Er farið að hvessa í kollinum á Össur

„Menn gefast ekki upp í miðri á þótt það kunni að vera stormasamt og vatnsgangurinn hækki,“ segir Össur.  Það getur verið betra að snúa við og leita að betra vaði, en að æða áfram beint út í hylinn og drukkna. Reyndar sé ég ekki hvað stormur kemur því við að fara yfir á.

Eiríkur Bergmann, sjálfskipaður Evrópufræðingur, segir að þarna sé Ingibjörg að skjóta á Össur. Það er nær að segja að hún sé að skjóta á Jóhönnu, hún stjórnar Össuri. Það hefur reyndar fátt komið af viti frá Eiríki, maður hefur alltaf á tilfinningunni að hann fari fyrst yfir nýjustu skoðanakannanir áður en hann kemur í viðtöl í fjölmiðlum og tjái sig samkvæmt því. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar voru kokhraustir í fyrravetur og sögðu að það eitt að leggja inn umsókn til aðildarviðræðna myndi stórbæta ástandið hjá okkur, auk þess sem Össur sagði að opnast myndi fyrir fjármagn frá ESB til okkar, janvel væri hægt að fá styrki. Hvað hefur komið á daginn, ekkert hefur breyst í samskiptum okkar við þessar þjóðir nema síður sé.

Auðvitað á að draga til baka umsóknina, við höfum engi efni á þessu rugli eins og staðan er í dag auk þess sem samningsstaða okkar getur ekki orðið verri en núna. Þetta sér hver heilvita maður.

 


mbl.is Fast skot á Össur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Jú við fáum aðgang að lánsfjármagni.

Styrkumsóknir eru þungar í vöfum og enn á eftir að koma í ljós hvort við fáum aukna styrki.

Það sem máli skiptir samt er að við reynum að komast að því hvað við höfum að bjóða Evrópu ef við ætlum að vera hluti af Evrópusambandinu.

Miklar öfgar fylgja umræðu um Es.

Með inngöngu þurfum við að taka á okkur skyldur og við fáum líka óheftan aðgang að svo stórum mörkuðum að okkur mun reynast létt að markaðssetja vörur okkar þar á góðu verði,

Skúli Guðbjarnarson, 10.4.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband