Evrópu jafnræði

Þjóðverjar orðnir hræddir. Það er ekki skrítið, kreppa í Grikklandi og lækkandi lánshæfismat fyrir Portúgal veldur lakari lífskjörum í Þýskalandi. Nú ætlar Angela Merkel að setja Grikkjum strangari kosti fyrir aðstoð, eins og þeir hafi úr einhverju að spila. Þetta verður til þess eins að herða kirkingarólina það mikið að Grikkland fer endanlega á hausinn.

Þetta er ESB í hnotskurn, meðan allt leikur í lyndi er gaman, þegar að kreppir hjá einhverju aðildarríkjanna er allt í lagi að hjálpa þeim, það má bara ekki bitna á þeim sem hjálpa.

Jafnaðarstefna ESB er því aðeins jöfn að stóru aðildarríkin græði. Það er jöfnuður fyrir alla en aðeins meiri jöfnuður fyrir fyrir þá stóru. 

Þetta eru nokkrir Íslendingar æstir í að komast.

 


mbl.is Evran ekki lægri í tíu mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband