Virðingarleysi þingmanna fyrir þjóðinni
19.8.2019 | 01:59
Þingmenn margir eru uggandi, telja virðingu fyrir Alþingi af skornum skammti. Þar eiga þeir auðvitað við skort á virðingu fyrir þeim sjálfum, ekki alþingishúsinu. Unnið er að allskyns reglugerðum og nefndir stofnaðar til að leita lausna. Virðing fyrir alþingismönnum fæst þó ekki keypt, hún fæst heldur ekki með lögboði og allra síst með stofnun nefnda. Virðing alþingismanna fæst með því einu að þeir sjálfir vinni til hennar. Til þess þurfa þeir fyrst og fremst að kunna að hlusta á þjóðina og ekki síður standa við það sem þeir segja kjósendum, þegar þeir sækja um vinnu í alþingishúsinu. Virðingu geta þingmenn áunnið sér með því að bera sjálfir virðingu fyrir þjóðinni!
Stórt áfall var á virðingu þjóðarinnar til þingmanna er hrunið skall á. Ljóst var að þó þingmenn hafi kannski ekki almennt verið þátttakendur í bankaráninu, stóðu þeir ekki vörð þjóðarinnar nægjanlega vel og því fór sem fór. Vorið 2009 kom síðan annað áfall, þegar "hin tæra vinstristjórn" tók völdin. Kvöldið fyrir kjördag fullvissaði formaður VG í þrígang að ekki yrði sótt um aðild að ESB meðan hann stæði vaktina. Allir vita hvernig fór.
Þau fjögur ár sem þessi ríkisstjórn sat að völdum voru sannarlega skelfilegustu ár þjóðarinnar frá því sjálfstæðið fékkst aftur. Og hvert áfallið af öðru skall á henni. Skjaldborgin sem lofað hafði verið um fjölskyldur landsins var slegin um bankakerfið. Þegar Hæstiréttur dæmdi gegn bankakerfinu og þeim í hag sem sátu uppi með stökkbreytt húsnæðislán, voru sett ný lög til varnar bankakerfinu.
Ekki má heldur gleyma hvernig farið var með aldraða og öryrkja á þessum tíma. Þar töldu þingmenn mikið fé mega sækja og hikuðu ekki við að skerða kjör þeirra, með einu pennastriki
Mesta áfallið kom síðan þegar Alþingi samþykkti lög um að þjóðin greiddi skuldir þjófanna sem rænt höfðu landið. Í tvígang vísaði Forsetinn þeim lögum til þjóðarinnar sem hafnaði þeim eftirminnilega í bæði skiptin. Ríkisstjórnin sá sér ekki sóma í að segja af sér eftir þá rasskellingu, heldur sat sem fastast.
Nú, um áratug síðar hafa þingmenn ekkert lært, ástandið verra en áður hefur þekkst. Fyrir síðustu kosningar voru miklar umræður um vegtolla og einn stjórnarflokkanna byggði sína kosningabaráttu fyrst og fremst á því að slíkir tollar yrðu ekki samþykktir, ef kjósendur væru svo vænir að kjósa flokkinn. Nú er ekki lengur baráttumál hjá formanni þess flokks að vegtollum verði komið á, það er orðið að lögum, enda viðkomandi formaður ráðherra vegamála! Aumingjaskapur þingmanna í svokölluðu kjötmáli, þegar EFTA dómstóllinn dæmdi að hingað mætti flytja hrátt og ófrosið kjöt, jafnvel þó landbúnaður sé utan EES samningsins, var ekki beinlínis til að auka virðingu fyrir þeim.
Ekki má heldur gleyma niðurlægingunni sem einn þingmaður viðhafði á aldarafmæli Alþingis, þegar hann gekk af fundi er danskur gestur Alþingis hélt ræðu. Sú framkoma var þingmönnum til skammar, þó sérstaklega viðkomandi þingmanni.
Það var heldur ekki til þess að auka virðingu þingmanna að eftir síðustu kosningar skyldu þeir flokkar mynda ríkisstjórn sem þjóðin hafði hafnað í kosningunni. Þeim flokk sem mestan sigur hafði unnið, var vandlega haldið frá öllum viðræðum. Virðingarleysið sem þingmenn sýndu þjóðinni með þessu var algjört.
Þó orkupakki 3 hafi verið komin á borð stjórnvalda, nokkru fyrir síðustu kosningar, var vandlega séð til þess að það mál kæmist ekki í umræðu kosningarbaráttunnar. Því var lítið sem ekkert um það rætt fyrir kosningar og kjósendum ekki gefin kostur á að kjósa eftir vilja þingmanna í því máli. Sú umræða hófst síðar og fljótlega var ljóst að kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar treystu ekki sínum þingmönnum vel í því máli. Næst þegar æðstu stofnanir þeirra flokka komu saman, voru skýr skilaboð send til þingmanna þeirra beggja, í formi ályktunar um að raforkumál ættu að vera í höndum þjóðarinnar en ekki selja það vald til yfirþjóðlegs sambands. Að ekki ætti að samþykkja orkutilskipun 3 frá ESB. Þessi ótti kjósenda þessara flokka var sannarlega á rökum reistur. Það leið þó ekki á löngu þar til menn fóru að hlaupa útundan sér og í dag keppast þingmenn þessara flokka um að koma op3 í gegnum þingið.
Og nú er opinberast að þeir sem mestan hag hafa af samþykkt op3 og lagningu sæstrengs, eru margir hverjir fyrrverandi aðstoðarmenn þeirra þingmanna sem með völdin fara. Jafnvel sumir þeirra sérlegir ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í málinu! Hvert eru þingmenn eiginlega komnir, á hvaða vegferð eru þeir?!
Alla vega er ekki að sjá að þeir séu að reyna að byggja upp virðingu fyrir Alþingi, svo mikið er víst!!
![]() |
Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þvílíkur hroki og yfirgangur
16.8.2019 | 21:13
Það verður að segjast eins og er að nokkurn tíma tók að jafna sig eftir lestur þeirrar fréttar sem hengd er við þessi skrif, svo frámunalegt sem innihald hennar er. Hvað halda þingmenn eiginlega að þeir séu? Alguðir? Er það virkilega orðið svo hér á Íslandi að gagnrýni á störf og gerðir þingmanna sé bönnuð? Held að þetta fólk ætti örlítið að líta í eigin barm og reyna að átta sig á fyrir hverja það vinnur, hverjir það eru sem veita þeim brautargengi til setu á Alþingi!!
Utanríkismálanefnd kallar fyrir sig dómara, til að fjalla um og segja sitt álit á innleiðingu tilskipunnar ESB. Þegar hann hefur lokið máli sínu og jafnvel meðan hann flytur það, er ljóst að nefndarmenn hafa þegar tekið ákvörðun og ætluðu ekki að hlusta á rök dómarans. Framkoma sumra fulltrúa nefndarinnar gagnvart þessum gesti hennar, er svo yfirmáta freklegur að erfitt er að finna sambærilegt dæmi. Það er ljóst að þeir kjósendur sem kusu Rósu Björk og Silju Dögg voru ekki að kjósa þær til setu á Alþingi til að fara fram með slíkum dónaskap! Þær hafa báðar skrifað sín lok sem alþingismenn!
Orkupakkamálið er komið á þann stað að ekki skiptir máli lengur hverjir geta fært fram sterkari rök fyrir skaðleysi eða skaðsemi þess máls. Andstaða þjóðarinnar gegn málinu magnast dag frá degi og gengur sú andstaða þvert á pólitíska sviðið. Þingmönnum hefur ekki tekist að sannfæra þjóðina og meðan svo er, er þeim ekki stætt að samþykkja þennan pakka. Slíkir einræðistilburðir eru bein ávísun á eitthvað sem ekki hefur áður sést hér á landi.
Jafnvel þó sú rökleysa sem pakkasinnar halda fram, að tilskipunin muni ekki hafa áhrif fyrr en sæstrengur verði lagður, haldi, eru þau rök gagnslítil. Einfaldlega af þeirri ástæðu að strengur mun koma, einhvern tímann í framtíðinni. Framtíðin nær lengra en til morguns. Þá er leik lokið!!
Á árunum fyrir hrun tóku nokkrir einstaklingar sig til og rændu þjóðina. Það gerðu þeir á þann hátt sem auðveldastur er, með því að kaupa bankakerfið, sem einungis var hægt að gera vegna veru okkar í EES. Þeir landsmenn sem lifðu þann gjörning af eru margir hverjir enn í sárum og sjá ekki fyrir endann á þeim þjáningum. Þó efnahagskerfi okkar sé komið á réttan veg, er það ekki Alþingi að þakka, þvert á móti tókst að rétta úr kútnum vegna samstöðu þjóðarinnar gegn Alþingi. Þarna var um að ræða fjárhagslegt tjón fyrir þjóðina, þó vissulega einstaklingar hefðu misst þar æru sína og sumir lífið. Fjárhagslegt tjón má bæta.
Nú á að ræna þjóðina aftur, ekki af siðlausum einstaklingum, heldur sjálfu Alþingi. Nú skal ein þýðingarmesta auðlind hennar sett að veði. Þetta skal gert af sömu rót og stóra bankaránið, vegna veru okkar í EES. Þar er verið að fremja rán sem mun skaða þjóðina um alla framtíð. Engin leið verður að vinna þjóðina upp úr þeirri skelfingu og ljóst að við, börn okkar og barnabörn munum líða fyrir!
Slíkt rán, um hábjartan dag, verður ekki liðið!!
![]() |
Þetta er bara mjög móðgandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hoggið í sama knérunn
14.8.2019 | 23:48
Þeir tveir ráðherrar sem bera mesta ábyrgð á innleiðingu þriðja orkupakka ESB eru Guðlaugur Þórðarson, utanríkisráðherra og Þórdís K Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- nýsköpunar- og dómsmálaráðherra. Hefur þeim báðum mistekist fullkomlega að útskýra fyrir þjóðinni hvers vegna svo mikilvægt sé að innleiða þessa tilskipun hér á landi.
Nú, þegar styttist í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi er ljóst að enn er stór meirihluti landsmanna á móti þessari tilskipun og skiptir þar engu hvaða flokka fólk hefur kosið. Óánægjan er þverpólitísk, þó kannski kjósendur Sjálfstæðisflokks hafi verið fremstir í flokki þeirra sem tjá sig opinberlega gegn málinu.
Því hefði mátt ætla að þessir tveir ráðherrar legðu sig fram um að fræða kjósendur sína um málið, a.m.k. reyna að koma fram með rök sem væru trúanleg. Síðustu daga hafa þau bæði tjáð sig opinberlega um málið, Guðlaugur í útvarpsviðtali og Þórdís með bréfi til kjósenda á facebook síðu sinn. Bæði voru við sama heygarðshornið, héldu uppteknum hætti og komu fram með rök sem ekki halda vatni. Guðlaugur lagði út frá því að andstæðingar op3 væru í samstarfi við norðmenn um að koma EES samningnum fyrir kattarnef og Þórdís talaði um neytendavernd sem einungis fælist í frelsi.
Varðandi fullyrðingu Guðlaugs, þá er hún vart svara verð, svo fádæma vitlaus sem hún er. En samt, skoðum þetta örlítið. Hingað til lands koma ráðherrar frá Noregi síðasta vetur og í viðtali við þá segjast þeir hafa gert íslenskum ráðherrum grein fyrir mikilvægi þess að Ísland samþykki op3. Hvað þar var sagt eða hverju hótað fáum við kjósendur ekki að vita, en ótrúlegt var að sjá hvernig þeir stjórnarþingmenn sem mælt höfðu gegn op3, fram til þess tíma, snerust.
Nú er það svo að í EES samningnum er skýrt tekið fram hvernig farið skuli með mál sem aðildarríkin hafna að taka upp. Þá skal viðkomandi tilskipun fara aftur fyrir sameiginlegu EES nefndina og leitað leiða til að fá niðurstöðu þar. Því er ljóst að ekki gátu norsku ráðherrarnir hótað neinu varðandi þá efnismeðferð, hins vegar gátu þeir hótað því að Noregur myndi ganga úr EES og gerast aðildarríki að ESB. Hugsanlega myndi það gera EES samninginn nánast ómerkan, en þó, hann yrði jú í fullu gildi áfram gagnvart þeim löndum sem eftir sitja. Sé það svo að norskir ráðherrar hafi hótað þessu, eða einhverju öðru sem skaðað gæti Ísland, eiga íslenskir ráðherrar að vera menn til að segja þjóðinni það. Og meira en það, þeir eiga að hafa kjark til að gera erlendum ráðherrum, sama frá hvaða landi þeir koma, grein fyrir að ekki sé hlustað á slíkar hótanir!
Fullyrðingu utanríkisráðherra um að andstæðingar op3 vinni ljóst og leynt að því að EES samningnum skuli sagt upp og njóti leiðsagnar norskra aðila við slíkt, þá er ráðherrann þar í einhverjum draumaheimi. Vissulega eru til andstæðingar við EES samninginn meðal þeirra sem eru á móti op3, þverhausar eins og ég og fleiri, sem frá upphafi verið andstæðingar þess samnings. Einkum vegna þess hvernig staðið var að samþykkt hans hér á landi, þegar Alþingi samþykkt samninginn með minnsta mögulega meirihluta og kjósendum haldið frá þeirri ákvarðanatöku. Stærsti fjöldi andstæðinga op3 eru þó ekki á sama máli, vilja halda EES samningnum. Sjá hins vegar það sem öllum ætti að vera ljóst, að verði op3 samþykkt af Alþingi mun andstaðan við EES aukast verulega og að unnið verði þá að fullum krafti við að honum verði sagt upp. Þetta kemur ekkert Noregi við, heldur er þar fyrst og fremst um að ræða að eina leið okkar til að ná aftur yfirráðum yfir orku okkar, uppsögn EES.
Þórdís K Gylfadóttir sendi frá sér bréf á facebook. Þar talar hún einkum um hversu góðir op1 og 2 voru þjóðinni og að op3 sé beint framhald af þeim gæðum. Einkum vegna þess að allir þessir orkupakkar miða að sem mestri einkavæðingu raforkukerfisins og að einkavæðing sé svo ofboðslega góð fyrir neytendur. Aumingja manneskjan!
Þarna ruglar hún eitthvað saman neytendum og seljendum, en vissulega er einkavæðing raforkukerfisins þeim sem komast yfir það, hagstæð. Neytendur munu hins vegar tapa, eins og þegar hefur sýnt sig. Sem dæmi nefnir hún að vegna op 1 og 2 geti neytendur nú valið sér seljendur, þurfi bara að opna tölvuna og eftir nokkur klikk sé hægt að fá orku á spott prís! Hún lætur vera að nefna að mesti sparnaður sem hægt er að ná fram með þeim hætti, fyrir eitt heimili, liggur einhversstaðar innan við fimm hundruð kallinn( þennan rauðleita) á mánuði!! Upphæð sem fæstum munar um.
Auðvitað getur enginn fullyrt hvort orkan hafi hækkað eða lækkað vegna op1 og 2. Við höfum einfaldlega ekki samanburðinn. Hitt liggur ljóst fyrir að vegna þeirra orkupakka hefur margt skeð. Fyrir það fyrsta þá var orkustefna fyrir Ísland lögð niður, orkustefna sem sett var af Alþingi við stofnun Landsvirkjunar og upphaf stórsóknar í orkuvinnslu í landinu. Í þeirri stefnu var neytendavernd mjög skýr, þegar búið væri að greiða upp kostnað við byggingu virkjanna, skildi ágóða þeirra skilað til eigenda, þ.e. landsmanna, í formi lægra orkuverðs. Þetta eitt og sér segir að orkuverð hér væri lægra ef op1 og 2 hefðu ekki verið samþykktir. Þá er ljóst að samkvæmt þeim pökkum bar að skilja milli orkuframleiðslu, flutnings, heildsölu og smásölu. Það sem eitt fyrirtæki sá um áður er nú fjöldi fyrirtækja að gera. Hverju fyrirtæki fylgir stjórn, forstjóri og framkvæmdastjórn, með tilheyrandi aukakostnaði. Þann kostnað borga neytendur. Því má ætla að orkuverð nú sé mun hærra hér á landi, vegna op1 og 2.
Ekki má svo gleyma þeirri staðreynd að með fyrri orkupökkum var skilgreiningu á orku breytt í vöru, svo frámuna vitlaust sem það er. Skilgreining vöru er einhver hlutur eða eitthvað sem hönd er á festandi, eitthvað sem hægt er að skila ef menn telja hana gallaða. Ef skilgreina á orku sem vöru er fátt eftir sem ekki er hægt að skilgreina á þann hátt.
Þórdísi er gjarnt að ræða op1 og 2 þegar hún talar fyrir op3. Slíkur samanburður er þó fjarstæður. Op1 og 2 sneru að orkumálum hér innanlands meðan op3 snýr fyrst og fremst að flutningi orku og stjórnun hans milli landa. Því er ráðherra hér að blanda saman málum sem eru í raun alls óskyld, þó tengingin sé vissulega ljós núna. Víst er að aldrei hefði náðst samkomulag um EES samninginn á Alþingi ef menn hefðu grunað að orkumál ættu eftir að verða hluti þess samnings og víst er að aldrei hefði náðst samþykki á Alþingi um op1 og 2, ef einhverjum hefði grunað hvert stefndi, hefði haft hinn minnsta grun um að með því væri verið að leggja grunn að yfirráðum ESB yfir íslenskri orku. Megin málið er þó að ekki var um neitt valdaafsal að ræða með op1 og 2, ólíkt því sem op3 felur í sér og þó einkum op4, sem hlýtur að vera rökrétt framhald af op3.
Meðan þessir tveir ráðherrar, sem mesta ábyrgð bera á op3, höggva í sama knérunn, meðan þeir færa þjóðinni ekki einhver ný rök fyrir því að nauðsyn sé að samþykkja þessa tilskipun, mun ekki nást sátt. Það fólk sem samþykkir op3 á Alþingi mun þurfa að svara fyrir þá gerð!!
Þau svik við þjóðina, þannig einræðistilburði, munu þjóðin ekki láta átölulaus!!
![]() |
Bendir til örvæntingar ráðherrans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gæði verða aldrei mæld með magni
13.8.2019 | 21:06
Gæði verða aldrei mæld með magni og sama má segja um sveitarfélög, einhver tiltekinn fjöldi íbúa er ekki ávísun á betra eða sterkara sveitarfélag. Þar ráða svo fjölmargir aðrir þættir og fásinna að ætla að einn sé þar mikilvægari en annar. Svo er auðvitað stóra spurningin; af hverju 1000 íbúar? Af hverju ekki 500 eða 1500?
Við búum á Íslandi. Vegalengdir eru oft á tíðum langar og stundum er það erfitt landslag sem skilur milli byggðalaga. Erfiðir, jafnvel ófærir fjallvegir sem einangra eitt byggðalag frá öðrum. Fráleitt er að ætla að sameining sveitarfélaga yfir stór svæði, að ekki sé talað um svæði þar sem samgöngur liggja niðri um lengri eða skemmri tíma, sé til bóta. Hvorki fyrir íbúa þeirra svæða né samfélagið í heild sér.
Þá er auðvitað galið að ætla að gera slíkar sameiningar með valdboði. Það eru auðvitað íbúar hvers sveitarfélags sem best vita og mestu eiga að ráða um hvernig þeir vilja skipa þeim málum. Að ætla einhverjum blýantsnögurum í Reykjavík að ákveða slíkt er fásinna. Slíkar kommúnískar aðfarir hafa sannað sig ófærar og engu skila.
Skýrasta dæmið er kannski minnsta sveitarfélag landsins, Árneshreppur. Næsta sveitarfélag er Kaldrananeshreppur, sem reyndar er það fámennur að honum mun væntanlega verða ráðstafað og þá komum við að Strandabyggð. Það sveitarfélag nær frá suðurmörkum Bitrufjarðar og norður í Ísafjarðardjúp. Verði þessir tveir hreppar, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur sameinaðir við Strandabyggð næst fram sveitarfélag sem telur um 665 íbúa, ekki nóg til að fylla kvótann.
Yfir sumartímann er svo sem ekkert stórmál fyrir íbúa Árneshrepps að sækja sér þjónustu á Hólmavík, einungis um 70 km að stærstum hluta á illa viðhöldnum malarvegi. Annað er um að ræða á veturna. Þá er ekkert vegasamband á frá þeim hrepp, einungis um flug frá Reykjavík að ræða. Því ætti Árneshreppur kannski frekar heima undir Reykjavík en Strandabyggð.
Hvað sem öllu líður er ljóst að með sameiningu Árneshrepps við annað sveitarfélag, hvort sem það er við það sem landfræðilega liggur næst eða hitt sem samgöngulega liggur næst, er ljóst að hreppsbúar munu verða fyrtir allri þjónustu. Ekkert annað sveitarfélag er tilbúið til að þjóna einhverju byggðalagi fjarri kjarna byggðarinnar. Hér tek ég einungis sem dæmi Árneshrepp, en fjölmörg önnur mætti telja. Þá má einnig finna fjölda jaðarbyggða sem þegar hafa gengist við sameiningu annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta hefur skerst og líf íbúa gert erfiðara fyrir.
Ráðherra hefur gefið út að ætlunin sé að auka fjármagn til sveitarfélaga, sem kjósa sameiningu. Reyndar ekki komið fram hjá honum hvaðan það fé skal koma, en látum það liggja á milli hluta. Fjöldi smærri sveitarfélaga þarf ekki stórar upphæðir til að sinna sinni skyldu og hví þá ekki að efla fjárframlög til þeirra, hví er svo nauðsynlegt að sameina fyrst?
Öll sveitarfélög, stór sem smá, eru í samstarfi við nágranna sína á hinum ýmsu sviðum. Þar eru skólamál og málefni aldraðra gjarnan efst á blaði, enda þyngsti baggi flestra sveitarfélaga. Hvers vegna þau mál eru svo þung sveitarfélögum er svo önnur saga, sem gjarnan mætti ræða. Kannski er vanáætlun fjármagns frá ríki til þeirra mála þar stærsti orsakavaldurinn, ekki stærð sveitarfélaga.
Verði þessi ætlun ráðherra að staðreynd er ljóst að sveitir munu eyðast, að landið okkar verður fátækara.
Í lýðræðisþjóðfélagi, sem við viljum jú kenna okkur við, eru það íbúar sem eiga að ákveða hvort þeir vilji að sitt sveitarfélag sameinist öðru. Annað form eru einræðistilburðir sem allir hugsandi menn ættu að skammast sín fyrir.
![]() |
Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einbeitttur brotavilji stjórnvalda
12.8.2019 | 21:12
Mikil einurð ríkir meðal þingmanna Sjálfsatæðisflokks um að samþykkja orkupakka 3 (op3), frá esb. Reyndar á það við um flesta þingmenn hinna tveggja stjórnarflokkanna einnig. Svo mikil einurð ríkir um þetta mál að undrun sætir og við kjósendur eigum erfitt með að átta okkur á hvers vegna svo er. Umræðan hefur ýmist snúist um hvort op3 sé okkur til mikils skaða eða bara lítils. Enn hefur ekki tekist að finna neitt í honum sem er okkur hagfellt, þó stjórnarþingmenn hafi í raun lofað kjósendum að sumarið yrði nýtt til þess að upplýsa kjósendur um það. Því voru miklar væntingar til ræðu formanns flokksins, á fundi sem haldinn var í Valhöll, nú hlyti að koma í ljós hvers vegna svo nauðsynlegt er að samþykkja þennan pakka.
Vonbrigðin urðu því mikil, þegar í ljós kom að formaðurinn, sem hélt nokkuð langa ræðu, gat ekki fært fram neitt nýtt í málinu, reyndar talaði hann svo sem ekki mikið um það, þó þetta sé án vafa eitthvað mikilvægasta mál sem lagt hefur verið fyrir Alþingi og brennur hvað mest á landsmönnum. Nei, formaðurinn valdi að fara í skítkast og að sjálfsögðu kastaði hann fyrst og fremst til þeirra sem með dugnaði komu í veg fyrir að málið væri afgreitt með skömm frá Alþingi, síðasta vor. Taldi þar með ólíkindum að þingmenn Miðflokksins, einkum formaður og varaformaður, skuli hafa snúist hugur frá árinu 2015. Formaður Sjálfstæðisflokks ætti kannski að líta sér nær, var sjálfur ráðherra á þeim tíma. Síðan þá hefur formaðurinn ekki bara einu sinni snúist hugur, heldur tvisvar, fyrst fyrir nokkrum mánuðum síðan, þegar hann sá enga ástæðu til að samþykkja op3 og svo aftur nú, þegar hann er tilbúinn að fórna flokk sínum fyrir þann pakka. Eitt er að skipta um skoðun, þegar staðreyndir kenna manni að slíkt sé nauðsyn, annað að vera eins og skopparakringla og vita ekkert í sinn haus!
Það er vissulega rétt, að Miðflokkurinn, einn flokka, stóð gegn afgreiðslu op3 á Alþingi í vor og ber að þakka þeim það. Það segir þó ekki að einungis Miðflokksfólk sé á móti op3, enda væri fylgi þess flokks þá dægilegt. Andstaðan er ekki síst innan kjósenda Sjálfstæðisflokks, kjósendur Framsóknar eru flestir á móti pakkanum og ef kjósendur VG eru trúir sinni sannfæringu hljóta þeir að vera það einnig.
Svo sterk er andstaðan innan Sjálfstæðisflokks að þeir hafa virkjað 6. grein skipulagsreglna flokks síns, en hún heimilar landsfundi, flokksráði, miðstjórn, kjördæmaráðum eða flokksráðum að efna til atkvæðasöfnunar um ósk til stjórnar flokksins að láta fara fram bindandi kosningu um ákveðin málefni. Stjórninni ber að verða við þeirri ósk. Auðvitað er það svo að hver þingmaður kýs samkvæmt eigin sannfæringu um mál á Alþingi, þ.e. formlega séð. Bindandi kosning um ákveðið mál snýr því í raun um hvernig þingflokkurinn fjallar um málefni og vinnur því fylgi. Hvað hver þingmaður gerir síðan verður hann að eiga við sjálfan sig og sína kjósendur.
Það var því eins og blaut tuska þegar formaðurinn lét í veðri vaka að slík kosning væri einungis ráðgefandi, að ekki væri þörf á að hlýta henni. Ja mikill asskoti!! Fylgi flokksins í sögulegu lágmarki og formaðurinn ætlar bara að hundsa kjósendur hans!! Margt hefur maður séð í pólitík, en sjaldan svo hressilega andúð á eigin kjósendum!
Á sama tíma og í sömu ræðu kvartar hann yfir því hversu margir flokkar eru komnir á þing, að erfitt eða útilokað sé lengur að mynda ríkisstjórn tveggja flokka. Staðreyndin er að aldrei hefur verið hægt að mynda meirihlutastjórn tveggja flokka á Íslandi, nema því einu að Sjálfstæðisflokkur hafi komið þar að, utan auðvita ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, svo böguleg sem hún nú var. Formaður þessa eina flokks sem raunverulega hefur getað náð meirihluta á Alþingi með tveggja flokka stjórn, jafnvel eins flokka stjórn, ætti því að hlusta á sína kjósendur, ekki hundsa þá. Sér í lagi þegar fylgið er komið svo neðarlega að flestir aðrir flokkar gætu hæglega orðið stærri.
Hvað það er sem gerir svo nauðsynlegt að samþykkja op3 er með öllu óskiljanlegt. Eitthvað liggur að baki. Hvað sem það er þá verða stjórnvöld að upplýsa þjóðina, að öðrum kosti stefnum við í eitthvað sem ekki hefur áður sést á Íslandi. Þjóðin mun ekki samþykkja afsal yfir auðlindinni nema því aðeins að haldbær rök liggi fyrir. Þau rök sem hingað til hafa verið notuð eru hvorki haldbær né trúanleg. Orkupakki 3 snýst fyrst og fremst um flutning orku milli landa og stofnun yfirþjóðlegrar stofnunar til að stjórna þeirri gerð. Hvað okkur snert er bætt einu valdalausu embætti á milli, þannig að þessi yfirþjóðlega stofnun verður að fara þar í gegn með sinn vilja. Það breytir engu um getu þeirrar stofnunar, enda einungis um að ræða boðbera.
Svokallaðir fyrirvarar finnast ekki, enda einungis þar um að ræða gula minnismiða sem límdir eru aftaná pakkann. Ekki er ætlunin að þeir fyrirvarar verði að lögum hér, ekki einu sinni þingsályktun, einungis einskisverðir minnismiðar. Ríkisstjórnin veit þetta, veit að hún getur ekki sett fyrirvara í lög, veit að ekki er hægt að setja þá í þingsályktun, veit að dómstóll EFTA mun ekki hlusta á slíkt bull og því eru þeir límdir utaná pakkann. Ríkisstjórnin veit einnig að þegar pakkinn verður samþykktur munu fyrirvararnir strax tínast. Ríkisstjórnin veit að samþykkt orkupakka 3 er samþykkt orkupakka 3, með öllum göllum sem honum fylgja. Hún veit einnig að út í Bretlandi bíður fjárfestir þess að op3 verði samþykktur hér á landi, fjárfestir sem tilbúinn er að hefja byggingu verksmiðju til að framleiða strenginn milli Íslands og meginlandsins og tilbúinn að hefja lagningu hans strax í framhaldinu. Þessi fjárfestir er búinn að fjármagna þá ætlun sína að fullu. Ríkisstjórnin veit að hún mun ekki geta rönd við reyst, þegar ósk frá honum berst.
Allt þetta veit ríkisstjórnin, eða ætti a.m.k. að vita. Það er því ekki hægt annað en að segja að um einbeittan brotavilja sé að ræða, samþykki Alþingi op3.
![]() |
Orkupakkinn takmarkað framsal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mannamatur?
2.8.2019 | 07:57
Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu fer mikinn þessa daganna. Krefst hann rannsóknar á sláturleyfishöfum og gefur jafnvel í skyn að eitthvað samráð sé milli þeirra, nefnir jafnvel lögbrot, þar sem verslun milli þeirra með lambahryggi hefur átt sér stað. Slík verslun er jú nauðsynleg til að sinna þörfum verslana.
Hitt er rétt að skoða, hvort sláturleyfishafar hafi farið offari í sölu á hryggjum úr landi, eða hvort einungis hafi verið seldir smáhryggir, sem verslanir hér hafnar.
Enn frekar ætti þó að rannsaka verslanir. Heyrst hefur að þær hafi tekið til sín mun meira magn af hryggjum síðustu mánuði og spurning hvort markvisst hafi verið unnið af því, af hálfu verslana, að búa til skort á hryggjum. Þetta er auðvelt, einungis þarf að skoða bókhald þeirra og bera saman pantað magn við selt. Ljóst er að verslanir hafa nægt frystipláss, úr því þær geta pantað til landsins 55 tonn af hryggjum frá Ástralíu/Nýja Sjálandi. Einnig þarf að skoða, út frá lögfræðilegu sjónarmiði, hvort verslunum sé yfirleitt heimilt að panta kjöt til landsins, áður en heimild frá ráðherra liggur fyrir.
Verið er að flytja inn kjöt þvert yfir heiminn, kjöt sem komið er á þriðja ár, eða frá sláturtíð 2017. Sláturtíð andfætlinga okkar er jú á þeim tíma er lömbin fæðast hjá okkur, svo þetta kjöt er væntanlega að verða tveggja og hálfs árs gamalt. Þetta skýtur nokkuð skökku við þar sem illa hefur gengið að fá verslunina til að kaupa kjöt af íslenskum sláturhúsum, sem orðið er eins árs. Væntanlega hafa verslanir fengið þetta kjöt með góðum afslætti, þar sem fyrir hefur legið að farga því.
Þetta kjöt á samt að setja í verslanir hér á landi og það ekkert smá magn, 55 tonn. Þarna er nokkuð vel skotið yfir markið. Í fyrri tilmælum ráðgjafanefndar um inn og útflutning á landbúnaðarvörum var talað um að skortur gæti orðið á hryggjum fram að sláturtíð og nefnt þar mánaðarmótin ágúst september. Sláturtíð hefur hafist hér á landi um miðjan ágúst um nokkurra ára skeið, þannig að ekki virðast nefndarmenn vita mikið um það málefni sem þeir eiga að gefa ráðgjöf um og kannski rétt að skoða hana líka. En hvað um það, nefndin talaði um skort í allt að einn mánuð og á það hengja SVÞ sig. Í venjulegu árferði er neysla á lambahryggjum hér á landi innan við 10 tonn á mánuði, eða innan við einn fimmti af því magni sem pantað var erlendis frá. Þetta er náttúrulega galið, sér í lagi þegar verið er að tala um svo gamalt kjöt að það hentar best til moltugerðar!
Hverju megum við neytendur svo búast? Fram til þessa hefur maður getað tekið lambakjötið í verslum beint í körfuna, höfum ekki þurft að taka upp pakkninguna, setja á okkur gleraugun og finna í smáletrinu upprunalandið, eins og þarf að gera við kaup á svínakjöti, kjúklingum og nautakjöti. Maður hefur gengið að því vísu að lambakjötið er Íslenskt. Nú mun það breytast, eða hvað? Verður kannski ekkert upprunaland sett á pakkningarnar? Ekki mun verð segja til um hvort það er íslenskt eða erlent, jafnvel þó það sé tollað. Þar ræður fyrst og fremst að grunnverð á eldgömlu kjöti hlýtur að vera mjög lágt, ef þá eitthvað.
Því er það áskorun á sláturleyfishafa og íslenska kjötvinnslu að merkja rækilega allt íslenskt lambakjöt. Þannig mun verða hægt að forða fólki frá að éta eldgamalt kjöt sem að öllu jöfnu væri ekki talið mannamatur.
![]() |
Kjötið fer í búðir á fullum tolli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
EES og orkupakki 3
31.7.2019 | 15:41
Björn Bjarnason hafnar því í grein sinni að þeir sem aðhyllast op3 þurfi að leggja fram einhverja sönnun fyrir því að hingað verði ekki lagður strengur. Nú er það svo að op3 fjallar fyrst og fremst um orkuflutning milli þeirra landa sem hann samþykkja. Reglugerð 714/2009, frá ESB og er hluti op3 segir;
Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri. Markmið reglugerðarinnar er að setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri og auka með því samkeppni á innri markaðnum. Þá leysir hún af hólmi eldri reglugerð um sama efni.
Skýrara etur þetta varla orðið og því hljóta þeir sem aðhyllast þennan orkupakka að þurfa að færa fyrir því sönnur að ekki verði lagður hér strengur, verði pakkinn samþykktur af Alþingi. Fyrir liggur að lög samkvæmt tilskipunum ESB eru rétthærri en lög viðkomandi þjóðar, þannig að einhliða fyrirvarar Alþingis eru ansi léttvægar ef til dómsmála kemur.
Fyrir stuttu hélt formaður Flokks fólksins því fram að umræðuhópurinn Orkan okkar, á FB, væri gerður fyrir Miðflokkinn, væntanlega þá að meina að andstaðan við op3 sé bundinn við þann flokk. Orkan okkar er umræðuhópur þeirra sem eru á móti op3, algerlega óháð flokkadrætti. Stór hluti þeirra sem þar skrifa eru, eða voru, félagar í Sjálfstæðisflokk. Þá er vitað að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar í öllum flokkum, utan Viðreisnar, eru á móti orkupakkanum. Að Miðflokkurinn skuli vera að njóta einhverra ávaxta af op3, stafar eingöngu af því að sá flokkur hefur einn mótmælt pakkanum á Alþingi, að þingmenn þess flokks kunna að lesa í vilja kjósenda. Betur færi ef fleiri þingmen væru gæddir þeirri náðargáfu og hefðu kjark til að standa í lappirnar!!
Nú er það svo að ekki eru allir sáttir við EES og sá sem þetta ritar hefur verið á móti þeim samningi frá upphafi. Í fyrstu vegna þess hvernig málið var afgreitt, þegar Alþingi samþykkti þann samning með minnsta mögulega meirihluta, án þess að þjóðin fengi þar nokkra aðkomu. Síðar meir af þeirri ástæðu að þrátt fyrir að finna megi góða kosti við þann samning eru ókostirnir hróplegir. Það eru þó ekki allir sem eru í andstöðu við op3 sem vilja EES samninginn burtu. Gæti til dæmis ætlað að Jón Baldvin Hannibalsson vilji ekki fórna EES, þó hann sé yfirlýstur andstæðingur orkupakkans. Hitt er ljóst að með tilkomu þessa pakka hafa margir sem ekki voru í andstöðu við EES áður, nú farið að líta þann samning öðrum augum. Og alveg er á tæru að verði op3 samþykktur af Alþingi mun andstaðan við EES aukast verulega, enda ljóst að eina von okkar til að ná yfirráðum yfir orkuauðlindinn aftur, úrganga úr EES. Því ættu menn eins og Björn Bjarnason að vinna hörðum höndum að því að op3 verði sendur til heimahúsanna og þar fengin endanleg undanþága frá honum. Einungis þannig er hægt að bjarga EES.
Ekki ætla ég að telja allt það upp sem óhagkvæmt er okkur, verði op3 samþykktur. Fjöldi manna, bæði lærðir sem leikir hafa séð um það. Unnendum pakkans hefur hins vegar ekki tekist að benda á neitt okkur hagfellt, þeirra málflutningur hefur fyrst og fremst snúist um útúrsnúninga og máttlausar tilraunir til að gera lítið úr staðreyndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögbrot eiga ekki að líðast
31.7.2019 | 07:22
Framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu segir okkur fréttir af því að tugir tonna af erlendum lambahryggjum séu á leið til landsins. Þetta skýtur nokkuð skökku við þar sem ráðherra hefur ekki heimilað slíkan innflutning. Reyndar þvert á móti, þá hefur ráðherrann vísað tilmælum ráðgjafanefndar um inn og útflutning landbúnaðarvara til heimahúsanna og óskað eftir að nefndin endurskoði tillögu sína. Enda nægt kjöt til í landinu.
Kannski telja SVÞ sig utan laga og reglna í landinu, að það nægi að fífla einhverja embættismenn til fylgilags við sig.
Allt er þetta mál hið undarlegasta og engu líkara en að félagsmenn SVÞ hafi verið búnir að versla kjötið erlendis áður en nefndin gaf út úrskurð sinn. Hafi dottið niður á einhverja útsölu. Þá er magnið sem Andrés nefnir ótrúlegt, jafnvel þó svo einhver skortur hefði verið þessar tvær vikur sem eru til fyrstu slátrunar hér heima. Tugir tonna af hryggjum er nokkuð vel í lagt og ljóst að verslunin ætlar þarna að búa sér í haginn.
Það er vonandi að ráðherrann svari þessu á viðeigandi hátt og láti endursenda kjötið úr landi jafn skjótt og það birtist. Lögbrot eiga ekki að líðast!
Ef Andrés er í einhverjum vandræðum með að fá hrygg á grillið hjá sér þá á ég a.m.k. tvo í kistunni hjá mér og gæti alveg selt honum þá, ef hann er tilbúinn að borga viðunnandi verð.
![]() |
Hryggir á leiðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endurheimt votlendis
29.7.2019 | 09:45
Það er margt athugunarvert við endurheimt votlendis og þann ávinning sem af því hlýst. Að mestu er stuðst við útreikninga IPCC í því sambandi, útreikninga sem gerðir eru við allt aðrar aðstæður en hér á landi. Út frá þeim upplýsingum og reyndar einnig íslenskum um lengd skurða og mati á áhrifum þeirra, er farið af stað og ætlunin að leggja í það verkefni ómælda fjármuni. Engar beinharðar staðreyndir liggja að baki, einungis mat og væntingar. Ekki svo sem í fyrsta skipti sem við Íslendingar förum þá leiðina að einhverju markmiði.
Matið á losun kolefnis úr þurrkuðu landi hér eru svo stjarnfræðilega hátt að engu tali tekur. Talað er um að það losni gróðurhúsaloftegundir upp á 11,7 milljónir tonna vegna þurrkaðs lands hér á landi. Þarna er svo mikið magn sem um ræðir að beinlínis ætti að vera lífshættulegt að hætta sér út á land sem hefur verið framræst! Þegar skoðaðar eru forsendur fyrir þessari tölu er ljóst að eitthvað stórkostlegt hefur skeð í útreikningum, fyrir utan að notast við staðla sem engan vegin er hægt að heimfæra á Ísland.
Þegar skoðaðar eru forsendur sem liggja að baki þessari tölu sést fljótt að um mjög mikið ofmat er að ræða, jafnvel hægt að tala um hreinan skáldskap. Þessar upplýsingar er hægt að nálgast í skýrslu á heimasíðu stjórnarráðsins.
Fyrir það fyrsta er það landsvæði sem sagt er vera innan þessa áhrifasvæðis 420.000 ha., þ.e. um 4% landsins. Þetta skýtur nokkuð skökku við þar sem sambærilegt land er talið vera 3% alls heimsins. Hvernig getur það staðist að hér, á þessari veðurbörðu eldfjallaeyju með sinn þunna jarðveg, skuli vera að meðaltali meira af þykkri jarðvegsþekju en að meðaltali yfir jörðina.
Næst ber að telja áhrifasvæði skurða. Samkvæmt skýrslu stjórnarráðsins er talið að áhrifasvæði skurðar sé um 200 metrar, eða 100 metrar á hvorn kannt. Vera má að hægt sé að tala um slíkt þegar einn skurður er grafinn eftir blautri mýri, þó varla. Slíkir skurðir eru fáséðir, hins vegar eru flestir skurðir hér á landi grafnir til að þurrka upp land til túngerðar. Þar er bil milli skurða mun minna, eða frá 35 - 45 metrar. í blautum mýrum jafnvel minna. Meiri lengd á milli skuða í blautu landi veldur því að illfært getur orðið um miðbik túnsins og spretta þar minni en ella. Ef við erum nokkuð rausnarleg og segjum bil milli skurða vera 40 metra, er ljóst að áhrifasvæði skurðarins fellur úr 200 metrum niður í 40 metra. Það munar um minna.
Í skýrslunni er talað um að grafnir hafa verið 29.000 km af skurðum, að mestu á árunum 1951 - 1985. Fyrsta skurðgrafan kom til landsins 1941 og fram að þeim tíma var einungis um að ræða handgrafna skurði. Frá 1985 hefur framræsla verið lítið meiri en fyrir komu fyrstu gröfunnar og þá gjarnan einungis þegar brýn nauðsyn er til. Nú er það svo að skurðir fyllast ótrúlega fljótt upp, sé þeim ekki haldið við og hætta að virka sem framræsla. Ef ekki er hreinsað reglulega upp úr þeim má áætla að þeir séu orðnir næsta fullir af jarðvegi eftir 40 ár, sér í lagi í blautu landi. Þetta staðfesta nýjustu rannsóknir Landbúnaðarháskólans. Toppnum í framræslu var náð 1969, síðastliðin 40 ár hefur lítið verið framræst og nánast hverfandi framræsla verið frá árinu 1985, eins og áður segir. Því má áætla að flestir skurðir í votlendi, sem ekki er nýtt sem tún, séu nánast fullir af jarðvegi og hættir að virka sem framræsluskurðir. Endurheimt votlendis með því að moka ofaní slíka skurði er því nánast gangslítil eða gagnslaus. Oftar en ekki, þegar fjölmiðlaglaðir einstaklingar láta taka af sér myndir þar sem verið er að "endurheimta votlendi", eru þeir skurðir sem sjást nánast uppgrónir og landið um kring þá þegar orðið að mýri. Jafnvel lét forsetinn okkar plata sig í slíka myndatöku fyrir nokkrum misserum. Verra er þó þegar myndefni birtist af mönnum vera að fylla ofaní skurði í skráþurru vallendi og ætlast til að fá fyrir það greiðslu.
Samkvæmt þeirri skýrslu sem stjórnarráðið gaf út og notast við varðandi útreikning á losun gróðurhúsalofttegunda, eru þeir stuðlar sem stuðst er við rangir, kol rangir. Út frá þeim er áætlað að til endurheimtingu 100 hektara lands þurfi að fylla fjóra kílómetra af skurðum. Staðreyndin er að til að endurheimta 100 hektara af þurrkuðu votlendi þarf að fylla yfir 20 kílómetra af skurðum, miðað við að skurðirnir séu nýir. Við hvert ár sem líður hækkar kílómetratalan og er komin upp í það óendanlega eftir 40 ár.
Sömu forsendur og skýrslan er byggð á, er stuðst við þegar um heildarlosun Íslands er reiknað. Það er því mikilvægt að endurreikna þessa hluti til samræmis við raunveruleikann. Allt bókhald, líka bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda, þarf að byggjast á staðreyndum. Og það er til mikils að vinna, með því að færa það til raunveruleikans má lækka opinbera losun hér á landi verulega, svo fremi að ekki gjósi.
Nú er það svo að ég hef ekkert á móti því að skurðum sem ekki eru í notkun sé lokað. Þannig má fá meira kjörland fyrir fugla. Því fylgir reyndar einn galli, en það er lélegri gróður og því minni framleiðsla á súrefni.
Allt þarf þó að gera á réttum forsendum og að baki öllum ákvörðunum, sér í lagi þegar verið er að tala um að ausa fé úr sameiginlegum sjóðum okkar, þurfa að liggja staðreyndir.
![]() |
Einar ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ljótleiki stjórnmálanna
21.7.2019 | 22:20
Orkupakki 3 er farinn að bíta í hæla stjórnarflokkanna og ljóst að í þeim flokkum er fólk farið að ókyrrast, bæði þingmenn þeirra sem og hinir almennu kjósendur. Þingmennirnir, sumir hverjir, eru að átta sig á að kannski geti þeir ekki gengið að kjósendum sínum vísum í næstu kosningum og kjósendur þessara flokka eru farnir að horfa á önnur mið, sumir þegar yfirgefið sinn flokk. Nú er því leitað logandi ljósi að einhverju sem friðað gæti kjósendur.
Það fer ekkert á milli mála að með 0p3 flyst hluti stjórnunar orkumála úr landi. Þetta vita stjórnvöld og viðurkenndu þegar svokallaðir fyrirvarar voru settir. Og nú á að efla þessa fyrirvara enn frekar og viðurkenna þar endanlega hvert valdið fer, samkvæmt op3. Vandinn er bara sá að fyrirvarar við tilskipunum frá esb fást einungis í gegnum sameiginlegu ees/esb nefndina. Einhliða fyrirvarar einstakra þjóða er ekki gildir og hafa aldrei verið, enda gengur það einfaldlega ekki upp. Það myndi leiða til upplausnar esb/ees. Þetta vita stjórnvöld mæta vel, eða ættu a.m.k. að vita. Því mun Alþingi standa frammi fyrir því að samþykkja tilskipun esb um op3 með öllum kostum og göllum, líka þeim að ákvörðun um lagningu sæstrengs mun flytjast úr landi. Heimagerðir fyrirvarar munu þar engu breyta. Eina vörnin felst í að vísa tilskipuninni aftur til sameiginlegu nefndarinnar.
Það liggur í augum uppi og þarf enga snillinga til að sjá, að fari svo að Alþingi samþykki tilskipun esb um orkupakka3 og setji síðan einhverja fyrirvara, jafnvel þjóðaratkvæðagreiðslu, um einhverja tiltekna gildistöku eða framkvæmd, samkvæmt þeirri tilskipun, mun landið ekki einungis lenda í dómsmáli fyrir samningsbrot heldur gæti skapast skaðabótakrafa á ríkissjóð, þar sem upphæðir væru af þeirri stærðargráðu að útilokað væri fyrir okkur sem þjóð að standa skil á. Það er alvarlegt þegar stjórnarherrar leggja til slíka lausn, enn alvarlegra af þeim sökum að þeir eiga að vita afleiðingarnar.
Allt er þetta mál hið undarlegasta. Fyrst þurfti nauðsynlega að leggja streng til útlanda og samþykkja op3 vegna þess að svo mikil umframframleiðsla er í landinu og nauðsynlegt að koma henni í verð. Nú er það bráð nauðsyn vegna þess að það stefnir í skort á orku, innan stutts tíma. Þegar umræðan um op3 fór á skrið í þjóðfélaginu þurfti í raun ekkert að óttast. Stór hluti Sjálfstæðismanna og nánast allur þingflokkur Framsóknar voru á móti og þingmenn þessara flokka ekkert ósínkir á þá skoðun sína. Um VG var minna vitað, en samkvæmt þeirra stefnumálum áttu þeir góða samleið með hinum tveim stjórnarflokkunum. Til að festa þetta enn frekar í sessi samþykktu æðstu stofnanir Framsóknar og Sjálfstæðisflokks afgerandi ályktanir um málið.
Það var svo nánast á einni nóttu sem þetta breyttist. Þingmenn Sjálfstæðisflokks kepptust nú um að réttlæta fyrir þjóðinni þá skoðun sína að samþykkja bæri op3 og þingmenn Framsóknar fylgdu á eftir. Frá VG heyrist lítið nema frá formanninum.
Jafn skjótt og þessi sinnaskipti stjórnarþingmanna urðu ljós, hófst alvöru barátta gegn op3. Við sem tjáð okkur höfum um málið höfum þurft að þola svívirðingar og uppnefningar vegna þess og kölluð öllum illum nöfnum. Fyrir suma hefur þetta reynst erfitt, aðrir hafa sterkari skráp. Jafnvel þingmenn og ráðherrar hafa tekið þátt í slíkum uppnefningum. Verst hefur mér þótt þegar andstæðingar op3 eru afgreidd sem "rugluð gamalmenni sem ekkert er mark á takandi". Slíkar uppnefningar lýsa kannski frekar þeim sem sendir þær, hver hugsun þess fólks er til eldri borgara landsins. Önnur uppnefni hefur verið auðveldara að sætta sig við, jafnvel að vera kallaður "fasisti", "einangrunarsinni", "afturhaldssinni" eða "öfgasinni". Allt eru þetta orð sem þingmenn og ráðherrar hafa látið frá sér fara á undanförnum mánuðum og mörg fleiri í sama stíl. Ætti það fólk að skammast sín!!
Ljótleiki stjórnmálanna opinberast þarna í sinni verstu mynd.
Enn hafa stjórnvöld möguleika á að snúa af rangri leið. Það gæti reynst einhverjum stjórnarþingmanninum eða ráðherranum erfitt, en öðrum yrði það frelsun.
Ég skora því á þingmenn stjórnarflokkanna að hafna orkupakka 3 og vísa málinu aftur til sameiginlegu ees/esb nefndarinnar. Dugi það ekki, er eina leiðin að vísa málinu til þjóðarinnar.
![]() |
Útilokar ekki þjóðaratkvæði um sæstreng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að kunna að lesa vilja kjósenda
20.7.2019 | 23:00
Samkvæmt skoðanakönnun er kjarnafylgi Sjálfstæðisflokks farið að gefa sig. Þegar gengur á kjarnafylgið er stutt í endalokin.
Málflutningur þingmanna flokksins í orkupakkamálinu hafa verið með þeim hætti að jafnvel hörðustu stuðningsmenn hans, til margra ára og áratuga, hafa nú yfirgefið flokkinn. Það litla fylgi sem eftir stendur er vegna fólks sem enn telur sér trú um að hægt verði að snúa forustunni til réttra vegar. Ef það ekki tekst, ef þingmenn Sjálfstæðisflokks halda sig við sama keip og samþykkja orkupakka 3, eftir rúman mánuð, mun fylgið hrapa enn frekar, jafnvel svo að ekki verði lengur hægt að tala um stjórnmálaflokk.
Vissulega eru margir innan Sjálfstæðisflokks sem ekki eru sáttir við forustuna, svona almennt. Slíkt hefur oft gerst áður og flokkurinn jafnað sig aftur. Aldrei hefur þó fylgið farið niður í slíka lægð sem nú. Ástæðan er einföld, nú er óánægjan fyrst og fremst bundin við ákvarðanatöku í máli sem skiptir landsmenn miklu. Máli sem kemur inn á sjálfstæði þjóðarinnar og hag fólksins sem hér býr. Það er nefnilega tiltölulega auðvelt að skipta um forustu, en sjálfstæðið verður ekki endurheimt ef því er fórnað.
Þegar niðurstöður þessarar skoðanakönnunar lá fyrir fylltust netmiðlar af ýmsum "spekingum", sem sögðu að nú hefði Sigmundur Davíð veðjað á réttan hest, að með staðfestu gegn op3 gæti hann aflað sér og sínum flokk atkvæða. Betur væri að fleiri stjórnmálamenn kynnu að lesa þjóðina jafn vel og SDG. Fylgið fer nefnilega til þeirra sem vinna að vilja og hag þjóðarinnar. Sumir kalla það popppúlisma, en í raun er það bara eðlilegur hlutur. Þegar síðan stjórnmálamenn blindast svo gjörsamlega að þeir ekki einungis hafna vilja þjóðarinnar, heldur einnig vilja þeirra eigin kjósenda og samflokks manna, getur niðurstaðan einungis farið á einn veg.
Ekki ætla ég að fjalla um alla þá galla sem op3 fylgir, né að reyna að finna einhverja kosti við þann pakka, enda skiptir það í raun ekki máli lengur. Þjóðin er upplýst um málið og hefur gert upp hug sinn. Það er hins vegar merkilegt, svo ekki sé meira sagt, ef forusta þeirra þriggja stjórnmálaflokka sem með völd í landinu fara, ætla að láta þann pakka verða til þess að flokkar þeirra stór skaðist eða jafnvel þurrkast út.
Það verður skarð fyrir skildi ef Sjálfstæðisflokkur, þessi höfuð flokkur landsins, hverfur af svið stjórnmálanna, fyrir það eitt að forusta flokksins hefur ekki vit né getu til að lesa vilja kjósenda.
![]() |
Auðvitað erum við óánægð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Herjólfur
18.7.2019 | 21:12
Nú er kominn til landsins og reyndar nokkuð síðan, nýr Herjólfur. Ekki reyndist unnt að fá notað skip í stað eldri Herjólfs og því var ákveðið að byggt skyldi nýtt skip, sem hannað yrði sérstaklega til siglinga milli Landeyjarhafnar og Vestmanneyja. Vissulega var þetta mun dýrari lausn en talin nauðsynleg. Skipið kom til landsins fyrir rúmum mánuði síðan og átti að hefja siglingar skömmu síðar. En þá kom babb í bátinn. Þetta skip, sem sérstaklega var hannað fyrir þessar tvær hafnir, passaði bara alls ekki.
Nú er spurning hvað misfórst. Hafnirnar eru jú eins og þær voru þegar skipið var hannað, engin breyting orðið þar. Fyrst kom í ljós að ekjubrúin var allt of brött, síðan að landgangur passaði bara alls ekki og nú er komið í ljós að viðlegukantur er fjarri því að passa fyrir þetta skip. Er hægt að gera stærri hönnunarmistök?
Að vísu hefur það verið frekar regla en undantekning að sérfræðingum vegagerðarinnar mistekst í hönnum og má nefna fjölmörg dæmi þar um. En að skip sem sérstaklega er hannað fyrir tvær ákveðnar hafnir skuli ekki passa, er nokkuð kómískt.
Og nú segir fjölmiðlafulltrúi vegagerðarinnar að þetta sé bara allt í lagi, að ekkert liggi á að bæta úr. Gamli Herjólfur sinni þessu bara ágætlega! Til hvers í and... var þá verið að láta byggja nýjan?!!
Vestamanneyingar hafa verið nokkuð utan kerfis þegar að samgöngumálum kemur. Stjórnvöld hverju sinni hafa verið ótrúlega dugleg að humma fram af sér bætur fyrir þetta sveitarfélag, sem telur jú á fimmta þúsund íbúa. Allar lausnir miðast við að kostnaður sé sem minnstur og leiðir það gjarnan til að úrbætur verða í mýflugumynd. Þegar upp er staðið eru lausnir fáar og lélegar og kostnaður fer langt fram úr hófi.
Engan hefði þó grunað að sérhannað skip fyrir þessar tvær hafnir myndi ekki passa þegar það loks kom til landsins.
![]() |
Segir þolinmæði á þrotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)