Enn blæs málpípan!

Enn notar Steingrímur málpípu sína. Nú lætur hann einfeldinginn sinn ráðast á Lilju Mósesdóttir og á hann að gera hana að hugleysingja í augum fólks. Það getur varla talist hugleysi að þora að mótmæla formanni flokk síns.

Hann segir að nauðsynlegt sé að taka ákvarðanir, mikið rétt, betra seint en aldrei. Hann telur þurfa kjark til og gefur í skyn að kjarkinn hafi þeir félagar. Í ljós kemur síðan við lesturinn að ekki er um kjark að ræða, heldur hræðslu, hræðslu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, hræðsla við að hinir háu herrar IMF muni kannski skamma þá í næstu úttekt. Undirlægjuhátturinn er alger.

Varðandi þá tillögu að skattleggja séreignarsparnað við innlögn heldur Björn Valur því fram að gríðarleg andstaða sé við það mál frá Samtökum atvinnulífsins, stéttafélugunum og sveitarfélugum.

Hvað þetta mál kemur SA við skil ég ekki alveg, nema vegna þess að þeim hefur tekist að planta sínu fólki í stjórnir þessara sjóða og reka þá sem sína. Staðreyndin er að SA og þeirra umbjóðendur eiga ekki eina krónu í lífeyrissjóðunum, hvorki þessum hefðbundnu né séreignarsjóðunum. Því er með ólíkindum að SA skuli vera með sitt fólk í stjórnum þeirra. Hver einasta króna í þessum sjóðum er eign launafólks!

Ég skil heldur ekki hvað þetta mál kemur sveitastjórnum við. Það er þá sennilega vegna þess að þeir vilja fá hluta af kökunni, ef ríkið fær tekjur þarna vilja sveitafélögin líka.

Hvað stéttafélugum við kemur þá er ég hræddur um að einfeldingurinn hafi eitthvað misskilið skilaboðin. Þessi hugmynd sem eignuð er Sjálfstæðisflokk er upphaflega komin frá formanni eins verkalýðsfélagsins. Þann formann verður seint hægt að spyrða við nokkurn stjórnmálaflokk. Hann setti þessa hugmynd fram, einfaldlega vegna þess að hann sá þarna tækifæri til að standa vörð um hag launafólks en samt gæti ríkið fengið tekjustofn. Nú þegar búið er að skattleggja launafókð í botn og fyrirhugað er að auka skatta enn meir, er klárt að ef einhverjir formenn stéttafélaganna hafi efast um ágæti þessarar leiðar, muni þeir ekki efast lengur. Í hugum launafólks er enginn vafi.

VG ættu að taka mark á sínum hagfræðing, hún hlýtur að hafa meira vit á þessu en sjómaður eða vörubílstjóri, þó ég sé alls ekki að setja út á þær starfstéttir. Öðru nær.

Það er skelfilegt þegar stjórnmálamenn sem eru svo blindaðir af eigin ágæti og eigin stefnu, gefa það út í fjölmiðlum að allt sem frá andstæðum flokki kemur sé af hinu illa og geta ekki með nokkru móti sætt sig við að taka upp mál, eingöngu vegna þess að hugmyndin er sögð frá andstæðingnum, jafnvel þó svo sé ekki.

Menn sem sýna slíka framkomu er ofsatrúarmenn og eiga ekkert erindi á þing. Hvað þá í stöðu fjármálaráðherra.

 


mbl.is Þarf kjark til að stoppa í gatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Eftir að hafa lesið bloggin þín Nöldrari, myndi ég fara varlega í að útnefna aðra sem einfeldinga minn kæri..

hilmar jónsson, 24.5.2010 kl. 20:51

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég kippi mér ekki upp við þó einhverjum þyki ég einfeldingur, hins vegar er ég ekki á þingi og verð aldrei, því munu mínar skoðanir eða gjörðir ekki lenda á fjöldnum. Það gera hins vegar gjörðir eða gerðaleysi þingmanna, sér í lagi stjórnarþingmanna. Mína skoðun á Byrni Val hef ég myndað mér af gjörðum hans og gerðarleysi, einnig hefur skoðun mín á honum mótast af framkomu hanns og viðtölum við fréttamenn.

Það er hægt að sjá fylgni með yfirlýsingum hanns í fjölmiðlum við aðgerðir formanns hans nokkrum dögum síðar. Því uppnefni ég hann málpípu.

Varðandi Steingrím J Sigfússon þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum með þann mann. Ég hélt að hann myndi standa við eitthvað af stóru orðunum sem hann lét falla fyrir síðustu kosningar. Það var ekki fyrr en í janúar á þessu ári sem ég fór að deila á þann mann, ég hélt í einfeldni minni að hann myndi taka sig á. Því miður reyndist svo ekki vera. Hann sveik sína kjósendur til að komast í stjórn, hann hefur síðan svikið nánast öll önnur loforð.

Það er staðreynd að hann hefur oftar en einu sinni sagt að allt sem frá "hægri flokkunum komi sé af hinu illa". Þessi ummæli eru alvarleg fyrir þær sakir að þau koma úr munni ráðherra! Þó aumur bloggari sé að segja eitthvað getur það aldrei komist í hálfkvist við það!

Það gleður mig að þú skulir nenna að koma á mína einföldu síðu og lesa mitt einfalda blogg. Vert ávalt velkominn.

einfaldi nöldrarinn

Gunnar Heiðarsson, 24.5.2010 kl. 21:40

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki hefði ég nú miklar áhyggju vegna einhverra "varnarummæla" frá "eðalkommanum" Hilmari Jónssyni, hans "mission" í lífinu virðist vera að reyna af veikum mætti að hnýta í þá sem gagnrýna Steingrím Júdas og hans fylgifiska.

Jóhann Elíasson, 24.5.2010 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband