Maður skammast sín
9.5.2022 | 00:09
Það er hreint með ólíkindum að enn skuli finnast fólk á Íslandi sem mærir voðaverk Pútíns í Úkraínu. Þar er gripið til ýmissa hrútskýringa, til að réttlæta þessi voðaverk.
Áhugi Úkraínu á að ganga í ESB er ein röksemdarfærslan. Hvað þarf Rússland að óttast þó Úkraína gangi í ESB? ESB er ekki hernaðarbandalag, einungis efnahagsbandalag. Þetta sést best á því að Finnar og Svíar, sem eru innan ESB, gera ekki ráð fyrir mikilli hjálp þaðan, þegar Pútín snýr sér að þeim. Því hafa þeir nú talað um að sækja um aðild að NATO.
NATO er varnarbandalag. Það hefur aldrei sýnt neina tilburði til innrásar í Rússland. Hins vegar hefur bandalagið horft til þess að setja upp sterkari varnir gegn því að Rússar geti ráðist inn í vestari hluta Evrópu. Þetta hafa menn gagnrýnt gegnum tíðina þannig að minna hefur orðið úr slíkum vörnum. Saga dagsins segir okkur þó að þessi vilji til aukinna varna er síst ofmetinn.
Flest Evrópuríki Varsjárbandalagsins sóttu um aðild að ESB við fall Sovéts og sum þeirra einnig um aðild að NATO. Úkraína varð eftir á þeim tíma, enda leppstjórn Rússa þar við völd framanaf. Þegar íbúum Úkraínu tókst að kasta þeirri leppstjórn af sér var farið að tala um aðild að ESB. Hugmyndir um aðild að NATO komu síðar. Þetta var kringum 2014 og svöruðu Rússar með því að innlima Krímskaga og senda málaliða sína inn í austurhéruð Úkraínu. Her Úkraínu tók til varna í austurhéruðunum en hefur látið Krímskagann vera. Áttu auðvitað að sækja þangað líka.
Því hafa Rússar og Úkraína nú átt í stríði í átta ár og árangur Rússa þar vægast sagt lítill. Í febrúar síðastliðinn gerði síðan Pútín alsherjarárás inn í Úkraínu.
Það eru fátækleg rök að Rússum hafi staðið hætta af því að Úkraína sækti um aðild að ESB og reynda einnig þó sótt væri um aðild að NATO. Ekki frekar en að Eystrasaltsríkin eru bæði í ESB og NATO. Rússum stóð engin ógn af því, en aftur gerði það möguleika Pútíns til að endurheimta gamla Sovétið nokkuð erfiðara fyrir, en það hefur verið markmið hans frá því honum voru færð völd yfir Rússlandi.
Enn aumari eru skýringar Pútíns, sem jafnvel sumir hér á landi taka undir, um að nauðsynlegt sé að afnasistavæða Úkraínu. Um það þarf ekki að hafa mörg orð, svo fádæma vitlaust sem það er.
Það sem kemur manni þó kannski mest á óvart í umræðunni hér á landi er að margir málsvarar Pútíns í stríðinu eru einmitt þeir sem hingað til hafa komið fram sem málsvarar frelsis. Þetta fólk, sumt hvert, er tilbúið til að trúa áróðursvél Pútíns, tilbúið til að trú manni sem setur ritskoðun í land sitt og skirrist ekki við að fangelsa þá sem fara á svig við þá ritskoðun. Þetta fólk hér á landi, sem þykist málsvarar frelsis, réttlætir með öllum hugsanlegum ráðum innrás Pútíns inn í Úkraínu, reynir að réttlæta ofbeldið sem þar viðhefst og viðbjóðinn. Það er með öllu útilokað að réttlæta innrás eins ríkis á annað.
Úkraína hefur ekki stundað hernað gegn Rússlandi, hefur einungis tekið til varna gegn málaliðum og hermönnum þeirra 2014 og varist allsherjarinnrás Rússa nú í vetur. Það er því aumt að til sé fólk hér á landi sem réttlætir ofbeldi Rússa.
Að mæla gagn þjóð sem ver sig gegn innrásarher er eitthvað það aumasta sem finnst í fari hvers manns! Maður skammast sín fyrir að til sé fólk hér á landi sem er þannig þenkjandi!
![]() |
Ógnarverk Rússa í Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ekki ég heldur
7.5.2022 | 13:11
Ég skil ekki heldur hugmyndafræði Viðreisnar, reyndar ekki heldur hugmyndafræði VG, eða Pírata, eða Framsóknar, eða Samfylkingar, eða Sjálfstæðisflokks. Stefnumál þessara flokka er að vísu með örlítið mismunandi blæ, litlum þó, en verk þeirra algjörlega þau sömu. Þar er enginn munur á. Skil reyndar ekki hvers vegna þarna er um sex flokka að ræða, þegar þeir gætu hæglega sameinast í einn flokk. Og Sósíalistaflokkur gæti hæglega verið innan þess flokks.
Stjórnmálamenn allra þessara flokka sýna sömu fávitaeinkennin þegar þeir komast til valda og stjórnmálamenn allra þessara flokka eru jafn hundónýtir í stjórnarandstöðuhlutverkinu. Þar er enginn munur, ekki frekar en á verkum, eða öllu heldur verkleysi þeirra.
Það er sorglegt að hlusta á stjórnmálamenn tala til þjóðarinnar þessa dagana. Þar er enginn dugur né geta, einungis loforð sem vitað er að munu ekki standa, í flestum tilfellum loforð sem eru orðin svo slitin af kosninganotkun að þau hanga vart lengur saman. Smámálum hampað meðan stóru málunum er haldið í felum!
Svei þessu fólki öllu saman!
![]() |
Líf skilur ekki hugmyndafræði Viðreisnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pawel brugðið
6.5.2022 | 08:35
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar er brugðið. Innviðaráðherra vill að borgin standi við gerðan samning. Það er nýlunda fyrir borgarfulltrúann, enda ráðherrar þessarar ríkisstjórnar og þeirrar síðustu, ekki verið að fetta fingur út í að borgin túlki samninga við ríkið eftir sínu höfði.
Megin málið er þó að borgarfulltrúinn bendir á samning frá 2013, máli sínu til stuðnings og gerir lítið úr samningi sem gerður var 2019. Það er þó kannski rétt fyrir borgarfulltrúann að átta sig á þeirri staðreynd að þegar tvennir samningar standast á, þá er það ætíð hinn nýrri sem tekur yfir þann eldri. Annað getur einfaldlega ekki gengið upp. Í samningnum frá 2013 var norður-suður brautin tryggð til ársins 2022, en í samningnum frá 2019 er hún tryggð þar til annar flugvöllur hefur verið byggður. Að öryggi vallarins verði ekki skert frekar en orðið er. Ekki mjög flókið.
Það er hins vegar rétt hjá borgarfulltrúanum, að hvorugur samningurinn fjallar um uppbyggingu borgarinnar á svæðinu, hvorki innan né utan flugvallar, enda varla þörf á að tíunda það. Það er fjallað um að öryggi flugvallarins skuli óskert og innviðauppbyggingu vegna starfsemi vallarins. Það ætti að duga. Ef rekstraraðili flugvallarins telur rekstraröryggi skert með uppbyggingu við flugbrautina, þá verður sú uppbygging auðvitað að bíða þar til rekstur vallarins hættir.
![]() |
Harður tónn ráðherra ekki í takt við sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)