Landráð!!!!!

Gylfi Magnússon er meiri Samfylkingarmaður en margur flokksbundinn í þeim flokki. Það er því hræsni af honum að gefa það út að hann sé óháður ráðherra.

Þegar ráðherra talar niður gjaldmiðil eigin lands er það landráð. Gylfi Magnússon er ekki fyrsti ráðherra Samfó til að vera með þennan áróður. Sennilega á Ingibjörg Sólrún þó metið í þessu landráði, hún var vakin og sofin við að níða Íslensku krónuna á erlendum vettvangi, meðan hún ferðaðist um heiminn á kostnað okkar og titlaði sig utanríkisráðherra. Næstur henni er líklega mágur hennar og skoffínið Össur Skarphéðinsson.

Það má vel vera að gjaldmiðill okkar sé ekki sá besti í heiminum, en hann er okkar gjaldmiðill og verður það um einhverja framtíð. Meðan svo er, er ekki til of mikils mælst að ráðherrar reyni frekar að tala hann upp, ef þeir ekki treysta sér til þess eiga þeir að halda kjafti.

Hvort lítill eða stór gjaldmiðill sé betri er huglægt eða pólitíkst mat. Það er ekkert sem segir að hjá okkur sé betra að vera með stóran gjaldmiðil tengdan stórum þjóðum. Það hlýtur að vera betra að vera með gjaldmiðil í samræmi við hagkerfi viðkomandi lands. Þetta er að sannast í ESB löndunum núna þegar á bjátar. Litlu hagkerfin sem eru að notast við evru eru algerlega háð ákvörðunum þeirra þjóða sem hafa stóru hagkerfin.

Svo má ekki gleyma því að þegar og ef sú ákvörðun verður tekin að leggja niður krónuna, þarf að skoða fleiri möguleika en evru. Það eru margir aðrir möguleikar til. Hvers vegna að horfa bara á einn.

Þessar vangaveltur eiga þó ekki við fyrr en við höfum komist út úr þeirri kreppu sem nú er í gangi, kreppu sem er reyndar að verða mikið til innlend. Stjórnin gerir lítið sem ekkert sem í hennar valdi er til að koma hjólunum af stað, meðan svo er verður kreppan viðvarandi og náum okkur ekki út úr henni.

Það er enginn sem getur komið okkur út úr kreppunni nema við sjálf. Til þess þarf stjórnin að hætta að standa í vegi fyrir uppbyggingunni og hætta skattahækkunum. Skattar geta aldrei borgað okkur út úr þessari kreppu.

Nú hefur þessi stjórn verið við völd í meir en ár, árangur hennar gegn kreppunni er minni en engin. Það er því kominn tími fyrir þessa stjórn að stíga til hliðar og hleypa öðrum að, það getur ekki orðið verra.

Kjósum til þings samhliða sveitastjórnum í vor. 

 


mbl.is Gylfi: Þurfum traustari grunn en krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála þetta eru ekkert annað en landráð !

Gunnlaugur I., 25.3.2010 kl. 20:57

2 identicon

Ha ha,

  Þú ert húmoristi, en ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir því sjálfur

   Ef Eggert kíkir hérna inn, þá er þessi eitt dæmið. Kannski soldið ýkt!!

Jóhannes G (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 22:27

3 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Flón ertu. Það er ekki verið að tala krónuna niður þegar menn leita leiða til að bæta handónýtan gjaldmiðil.  

Eyjólfur Sturlaugsson, 25.3.2010 kl. 22:59

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vel getur verið að ég sé flón, en hvort krónan sé handónýt eru mismunandi skoðanir á. Engu að síður erum við fastir við þennan gjalmiðil næstu árin og meðan svo er, er allt tal um að krónan sé ónýtur gjalmiðill niðursetning á henni. Það gerir svo sem ekki mikið þó flónin tali niðrandi um krónuna, en þegar ráðamenn þjóðarinnar gera slíkt, er það landráð og ekkert annað.

Gunnar Heiðarsson, 25.3.2010 kl. 23:08

5 identicon

Krónan ER ónýt NÚNA!!!

   Krónan verður ekki ónýt vegna einhves tals,- Það "scenario" hefur nú þegar gerst!!!!!

   Ég held að Gunnar verði að fá sér góða vekjaraklukku. 

   Eina leiðin fyrir hann að vilja hafa hana áfram er að hún verði tengd við einhvern annan gjaldmiðil, t.d. eins og Danir gera. Kannski hann róist niður þá

Jóhannes G (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 23:54

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það kann að vera að Gylfi hafi gerst sekur um landráð í Icesave málinu með því að taka þátt í að þvinga þeim ólöglega nauðungarsamning upp á þjóðina með hótunum, en ekki með því að benda á veikleika krónunnar.

Með gjaldmiðil sem hrekst eins og gúmmibátur í stórsjó alþjóðlegra viðskipta er ekki hægt að gera almennilega arðsemisútreikninga og áhætta í fjárfestingum verður meiri. Þeir sem ætla að fjárfesta í slíku umhverfi munu alltaf vilja fá einhverja áhættuþóknun. Eina þóknunin sem er hægt að bjóða þeim er í ávöxtunarkröfunni. Vextir verða þess vegna alltaf hærri í þannig umhverfi.

Sjá nánar hér.

 

Theódór Norðkvist, 26.3.2010 kl. 00:53

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Theódór, þessi linkur sem þú vísar í er fullur af ranghugmyndum og vitleysu!

Gunnar Heiðarsson, 26.3.2010 kl. 03:29

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvaða ranghugmyndum og hvaða vitleysu?

Theódór Norðkvist, 26.3.2010 kl. 10:34

9 identicon

Ranghugmyndum og vitleysu

....talandi um að kasta steinum úr glerhúsi....

   Maður segir kannski ekki að allt sé hárrétt og satt hjá honum, en margt er það, og hitt er allavega betri nálgun en hjá flestum. 

      Þú og þínir grafið ykkar gröf frá degi til dags.

Jóhannes G (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband