Sama sullið á nýjum belgjum

Jóhanna heldur að hún geti endalaust platað landsmenn. Við höfum kynnst því hvaða álit hún hefur á "skrílnum", og með þessari yfirlýsingu staðfestir hún enn frekar það álit sitt.

Fyrst nefnir hún "atvinnuátak", gott framtak en virkar einungis frá sex vikum til sex mánaða. Ágætt meðan á stendur, en þetta er eins og að pissa í skóinn sinn, fyrst verður volgt en síðan kólnar og að lokum verður kaldara en áður.

Næst telur hún upp ýmis verkefni, samnefnari þeirra er "áætlun", "í skoðun", "markmið" og ýmis fleiri kunnugleg orð frá hennar munni. Allt orð sem lýsa því sem hugsanlega gæti orðið, einhvern tímann seinna.

Flest eða öll þau verkefni sem Jóhanna telur upp í sinni yfirlýsingu eru mál sem lágu fyrir strax í fyrra sumar, mörg þeirra eru einnig nefnd í svokölluðu samkomulagi milli ríkistjórnar, sveitafélaga og aðila vinnumarkaðsins.

Heldur hún að hægt sé að nota sömu trompin aftur í sama spili? Flest öll verkefnin sem hún nefnir ættu að vera mun lengra komin, reyndar er ekki enn byrjað á sumum þeirra.

Hvers vegna skyldi þetta vera? Á ósamkomulag milli stjórnarflokkana einhvern þátt í því? Í fréttum í dag sagði Jóhanna að slæmt væri ef stjórnarþingmenn bæru á borð ósamkomulag sitt. Það ætti að leysa slíkt innan flokka. Það eru rök fyrir þessu, en samt hlýtur maður að hugsa hvort kannski sé einnig mikið ósamkomulag innan Samfylkingar.

Það er vitað að skoðanir stjórnarflokkana er mjög skiptar í flestum þeim málum sem Jóhanna nefnir, því er varla hægt að gera ráð fyrir að saman nái nú frekar en hingað til.

Að lokum hreykir hún sér af því að náðst hafi 56% af áætluðum árangri í atvinnumálum síðustu 14 mánuði. Það þætti lélegur rekstur á hvaða fyrirtæki sem er, ef aðeins næðist 56% af áætluðum árangri. Sennilega yrði einhver rekinn fyrir svo lélega stjórnun.

Þessi stjórn er algerlega ófær um að stjórna landinu. Það ríkir í raun stjórnarkreppa!

 


mbl.is Yfirlýsing forsætisráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Betur hefðiu verið að hlusta á Geir á sínum tíma sem sagði (rétt áður en hann lét fræg orð falla um Helga Seljan) "Það síðasta sem við þurfum nú er stjórnarkreppa".

Enginn vildi hlusta þá.... er það eitthvað öðruvísi nú þegar að stjórnarkreppa er í algleymi undir yfirskrift Geðdeildar-5 í Kattholti (áður V-G): Sæl er sameginleg eymd" jú nema hvað að þeir eru ekki að upplifa hana með hallir sýnar og hús um allar sveitir (þá sérlega Nárgímur og Atli (formaður kattavínafélagsins)....

Sæl er sameginleg eymd fólksins í landinu meðan stjórnarlipar sitja við grautarpott skammtímahagsmuna (og ráðninga)

Óskar G (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband