Að leggja höfuð sitt og æru að veði.

Þessi umræðuþáttur hjá honum Agli var undarlegur í meira lagi. Þarna sat stjórnin eins og hún hefði unnið einhvern sigur og reyndi að rakka niður stjórnarandstöðuflokkana. Sem betur fer gátu þeir svarað vel fyrir sig.

Það kom að vísu eitt lítið sannleikskorn frá Jóhönnu, hún sagði að stjórnarflokkarnir þyrftu að þjappa sér betur saman. Það verður gaman að sjá hvernig hún ætlar að framkvæma það.

Jóhanna skilur það náttúrulega ekki að hún og hennar flokkur eiga allan heiðurinn af þeirri ósamstöðu sem ríkir innan VG. ESB umsóknin rak fleig í þann flokk. Framkvæmdin við icesave klauf hann síðan.

Hugmynd Sigmundar um starfstjórn allra flokka í einhvern tíma, til að leysa ákveðin verkefni, þar til kosið yrði til þings, er góðra gjalda verð. Forsemda fyrir slíkri stjórn hlýtur þó að vera að Jóhanna og Steingrímur víki til hliðar. Að öðrum kosti gengur þetta ekki upp. Þau eru of blind á flokkapólitík til að slík stjórn yrði starfhæf með þau innanborðs.

Það er raunverulega fyrir hendi sú hætta nú, að Steingrímur og Jóhanna geri samning við Breta og Hollendinga án samtöðu við stjórnarandstöðu, samning sem ekki verður komið gegn um þingið nema með nauðgun.

Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á þingmönnum, ef ekki á allt að fara á versta veg.

Hreinlegast og eðlilegast væri að Jóhanna og Steingrímur stigju til hliðar, létu á það reyna innan sinna flokka hvort vilji og grundvöllur sé til að halda samstarfinu áfram án þeirra og leyfa þá nýju fólki að spreyta sig. Að öðrum kosti eiga þau að slíta samstarfinu.

Best væri að þau slitu samstarfinu strax.

Steingrímur er of oft búinn að leggja höfuð sitt og æru að veði síðastliðið ár, nú er kominn tími til að standa við það. Það þarf forhertann mann til að svíkja þjóð sína aftur og aftur.

 


mbl.is Ríkisstjórnin þarf að þétta raðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband