Skuldir borgarbúa
27.4.2022 | 07:48
Skuldir Reykjavíkurborgar eru komnar yfir 407 milljarða króna. Það segir að hvert mannsbarn í höfuðborginni skuldar um 3,3 milljónir króna, vegna óstjórnar borgarstjórnar. Það gerir um 13,2 milljónir króna á fjögurra manna fjölskyldu.
Það er gott að búa EKKI í Reykjavík.
![]() |
Segir rauðu ljósin loga hjá borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Málfrelsi
27.4.2022 | 07:43
Alla tíð hefur mér skilist að málfrelsi fælist í að allar skoðanir væru leifðar. Nú er víst komið nýtt málfrelsi, ritskoðað.
Fréttamenn ærast yfir því að Elon Musk skuli kaupa Tvitter, ekki vegna þess að einstaklingur skuli eignast þennan miðil, sem þó mætti gagnrýna, nei, heldur vegna þess að Musk hefur gefið út að málfrelsi muni verða aðalsmerki miðilsins, að allar skoðanir verði leyfðar. Það ofbýður fréttamönnum.
Þetta er nokkuð undarleg stefna fréttamanna, sem hingað til hafa talið réttlætanlegt að brjótast inn í skrifstofur, tölvukerfi og jafnvel íslenska síma, til að taka þaðan gögn. Þau gögn eru síðan notuð til að búa til fréttir. Skemmst er að minnast baráttu fyrir frelsi Asagne í þessu sambandi. Ekki ætla ég að fordæma þessar aðferðir, þó mér þyki þær ekki bera vott um heilbrigðan fréttaflutning. Í það minnsta er vart hægt að kalla þetta ritskoðað málfrelsi.
En þegar að öðrum kemur virðast fréttamenn eitthvað á öðru máli. Málflutning einstaklinga skal ritskoða, jafnvel þó engin lög séu brotin, einungis hugmyndir viðkomandi um menn og málefni.
Hvað er það sem fréttamenn óttast? Hvers vegna telja þeir sig einu handhafa sannleikans? Og kannski það sem mestu máli skiptir, hvað er falsfrétt?
Þegar einhver eða einhverjir telja sig þess megnuga að geta ráðið hvað málflutningur er réttur og hver rangur, erum við komin á nýjan og hættulegan stað í tilverunni!
![]() |
Blaðamenn fordæma yfirtöku Elon Musk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Siðapostular
20.4.2022 | 15:48
Sala ríkisins á hlut úr Íslandsbanka hefur verið harðlega gagnrýnd og ekki að undra. Þar virðist allt hafa farið á versta veg, kannski ekki nein lög brotin en klárlega siðferðislegt skipbrot. Margir bera þar ábyrgð, þó auðvitað spjótin standi mest á þeim er falið var að gæta þessarar eignar kjósenda, fjármálaráðherra.
Það hafa margir siðapostular stigið fram vegna þessa máls, sumir halda sig við efnislega gagnrýni meðan aðrir nýta sér þetta til að upphefja sjálfa sig. Það er lítið minni ljóður, sér í lagi þegar viðkomandi voru í aðstöðu til að benda á ágallana á fyrri stigum. Voru jafnvel í fjárlaganefnd og gáfu þar sitt leyfi fyrir gjörningnum!
Meðal þeirra siðapostula sem hátt hafa látið vegna málsins er Kristrún Frostadóttir, vonarbiðill til formanns Samfylkingar. Það er nokkuð magnað hvað hún hefur verið iðin við að gagnrýna söluferlið og þann gróða er sumir gátu náð sér í gegnum það, á einni nóttu. Sjálf stundaði hún svipað peningaplott er hún starfaði hjá Kvikubanka, hagnaðist þar um marga tugi milljóna, nánast á einni nóttu. Vissulega var hún þá ekki þingmaður, heldur einungis fjármálamaður af hörðustu gerð. Nú situr hún á þingi og gagnrýnir aðra fyrir sömu sakir, Kristrún þingmaður situr í fjármálanefnd. Þar samþykkti hún að færa bankasýslunni það vald að selja hlut í Íslandsbanka, án athugasemdar.
Það má gagnrýna marga fyrir þessi óhæfuverk er sala á hlut ríkisins í bankanum var. Hellst ber að gagnrýna þá þingmenn er samþykktu söluna án viðeigandi leiðbeininga, núverandi fjármálanefnd fyrir að samþykkja söluna án þess að vita hvernig staðið yrði að henni, fjármálaráðherra og ríkisstjórn fyrir sömu sakir og svo auðvitað bankasýsluna sem telur sig geta hagað sér sem svín. Allt það fólk sem hér er nefnt ber ábyrgð á ósköpunum og ekkert af því hefur burði eða getu til gagnrýni, jafnvel þó verið sé að vinna sér prik til formanns í stjórnmálaflokki.
Í kjölfar bankahrunsins 2008 var gerð stór og efnismikil skýrsla um aðdraganda hrunsins. Þar var ein hellst niðurstaða sú að stjórnvöld og Alþingi hefði ekki sinnt eftirlitsskyldu sinnu. Þessi bankasala nú er skólabókardæmi þess að eftirlitsskyldan var vanrækt. Hafa stjórnmálamenn ekkert lært? Það eru vissulega nokkur ár liðin frá hruni, en það hlýtur að vera lágmarks krafa að þeir sem bjóða sig fram til starfa á þingi muni nokkur ár aftur í tímann!
Nú hafa stjórnvöld ákveðið að leggja niður bankasýsluna, vegna málsins og bankasýslan hefur viðrað að láta sína ráðgjafa gjalda sökina. Enginn á þó að bera sjáanlega ábyrgð og engum er ætlað að gjalda þjóðinni tapið. Siðapostularnir eru þó duglegir að pota sér áfram og aurapúkarnir blessa Mammon.
Það er einungis eitt í stöðunni, þingmenn verða að endurnýja umboð sitt frá þjóðinni. Þá ættu kjósendur aðeins að rifja upp það sem áður hefur farið fram á Alþingi, um þetta mál. Hvernig málflutningurinn var, hverjir stóðu mest á móti sölunni og hverjir voru áhugasamastir um hana. Hvaða aðrar leiðir var bent á til lausna málsins, hvernig þingmenn tóku í þá lausn og hvaða áhrif sú lausn hefði haft fyrir þjóðina. Þá er einnig hollt fyrir kjósendur að kynna sér og þekkja sögu þeirra sem bjóða sig fram til starfa á Alþingi, s.s. hvort þeir eru hluti þeirrar elítu sem skirrist ekki við að þiggja skjótfenginn gróða í fjármálafyrirtækjum, af því þeir hafa aðstöðu til þess. Það er svo sem lítið við því að segja þó fólk nýti sér sína aðstöðu til skjótfengins gróða, hjá einkafyrirtækjum, en slíkt fólk á ekki erindi á Alþingi og getur síst allra gagnrýnt aðra fyrir sömu sakir!
![]() |
Kristrún telur spillingu mögulega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bankarán og pólitískt nef
11.4.2022 | 13:31
Í skjóli nætur var stór hluti eigna ríkisins í Íslandsbanka seldur. Hvernig staðið var að sölunni hefur verið gagnrýnt. Þar eru tvö atriði sem standa uppúr, verðlagningin á hlutabréfunum og val á kaupendum. Nú vilja sumir ráðherrar þvo hendur sínar af þessum gjörning. Vandséð er hvernig þeim mun takast sá þvottur. Ekki er hægt að sjá lagaleg rök fyrir því a' láta gjörninginn ganga til baka, enda sumir "fagfjárfestar" þegar búnir að leysa út sinn hagnað af kaupunum, með því að selja bréfin þriðja aðila.
Í fyrstu minnti þessi gjörningur bankasýslunnar nokkuð á árin fyrir hrun, en þegar fjármálaráðherra, í trássi við bankasýsluna, opinberaði kaupendahópinn rak mann bókstaflega í rogastans. Þarna voru samankomnir fyrrum bankaræningjar landsins, er settu landið bókstaflega á hausinn fyrir einum og hálfum áratug. Menn sem höfðu og hafa sjálfsagt enn, ítök í flesta stjórnmálaflokka landsins. Þar eru fáir undantaldir, þó almenningur vilji gjarnan spyrða Sjálfstæðisflokk við þessa menn. Þá má alveg minna á að einn helst andstæðingur þess flokks, til áratuga, var einn af afkastameiri bankaræningjum fyrir hrun og hans nafn poppar upp á þessum lista yfir kaupin nú.
En aftur að sjálfri sölunni. Þegar Alþingi samþykkti sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka voru leiðbeiningar þingsins vægast sagt litlar. Þó voru umræður nokkrar um málið, en á endanum var fjármálaráðherra nánast falið einræði um hvernig að þessu skyldi staðið. Nokkuð hefur vafist fyrir ráðherranum aðferðarfræðin, fyrst vegna þess að talið var of nærri kosningum til að framkvæma verkið, flokkur hans gæti misst atkvæði. Síðan eftir kosningar og BB var áfram fjármálaráðherra, fór hann að hreifa málinu. Strax kom í ljós að hvorki þingið né þjóðin var á því að selja strax. Ekkert lægi á auk þess sem ekki væri ljóst hvernig standa ætti að sölunni.
BB var þarna kominn í vanda. Mjög var legið á honum að koma málinu af stað, af þeim sem sáu sér þarna leik á borði. Þá var bankasýslan mjög áfjáð í að klára málið. Leikmaður veit auðvitað ekki hvað fram fer á fundum ríkisstjórnarinnar en ljóst er að þar var ekki eining um söluna, jafnvel þó hún hafi verið ítrekuð í stjórnarsáttmálanum. Því fóru að heyrast frá ráðherra ýmsar skýringar um hvernig standa skildi að þessari sölu. Í fyrsta lagi átti að bjóða hlutabréfin út, í öðru lagi var fallið frá dreifðri eignaraðild og velja skyldi svokallaða fagfjárfesta til kaupanna, fjárfesta sem væru að hugsa um kaupin til lengri tíma.
Fjármálaráðherra tók síðan af skarið og fól bankasýslunni að hefja undirbúning sölunnar. Lítið heyrðist um tíma af málinu, en svo bárust óvæntar fregnir af því að salan hefði farið fram, á einni nóttu. Seldur hafði verið 22,5% af heildareign bankans og að verðið var 117 krónur á hlut, nokkuð undir markaðsverði. Strax þarna varð ljóst að eitthvað var ekki að ganga upp í þessu dæmi. Að hægt skuli vera að selja 22,5% í banka á einni nóttu er útaf fyrir sig ótrúlegt. Þá var einnig séð að um töluvert undirverð var að ræða.
Upphófst nú mikil gagnrýni á söluna, réttilega. Ekki einungis að verðið væri undir markaðsverði, heldur reyndist útilokað að fá að vita hverjir kaupendur voru. Þegar svo BB ákvað að opinbera lista yfir kaupendur, í trássi við bankasýsluna, var eins og þyrmdi yfir mann. Þarna voru helstu aðalleikarar hrunsins komnir, ljóslifandi. Það fyrsta sem manni datt í hug hvað það væri sem skilgreindi fagfjárfesti frá öðrum fjárfestum. Er skilyrði að fjárfestir þurfi að svíkja, stela, vera dæmdur um fjársvik eða eitthvað í þeim dúr til að geta kallast fagfjárfestir? Eða er kannski bara nóg að vera "vinur" réttra aðila? Á listanum voru menn sem höfðu fengið dóma fyrir fjársvik og jafnvel voru þarna menn sem enn eru í meðferð dómstóla!
Í viðtali við fjölmiðla hélt starfsmaður bankasýslunnar því fram að ekki hefði komið krafa frá ráðherra um að kanna hvort bjóðendur væru heiðarlegir, eða hvort þeir hefðu gerst brotlegir við lög. Hvers konar fáviska er þetta hjá manninum?! Í hvaða heimi býr slíkt fólk sem lætur þannig orð frá sér? Bankasýslunni er falið að selja eign landsmanna, upp á upphæð sem almenningur á erfitt með að setja í samhengi og stofnunin telur sig ekki þurfa að kanna bakgrunn kaupenda!
Öll atburðarás þessarar sölu er hrein skelfing. Þetta er í þriðja sinn sem ríkið selur banka sína og klárlega sú allra skelfilegust, sér í lagi vegna þess að við höfum söguna til að leiðbeina okkur.
Ef við greinum þetta örlítið, út frá því sem ráðherra sagði fyrir söluna. Hlutur ríkisins er boðin út. Þegar eitthvað er boðið út mætti ætla að tilvonandi kaupendur bjóði í hlutinn og sá sem hæst býður hljóti hnossið, svo fremi hann uppfylli kröfur til kaupenda. Þarna ákveður hins vegar seljandi verðið fyrirfram og að auki setur það lægra en markaðsvirði. Þetta er því ekki útboð heldur bein sala. Í öðru lagi talaði ráðherra um að valdir yrðu fagfjárfestar, að það myndi tryggja langa eigu þeirra í bankanum. Þegar listinn var opinberaður kom hins vegar í ljós að yfir 40% sölunnar féll til einkafjárfesta. Lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og erlendir langtímasjóðir, allt sjóðir sem reikna má með að séu að fjárfestar til lengri tíma, fengu einungis tæp 60%. Síðan hefur komið í ljós að innan þess hóps sem kallast erlendir langtímasjóðir, eru bara alls ekki neinir langtímasjóðir, heldir sjóðir sem spila spákaupmennsku frá degi til dags. Því má ætla að langtímafjárfestar í þessu útboði séu mun færri en ætlað er, jafnvel undir 50%. Þá hefur einnig komið í ljós að margir þeirra einkafjárfesta er kauptu í bankanum hafa þegar tekið út sinn hagnað af sölunni.
Það sem þó kemur mest á óvart varðandi þessa sölu í bankanum, er hversu pólitískt nef fjárnálaráðherra er gjörsamlega kol stíflað. Það hefur legið fyrir lengi að lítil sátt er um sölu á eignum ríkisins í bönkunum. Þar kennir sagan okkur. Því var sölunni frestað á síðasta kjörtímabili, taldist of skammt til kosninga til að offra þannig atkvæðaveiðum. Nú eru einungis örfáar vikur til næstu kosninga. BB hefði mátt vita að salan yrði gagnrýnd, jafnvel þó sú skelfing sem nú blasir við hefði ekki orðið. Því er með ólíkindum að hann skuli færa vinstriöflunum þetta beitta vopn, skömmu fyrir borgarstjórnarkosningar. Dagur hlýtur að kætast.
Það er ljóst að Íslandsbanka var rænt. Þar ber bankasýslan auðvitað stærstu ábyrgð. Framkvæmdin var þeirra og fjarri því sem um var rætt af yfirmanni þeirra, fjármálaráðherra. Auk þess sem bankasýslan hleypir inn í söluna dæmdum fjárglæframönnum, jafnvel mönnum sem enn eru í meðferð dómstóla. Fjármálaráðherra ber einnig mikla ábyrgð. Hann stóð ekki vaktina fyrir þjóðina, eins og honum ber. Hann virðist ekki hafa farið yfir málið áður en hann gaf bankasýslunni vald til að rita undir söluna. Reyndar vandséð að ráðherra hafi heimild til að útdeila slíku valdi til embættismanna. Ráðherra hlýtur að þurfa að rita eigin hendi undir sölu eigna ríkisins upp á tugi milljarða króna.
Aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar bera sömu ábyrgð og fjárnálaráðherra. Þeir geta gasprað, en ábyrgðina bera þeir.
Það er gott að vera bara fávís kjósandi. Að þurfa enga ábyrgð að bera á því að sumum sé hyglað -- nema auðvitað að borga fyrir herlegheitin!
![]() |
Óeining í ríkisstjórn um bankasölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fúafen
9.4.2022 | 00:47
Í síðustu færslu fór ég aðeins inná fróðlega grein í Bændablaðinu, er kom út þann 7. apríl. Sú grein er rituð af sjö sérfræðingum, hverjum á sínu sviði og fjallar um rannsóknir á losun co2 úr jörðu.
Svo virðist sem stjórnvöld hafi látið teyma sig út í fúafen, í orðsins fyllstu merkingu. Þeir sem lenda í slíku feni hafa um tvo kosti að velja, að snúa aftur á fast land, ellegar að halda áfram út í fenið. Síðari kosturinn hefur aldrei gengið upp, en með því að snúa til baka má finna greiðfærari og öruggari leið að markmiði sínu.
Til að því sé haldið til haga þá nefna sérfræðingarnir oft í sinni grein að efla þurfi rannsóknir á sviði losunar co2 úr jarðvegi. Þar kemur hellst til að niðurstaða þeirra er í svo hrópandi ósamræmi við viðhafðar skoðanir um málið, skoðanir sem ekki byggjast á rannsóknum heldur fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Þarna munar allt að 88.6% á viðhafðri skoðun á og niðurstöðum rannsókna! Þessu munur er svo hrópandi að engu tali tekur og þó er þarna einungis verið að ræða losun á co2 úr jarðvegi, ekki tekið tillit til þess að þurrkað land hefur mun þykkari og betri gróðurþekju grænblöðunga, sem jú eins og allir vita, vinna stöðugt að því að binda kolefnið úr co2 og skilja einungis súrefni þess eftir í andrúmsloftinu. Co2 er jú ein eining kolefnis á móti tveim einingum af súrefni. Fróðlegt væri að vita hver heildarlosun er frá jarðvegi ef þetta er einnig tekið með í jöfnuna.
Þarna er ekki um neitt smá mál að ræða, fyrir okkur sem þjóð. Standist þessar rannsóknir getum við náð losunarmarkmiðum stjórnvalda og gott betur, með því einu að endurreikna losun co2 úr jarðvegi, til samræmis við raunveruleikann. Við gætum með því einu minnkað losun landsins um 57% strax, meðan markmið stjórnvalda er að minnka hér losun um 55% fyrir árið 2030. Reyndar er það markmið stjórnvalda með öllu óraunhæft, ef ekki kæmi til þessi óvænta niðurstaða á raunlosun úr jarðvegi.
Stjórnvöld hljóta að taka þessari fyrstu opinberu skýrslu fegins hendi og leggja pening til aukinna rannsókna. Jafnvel þó niðurstaðan yrði eitthvað örlítið lakari við frekari rannsóknir, gæti líkað orðið enn betri, er einséð að þarna er um mikla hagsmuni að ræða. Það hefur ekki staðið á að leggja peninga til hinna ýmsu verkefna sem hafa í sinni kynningu loftlagsmál, jafnvel þó óljóst sé hvað verið er að meina og engar rannsóknir standi að baki þeim fullyrðingum. Því ætti ekki að vefjast fyrir stjórnvöldum að styðja vel við bak þeirra vísindamanna sem leita sannleikans um málið!
Meðan raunveruleg vitneskja liggur ekki fyrir er fráleitt að kasta peningum í einhverjar framkvæmdir sem jafnvel gætu gert vandann mun stærri. Að endurheimt votlendis muni ekki skila neinu í minnkun losunar á co2 en muni auka stórlega losun á metani og að grænblöðungum muni fækka stórkostlega með tilheyrandi minnkun á virkni þeirra til að binda kolefni í jörðu. Þetta er ekki vitað og verður ekki vitað nema með rannsóknum. Sú fyrsta sem er opinberuð bendir í allt aðra átt en tölur IPCC segja til um. Þær tölur byggja á örfáum rannsóknum erlendis. Þar er bæði mun dýpri jarðvegur sem og að akuryrkja er þar ráðandi. Akuryrkju fylgir að jörð er opinn stórann hluta árs, meðan heyrækt byggir á grónum túnum með lokuðum jarðvegi. Allir ætti að sjá að þarna er himinn og haf á milli og með öllu ótækt að notast við slíkar tölur.
Að lokum óska ég þjóðinni til hamingju með niðurstöðu þessarar rannsóknar, jafnvel þó þarna sé um staka rannsókn að ræða. Niðurstaðan er hrópandi á frekari rannsóknir. Sérstaklega óska ég forsætisráðherra til hamingju, enda hefur hún verið dugleg að lofa upp í ermina á sér erlendis. Þarna fær hún tækifæri til að standa við gefin loforð og að auki getur hún hrósað sér af enn frekari samdrætti á losun co2 á Íslandi. Orkuskiptin í flutningum, stór aukin skógrækt og uppgræðsla lands mun halda áfram. Fyrirtæki munu einnig halda áfram raunverulegri minnkun á losun co2, þó vissulega þau geti ekki lengur stundað felueik um málið, með kaupum á aflátsbréfum frá votlendissjóði. Því má forsætisráðherra búast við að geta gengið reyst fram á hið erlenda pólitíska sviðs, hafi hún vit til að snúa aftur til lands úr fúafeninu, sem hún hefur verið leidd út í. Gangi greiðfærari leið að markmiðinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Syndaaflausn
8.4.2022 | 00:17
Kaþólska kirkjan býður upp á að fólk geti keypt sig laust frá syndum og ræðst þar upphæð syndaaflausnar gjarnan af mikilfengleik syndarinnar. Auðvitað sjá allir að þarna er ekki um annað að ræða en peningaplokk kirkjunnar. Við sem stöndum utan kaþólsku kirkjunnar eigum svolítið erfitt með að skilja þennan hugsanahátt, þó sumir innan þeirrar kirkju telji þetta góða lausn frá syndum sínum. Að geta mætt með nokkrar spesíur til klerksins og þurrkað þannig út framhjáhald eða aðrar syndir sínar.
Í dag eru hins vegar annarskonar syndaraflausnir seldar. Hægt er að kaupa sig frá þeirri synd að losa lífsandann, co2, út í andrúmsloftið. Þessi viðskipti standa nú í blóma, þvert á trúarskoðanir og lönd. Hér á Íslandi er hópur sem er duglegur að selja slík aflausnarbréf og eru kaupendur þar bæði fólk og fyrirtæki. Þessi hópur segist geta létt þeirri synd af fólki með því einu að moka ofaní skurði landsins. Ólíkt syndaaflausn kaþólsku kirkjunnar, veit enginn í raun hvert það fé fer er borgað er fyrir þessa nútíma synd.
En nú er komið babb í bátinn. Í nýjasta Bændablaði er fróðleg grein um rannsóknir á meintri losun co2 úr þurrkuðu landi, reyndar fyrsta íslenska rannsóknin hér á landi sem er opinberuð. Að þessari rannsókn standa 7 fræðingar, hver á sínu sviði. Niðurstaðan er vægast sagt fróðleg og hætt við að margur er keypt hefur syndaaflausn af votlendissjóði muni eiga erfitt um svefn næstu vikurnar. Þeir hafa verið blekktir og synd þeirra lítið minni en áður.
Skemmst er frá að segja að opinberar tölur, er byggja á tölum er IPCC hefur kokkað upp, eru nærri 90% ofmetnar. Þannig að sá er keypti sér syndaaflausn fyrir að aka hringveginn er enn stór syndugur, fékk aflausn fyrir einungis 132 km af 1.320 km er ekið var. Þetta er auðvitað skelfilegt fyrir viðkomandi!
Plottið er það sama og hjá kaþólsku kirkjunni þó undir öðrum formerkjum sé.
Hér má lesa skýrsluna, á blaðsíðum 20 og 21
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)