Er Steingrímur alveg búinn að tapa sér?

Enn hleypur Steingrímur út undan sér.

Ætlar maðurinn aldrei að læra af mistökum sínum, eða er hann virkilega svo sólginn í að halda ráðherrastólnum að hann sé tilbúinn til að selja sál sína aftur og aftur.

Það verður að stoppa þessa vitleysu.

Stengrímur verður að skilja það að þjóðin ræður, hann er starfsmaður þjóðarinnar. Hann á að bíða eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni og fá þar umboð og vopn til að berjast.

Það er skrítinn stríðsmaður sem stekkur til orustu vopnlaus, sérstaklega þegar vopnin eru innan seilingar.

 


mbl.is Án samráðs við stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skiptir ekki máli hvort við fellum lögin, það þarf að semja, Steingrímur er skynsamur maður og veit það. Eða hefur þú verið heilaþveginn af gamla kolkrabbanum og heldur að kosningar þýði að IceSave hverfi?

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú hefur greinilega ekki lesið allt bloggið, Bjöggi.

Að fella lögin veitir samninganefndinni vopn, sterkt vopn, þetta sjá allir sem hafa staðið í samningum. Vopnið er einfallt; á Íslandi er lýðræði og við verðum að hlýta því.

Ég stóð í þeirri merkingu að SJS væri skynsamur maður, ég var nokkuð sáttur hvað VG fengu góðan byr í síðustu kosningum. Framkoma og dugleysi hans við kjósendur sína er með ólíkindum. Því hvarlar það að manni að eitthvað sé að.

Kolkrabbinn var étinn af útrásarguttunum, ef þú hefur ekki tekið eftir því.

Gunnar Heiðarsson, 2.3.2010 kl. 17:00

3 identicon

já ég vona það Bankaglæpir og allir þessir lúðar ég er öryrki og á þeim bótum hvað færu hinir og þessir langt á þeim skítapakk allir sem einn og kalla sig ó ráðherra fryðum Rjúpuna við höfum nóg annað

gisli (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband