Hagfræði ????

Það er greinilegt að ég er farinn að ryðga eitthvað í reikningi. Pálmi fær lán í banka til að greiða upp skuldbindingu í sama banka og það á að bæta tryggingastöðu bankans.

Fyrir það fyrsta hlýtur Pálmi að hafa fengið stærra lán hjá bankanum en hann var að greiða, segir að einn miljarður hafi verið notaður í annan banka.

Í öðru lagi vissu stjórnendur bankans að veðin fyrir láninu stóðust ekki og því engar líkur á að það fengist endurgreitt.

Hvernig í ósköpunum getur þetta bætt tryggingastöðu bankans?

Ég get ekki með neinu móti skilið þessa hagfræði.


mbl.is Segir stefnu tilefnislausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda ertu ekki ríkur eins og Pálmi og félagar!

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 16:47

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er ekki hagfræði heldur sturlunareinkenni.

Finnur Bárðarson, 8.4.2010 kl. 16:52

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég tel mig töluvert ríkari en Pálmi og félagar þó ég hafi aldrei séð svona mikla peninga. Ég er með hreina samvisku. Það geta engir peningar komið í stað þess.

Gunnar Heiðarsson, 8.4.2010 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband