Stjórnin skrifar sjálf sína hörmungarsögu

Málpípur stjórnarinnar halda því nú fram að stjórnarandstaðan sé að nota niðurstöðu kosningarinnar sér til framdráttar og hafi jafnvel alla tíð ætlað sér það.

Það voru forsvarsmenn stjórnarinnar sem færðu þeim það vopn. Með því að tala niður og svo hundsa kosningarnar. Þau eiga allann heiðurinn af því að umræðan er komin á þennan veg.

Stjórnin hafði þann kost að draga lögin til baka, hvers vegna þau gerðu það ekki er á huldu. Líklegasta skýringin er að ekki hafi verið þingstyrkur innan stjórnarflokkana til þess. Það segir væntanlega að stjórnin sé fallin.

Úr því þau ákváðu að draga lögin ekki til baka, hefði verið skynsamlegra fyrir þau að taka afstöðu með kosningu, í það minnsta ekki að tala gegn henni. Síðan áttu þau að sjálfsögðu að mæta á kjörstað.

Það er ekki nóg með að þessi framkoma þeirra sé yfirlýsing um að þau beri ekki virðingu fyrir lýðræðinu, heldur var þetta einnig í algerri andstöðu við vilja formanns samninganefndarinnar!

Þegar formenn stjórnarflokka haga sér með þessum hætti er eðlilegt að stjórnarandstaðan krefjist afsagnar þeirra.

Hvernig væri umræðan ef það hefði verið ef Steingrímur og Jóhanna sem væru í stjórnarandstöðu nú?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband