Sammastu þín Halldór

Halldóri tókst að rústa Framsóknarflokknum. Gerðir hanns meðan hann var formaður flokksins miðuðust allar að því að hygla vinum sínum, ekki flokknum. Ástæða þess að fólk ruglar þessu saman er væntanlega sú að hann lét vini sína ganga í flokkinn og fékk þeim góðar stöður þar. Það var ekki af hugsjón sem Finnur Ingólfson gerðist framsóknarmaður, það var af vinskap við Halldór og fékk hann það ríkulega launað.

Fylgi flokksins hrundi fljótlega eftir að Halldór tók við honum, framsóknarmenn hættu að mestu að kjósa flokkinn og atkvæðin sem vinirnir gáfu voru of fá til að vinna upp tapið. Að vísu þráuðust enn nokkrir við að reyna að halda stefnu flokksins á lofti en barátta þeirra var markvisst slegin niður af Halldóri og hans fólki.

Vandamálið fyrir fyrrum kjósendur Framsóknar er að það er enginn annar flokkur sem hefur tekið hans stefnu, stefna Samfylkingar er þó sennilega næst en aðildaráhugi þeirra við ESB geri það að verkum að enginn sannur framsóknarmaður getur kosið þann flokk.

Halldór sagði viðtalinu að hann þyrfti ekki að byðja neinn afsökunar, hann hefði unnið að heilindum og samkvæmt bestu vitund. Heilindin miðuðust við vini og vandamenn og vel getur verið að vit hans sé svona takmarkað. Þjóðin á samt rétt á afsökun. Ekki vegna sölu á bönkunum eins og flestir vilja meina, heldur vegna svika sinna við pólitík á Íslandi. Það eru reyndar fleiri sem þurfa að byðjast sömu afsökunnar.

Halldór á að vera búinn að átta sig á hver hanns staða er innan flokksins og landsins. Hann á að vera búinn að átta sig á því að honum fer best að þegja. Hann á að vera búinn að átta sig á því að hann ætti að skammast sín.


mbl.is Kannast ekki við handstýringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband