"Ekki bæði sleppt og haldið"

Loks ratast fjármálaráðherra rétt orð af munni, smá glæta í hennar málflutningi. Auðvitað kalla orkuskiptin á frekari nýtingu náttúruauðlinda og auðvitað veldur slík nýting raski. Hitt er svo annað mál hvaða auðlindir eigi að nýta, bæði með tilliti til rasks á náttúrunni en kannski ekki síður með tilliti til þess hversu miklu það rask skilar þjóðinni til hagsbóta.

Vatnsorka og jarðhiti eru orkugjafafar sem gefa stöðuga og trygga orku og valda til þess að gera litlu raski á náttúrunni. A.m.k. ef reiknað er út frá hagnaði versus skaði á náttúru. Vindorkan er hins vegar bæði óstöðug og veldur mjög miklum skaða á náttúrunni. Þar má hellst nefna mjög mikla sjónmengun, sem væntanlega mun gera útaf við brothættan ferðaiðnaðinn, örplastmengun sem þegar hefur verið staðfest að er mjög mikil frá vindtúrbínum og er þar vart á bætandi fyrir náttúruna. Margt fleira má telja gegn vindorkunýtingu sem of langt mál er að telja nú.

Því ættum við að láta nýtingu vindorkunnar bíða um stund. Kannski mun tæknin til þeirrar nýtingar batna með öðrum aðferðum en nú eru notaðar. Núverandi tækni er ekki hægt að bæta.

Þá fer ráðherra aðeins inn á stofnun þjóðarsjóðs. Eitthvað kunnuglegt? Jú, vissulega hefur þetta heyrst áður. Það er gott að leggja til hliðar, ef geta er til þess. En betra er þó að greiða skuldir fyrst. Það hefur ríkisjóð reynst erfitt, sama hvaða stjórn er við völd.

Talandi um þjóðarsjóð þá er sennilega einungis ein þjóð í heiminum sem hefur tekist að byggja sér slíkan sjóð,  svo einhverju nemi. Það eru auðvitað Norðmenn. Þeir nýttu ævintýralegan gróða af vinnslu og sölu jarðefnaeldsneytis til uppbyggingar þessa sjóðs. Settu um hann strangar kröfur um úttekt, þannig að hann óx og dafnaði. Nú er sagan hins vegar önnur. Farið er að greiða úr sjóðnum á sama tíma og innkoman hefur minnkað verulega. Þar kemur einkum til röng orkustefna Norðmanna, orkustefna sem íslenskir stjórnmálamenn og ráðherrar eru svo æstir í að taka upp. Hætt við að erfitt reynist að byggja upp slíkan þjóðarsjóð, fái sú stefna ráðið.

"Ekki bæði sleppt og haldið" segir ráðherra og er þá að tala um orkuskipti versus orkunýtingu. Þennan frasa má einnig nota yfir hugmyndir um stofnun þjóðarsjóðs. Það verður ekki bæði sleppt og haldið þar heldur.

Þjóðarsjóð er ekki hægt að stofna ef valin er röng orkustefna.


mbl.is Orkuskiptin kalla á nýtingu og rask á náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband