Ólafur Helgi eða helgi?

Hvað varð um frestun á nauðungarsölum? Var ríksstjórnin ekki búin að setja á slíka frestun?

Það er einna líkast því að enginn hlusti orðið lengur á ríkisstjórnina. Það er náttúrulega vitað að almeningur er löngu hættur því, en ég hélt að ríkisstofnunum bæri skylda til að fara eftir því sem stjórnin setur fram. Bankarnir hugsa bara um sinn hag og hafa alltaf gert. Svo er spurning hvort Ólafur Helgi telji sig vera hafinn yfir lög og rétt, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann sýnir slíka tilburði. 

Það er löngu ljóst að ríkistjórnin ræður ekki við þau verkefni sem hún þarf að taka á, þeta er enn eitt dæmið um það. Því verður hún að fara frá og hleypa öðrum að.

Legg til að kosið verði til þings samhliða sveitarstjórnarkosningum, það væri ágætt að fá að kjósa um áframhald á viðræðum við ESB í leiðinni.

 

Viðbót:

Samkvæmt vef alþingis var lögum nr.90/1991 breytt þann 25, feb 2010 kl 12:59.

Sú breyting felur í sér að sýslumönnum ber, að ósk skuldara, að fresta nauðungarsölu til 31. ág. 2010 


mbl.is Hrina uppboða á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Taktu eftir. Að ósk skuldara.

Hamarinn, 16.3.2010 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband