Mannorðsmorð

Við erum að verða vitni að mannorðsmorði. Formaður stjórnar Seðlabanka Íslands ætlar að láta það yfir sig ganga að vera kölluð lygari. Þetta gerir hún til að halda hlífiskyldi yfir formanni Samfylkingarinnar.

Það var svo sem vitað að flokkshollustan í Samfylkingunni væri mikil, en að fólk sé tilbúið að fórna ærunni fyrir flokkinn er full langt gengið.

Það er ljóst að ef þetta gengur eftir verður formaður stjórnar Seðlabankans að segja af sér. Það er ekki víst að henni gangi vel að starfa sem lögfræðingur eftir þetta.

Það sorglegasta við þetta mál er þó það að þessi "hjálp" sem Lára veitir Jóhönnu í þessu máli mun ekki duga. Jóhanna mun falla, þetta seinkar því eitthvað, en hún mun falla. Störf hennar síðastliðið ár segja okkur það. Þetta mál í sambandi við laun seðlabankastjóra er bara eitt af mörgum afglöpum hennar. Þá vaknar Lára upp við þann vonda draum að hafa gefið mannorð sitt fyrir ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband