Er ekki rétt að flytja bara allt fólk í burtu af landinu, svo það fari sér ekki að voða!!

Fólk er alveg að tapa sér. Þessir menn sem þarna voru eru með vönustu fjallamönnum á Íslandi. Þeir voru með eldfjallasérfræðing með sér. Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera.

Á ekki bara að banna rally, torfærukeppni, fisflugvélar, báta, sjósókn og fleira. Flest af þessu er hættulegra en það sem þarna fór fram. Það er sennilega hættulegra að fara á reiðhjóli um Reykjavík, á ekki að banna það líka.

Fréttastofa RUV er búin að hamra á þessari frétt í allan dag, einhliða flutningur þeirra hefur eingöngu æst fólk upp. Það er ekki hlutverk fréttastofu RUV að æsa fólk upp, hennar hlutverk er að flytja fréttir og gæta þess að öll sjónarmið komi fram.


mbl.is Lögregla rannsaki akstur Top Gear
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála.

Maggi (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 18:35

2 identicon

Ótrúlegir þessir blýantsnagarar hjá umhverfisstofnun. Hafa menn virkilega ekkert annað að gera en að atast í einhverjum svona fíflagangi. Forræðishyggja og afskiptasemi stjórnavalda er með ólíkindum af málum sem skipta nákvæmlega engu máli, en ekkert er gert í því sem skiptir máli. Koma atvinnulífinu í gang... m.a. með auknum fjölda ferðamanna sem þessi þáttur Top Gear mun stuðla að. Maður á bara ekki orð yfir fíflaganginum hjá þessu "embættismannaliði" sem hefur sjáanlega ekkert þarft að gera. Leggja þessar stofnanir strax niður.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 18:41

3 identicon

Ég er svo innilega sammála þér! Þessi umræða er búin að vera að gera mig kolbilaðann í allan dag. Gaman að sjá að flestum finnst þetta nú frekar lítið mál, og eiginlega frekar spaugilegt. ;-)

Joseph (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 18:45

4 identicon

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 18:57

5 identicon

Tek undir þetta, það hefur allt farið á verri veg í umhverfismálum síðan þessi stofnun var stofnuð. Var gert umhverfismat á Fimmvörðuhálsi fyrir gos. ????

Vil fá nýja stjórn og henda þessu gagnlausa liði sem er á þingi

Ragnar E (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 19:02

6 identicon

Mér finnst þessi málflutningur þinn afskaplega grunnur. Hvað kemur rally, torfærukeppni, fisflugvélar, bátar, sjósókn akstri utanvega við?

Álagið á þessu svæði er gríðalegt eins og er, sem er að vissu leyti flott mál. Fræbært "búst" inn í ferðamálageirann og væntanlega alla verslun á svæðinu. 

Hins vegar er mikilvægt að halda vel utan um umferðina þarna og þó fólk sé ýmsu vant er bara ferlega heimskulegt að keyra yfir ný runnið hraun. Þessir sjónvarpsmenn hljóta að þurfa að sýna fordæmi - því miður eru bara allt of margir bjánar sem fara sér að voða og ganga allt of langt.

Elín G. (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 19:02

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Gunnar,

Skv. umhverfislögum er akstur utan vega bannaður.  Svo einfalt er það.  Ef þeir voru með leyfi í lagi þá er þetta besta mál.  Ef ekki, þá er þetta brot á lögum.  Ég horfi stundum á Top Gear á BBC og oft eru þeir góðir en stundum finnst mér þeir fara svolítið útfyrir málið;)  Náttúra Íslands, eins og annarra landa á Norður- og Suður-slóðum er viðkvæm, sérstaklega upp til fjalla og hjólför sem koma í viðkvæmt land sjást áratugum saman.  Mér finnst nú svolítið hjákátlegt að þurfa að sýna það að það kvikni í dekkjum á sjóðheitu hrauni.  Einhvernvegin finnst mér að ekki ætti að þurfa miklar gáfur til þess að draga þá ályktun<g>

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 19:22

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Guðrún, þessi frétt sem þú vísar í kemur ekkert við þeirri frétt sem ég var að blogga um. Ekki frekar en icesave.

Elín, rally, torfærukeppni og annað það sem ég taldi upp er mun hættulegra en það sem þessir menn voru að gera.

Arnór, umhverfislög banna vissulega utanvegaakstur, það er bara ekki verið að gagnrýna það. Það er verið að gagnrýna að þeir skuli hafa ekið framdekkjum bíls upp á hraunið, gagngert til að sýna hversu hættulegt og heitt það er.

Ég er alls ekki talsmaður þess að fólk fari með ógát í svona umhverfi sem þarna er, hinsvegar er ekkert að því að menn sem vita hvað þeir eru að gera, taki upp svona atriði.

Það er miklu meiri ástæða til að hafa áhyggjur af því fólki sem er að fara á vanbúnum bílum yfir Mýrdalsjökul til að komast að gosinu, oft á tíðum fólk sem aldrei hefur komið á jökul.

Að lokum legg ég til að fólk rói sig aðeins niður og sjái þáttinn. Þá kemur væntanlega í ljós hvað raunverulega var verið að gera.

Gunnar Heiðarsson, 8.4.2010 kl. 20:07

9 identicon

Guðrún, það er munur á hvort manni finnst í lagi að fólk stökkvi út úr flugvél með fallhlíf eða það stökkvi án hennar.  Ég býst við að þú getir sett þetta í samhengi við liðna atburði.

Elín, er ekki líklegt að endanleg niðurstaða verði einmitt að það sé hættulegt að aka á sjóðheiti hrauni? Mér finnst það afar líklegt Haha.     Sem er þá væntanlega fordæmagefandi fyrir þá sem héldu að það væri bara allt í lagi.  Sem sagt Top Gear verður líklega fordæmisgefandi fyrir heimskulega fólkið sem hélt að heimskulegir hlutir væru bara allt í lagi.

 Top Gear er afþreyingarefni, þeir eru einfaldlega að reyna að vera skemmtilegir með smá fróðleik í leiðinni t.d eins og "Ekki aka á brennandi hrauni!"... Já kannski ekki svo djúpan fróðleik. 

Þetta mun þó væntanlega bjarga manslífum hér á land eða í að minnstakostið spara landanum stórfé þar sem sumum fannst sniðugt að ganga á dúandi hrauninu þá var eingöngu spursmál hvernær fólk færi að keyra á því.

Ég hrópa  því húrra fyrir Top Gear fyrir frábært framtak á alla vegu og vona að þetta mál verði ekki meira í umræðunni, þ.e ekki á þessum kjánalegum nótum allvegna.

Húrra!

Gunnar (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 21:15

10 identicon

,,Á ekki bara að banna rally, torfærukeppni, fisflugvélar, báta, sjósókn og fleira. Flest af þessu er hættulegra en það sem þarna fór fram. Það er sennilega hættulegra að fara á reiðhjóli um Reykjavík, á ekki að banna það líka.&#39;&#39;

Allavega ætti að banna hjólreiðar í Reykjavík (amk. fyrir suma) og ég er steinhissa á því að Umhverfisráðherra (frú) sé ekki fyrir löngu búinn að koma í veg fyrir slíka iðju eftir að hún var nærri búin að valda gríðarlegum umhverfisspjöllum er hún sjálf féll af fáki sínum og sló höfðinu við. Það hefði geta farið þannig að út hefði flætt það sem þar inni er geymt og þa´er nú líklegt að dýralífið í Kvosinni liti öðruvísi út í dag!

Elías Bj (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 01:00

11 identicon

Elías, þessi frétt sem ég vitna í tengist þeirri frétt sem þú ert að vitna í á þann hátt að þetta er álíka heimskulegt. 

Elías, mér finnst frekar hægt að líkja þessu við að stinga tánum ofan í sjóðandi heitt vatn eða dífa öllum fætinum. 

Að öðru leyti vil ég taka það fram að ég hef mjög gaman af Top Gear og er það einn af mínum uppáhaldssjónvarpsþáttum.  Það breytir því ekki að mér finnst þetta með heimskulegri uppátækjum hjá þeim og pirrar mig kannski ennþá meira vegna þess hversu heimskulega margt fólk hegðar sér nálægt gosinu og er dónalegt við lögreglu og björgunarsveitarmenn sem eru að reyna að forða þeim frá því að koma sér í ógöngur.  

Hvað umhverfisstofnun varðar þá veit ég ekki hvort þetta er eitt af þeirra mikilvægustu verkefnum en breytir því ekki að þeir hafa ákveðnu eftirlitshlutverki að gegna og eins og réttilega var bent á hér ofar er akstur utan vega bannaður. 

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband