna samstöðuleysi þingmanna flokksins, sérstaklega stuðningsleysi þeirra við sinn formann. Auk þess er aðildarumsóknin og stuðningur sumra þingmanna við hana, eitur í blóði margra fyrrum og núverandi kjósendur flokksins.

Niðurstaða kosninganna nú er enginn mælikvarði á fylgi flokka. Hinsvegar er Framsókn í miklum vanda, ef ekki verður tekið á honum gæti hann allt eins þurkast út af þingi. Gott gengi flokksins út á landsbyggðinni í nýafstöðnum kosningum mun ekki skila sér í kosningu til alþingis ef ekki verður tekið á vandamálinu.

Framsókn verður að skoða sín mál niður í grunninn. Þingmenn hans verða að standa saman, hætta á öllum hugmyndum um aðildarumsókn í ESB og þeir þingmenn sem ekki geta sætt sig við það verða einfaldlega að yfirgefa flokkinn. Endurskoða þarf stefnu flokksins og endurvekja þau gildi sem hann stóð fyrir. Sumir munu vissulega kalla þetta afturhaldsemi og afturhvarf til fortíðar, hvað með það, stjórmálaleg gildi þurfa ekki að verri þó gamaldags séu, nema síður sé.

Ef flokkurinn fer í þessa vinnu mun hann hugsanlega lifa af og ef hann gerir það verður hann sterkari og mun vaxa. Eltingarleikur við tískubólur verður ekki til að bjarga Framsóknarflokknum, eftirlátum Samfó þann leik.

Einu kynni mín af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eru í gegn um fjölmiðla, en þeir hafa ekki beinlínis verið honum hliðhollir. Ég hef dáðst af stefnufestu hans, jafnvel þó á móti blási. Ekki hefur hann tjáð sig opinberlega um hvort hann sé með eða á móti ESB og þykir mér það miður. Meðan hann ekki gefur út sína persónulegu skoðun á því get ég ekki tekið frekari afstöðu til hans. Vissulega er hans hlutverk að framfylgja stefnu flokksins, en kjósendur eiga þó rétt á að vita hans skoðun í þessu hitamáli.

Ungt Framsóknarfólk í Skagafirði ályktar gegn ummælum Guðmundar, ekki kæmi mér á óvart þó fleiri félög innan flokksins sendu slíkar ályktanir. Þetta eru tryggustu kjósendu flokksins, grasrótin. Guðmundi Steingrímsyni væri hollt að hlusta á hana!

 


mbl.is Gagnrýna þingmann sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband