EES og orkupakki 3

Björn Bjarnason hafnar því í grein sinni að þeir sem aðhyllast op3 þurfi að leggja fram einhverja sönnun fyrir því að hingað verði ekki lagður strengur. Nú er það svo að op3 fjallar fyrst og fremst um orkuflutning milli þeirra landa sem hann samþykkja. Reglugerð 714/2009, frá ESB og er hluti op3 segir;

Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri. Markmið reglugerðarinnar er að setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri og auka með því samkeppni á innri markaðnum. Þá leysir hún af hólmi eldri reglugerð um sama efni.

Skýrara etur þetta varla orðið og því hljóta þeir sem aðhyllast þennan orkupakka að þurfa að færa fyrir því sönnur að ekki verði lagður hér strengur, verði pakkinn samþykktur af Alþingi. Fyrir liggur að lög samkvæmt tilskipunum ESB eru rétthærri en lög viðkomandi þjóðar, þannig að einhliða fyrirvarar Alþingis eru ansi léttvægar ef til dómsmála kemur.

Fyrir stuttu hélt formaður Flokks fólksins því fram að umræðuhópurinn Orkan okkar, á FB, væri gerður fyrir Miðflokkinn, væntanlega þá að meina að andstaðan við op3 sé bundinn við þann flokk. Orkan okkar er umræðuhópur þeirra sem eru á móti op3, algerlega óháð flokkadrætti. Stór hluti þeirra sem þar skrifa eru, eða voru, félagar í Sjálfstæðisflokk. Þá er vitað að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar í öllum flokkum, utan Viðreisnar, eru á móti orkupakkanum. Að Miðflokkurinn skuli vera að njóta einhverra ávaxta af op3, stafar eingöngu af því að sá flokkur hefur einn mótmælt pakkanum á Alþingi, að þingmenn þess flokks kunna að lesa í vilja kjósenda. Betur færi ef fleiri þingmen væru gæddir þeirri náðargáfu og hefðu kjark til að standa í lappirnar!!

Nú er það svo að ekki eru allir sáttir við EES og sá sem þetta ritar hefur verið á móti þeim samningi frá upphafi. Í fyrstu vegna þess hvernig málið var afgreitt, þegar Alþingi samþykkti þann samning með minnsta mögulega meirihluta, án þess að þjóðin fengi þar nokkra aðkomu. Síðar meir af þeirri ástæðu að þrátt fyrir að finna megi góða kosti við þann samning eru ókostirnir hróplegir. Það eru þó ekki allir sem eru í andstöðu við op3 sem vilja EES samninginn burtu. Gæti til dæmis ætlað að Jón Baldvin Hannibalsson vilji ekki fórna EES, þó hann sé yfirlýstur andstæðingur orkupakkans. Hitt er ljóst að með tilkomu þessa pakka hafa margir sem ekki voru í andstöðu við EES áður, nú farið að líta þann samning öðrum augum. Og alveg er á tæru að verði op3 samþykktur af Alþingi mun andstaðan við EES aukast verulega, enda ljóst að eina von okkar til að ná yfirráðum yfir orkuauðlindinn aftur, úrganga úr EES. Því ættu menn eins og Björn Bjarnason að vinna hörðum höndum að því að op3 verði sendur til heimahúsanna og þar fengin endanleg undanþága frá honum. Einungis þannig er hægt að bjarga EES.

Ekki ætla ég að telja allt það upp sem óhagkvæmt er okkur, verði op3 samþykktur. Fjöldi manna, bæði lærðir sem leikir hafa séð um það. Unnendum pakkans hefur hins vegar ekki tekist að benda á neitt okkur hagfellt, þeirra málflutningur hefur fyrst og fremst snúist um útúrsnúninga og máttlausar tilraunir til að gera lítið úr staðreyndum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband