Hvers vegna 110%?

Hvað á að gera fyrir þá sem ekki skulda yfir 110% af markaðsverði bifreiða.  Það fólk sem sýndi þá skynsemi að borga stóran hluta af verðinu og taka lægri lán.

Það er ljóst að margir þeirra sem eru komnir í vandræði með bílalán er í þessum hóp. Lánin hjá þeim hafa hækkað, alveg eins og hjá hinum. Þetta fólk tók lán sem það átti að geta ráðið við með góðu móti en er komið í alvarleg vandræði nú. Það er búið að tapa megninu af því sem að lagði til kaupanna á sama tíma og lánið hefur hækkað um allt að helming.

Tökum dæmi:

Kaupverð                    7,400,000.-

Lán 40%                     2,960,000.-

Staða láns í dag          4,697,570.-

Gangverð bílsins          6,800,000.-

Lánið hefur hækkað úr  40% af verði bísins í tæp 70%. Þessi maður fær enga aðstoð, samt hefur skuldabyrgði hans hækkað langt umfram greiðslu getu, auk þess sem eign hans í bílnum hefur minnkað mikið.  

Það getur varla talist mikil skynsemi í því að hjálpa bara þeim sem tóku hlutfallslega of mikil lán. Það hlýtur að eiga að aðstoða hina líka.

Það má kannski segja að þessi maður gæti selt bílinn og losað sig frá skuldinni. Það er engin sala á bílum í dag, þannig að það er ekki raunhæf að tala um slíkt. Auk þess sem bankahrunið hefur sannanlega valdið því að fólk í þessari stöðu hefur tapað stór fé. Það hlýtur að eiga rétt á leiðréttingu sinna mála eins og hinir.

 


mbl.is Skiptar skoðanir um afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tóku hlutfallslega of mikil lán, ja hérna. Bíll keyptur á 90% láni Eigið fé 550 þús. lán 4,4 milljónir. Virði bíls í dag ca 4.8 milljónir, afborganir 1,2 milljónir og lán stendur í 8 milljónum. Er eitthvað eðlilegt við þetta.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 21:40

2 identicon

Af hverju kaupirðu bíl fyrir 5milljónir þegar þú átt bara fyrir 500.000kr bíl. Það þarf enginn 5miljóna bíl.

Óli (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 20:08

3 identicon

Sá sem skuldar 70% í bílnum sínum á möguleika á því að selja bílinn ef hann ræður ekki við lánið. Þeir sem skulda 150% eiga sjaldnast möguleika á því og stefna þess vegna í gjaldþrot ef ekkert verður af gert.

 Það væri samt rökréttara að fá úr því skorið hvort lánin séu yfir höfuð lögleg áður en farið er út í þetta.

Jón Ottesen (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband