Tvö stríð, mismunandi fréttir

Á Gasa er fólk drepið í stríði, en í Úkraínu fellur fólk eða lætur lífíð. Þegar talað er um hversu margir láta lífið í þessum tveim stríðum, er aldrei gerður greinarmunur á saklausu fólki og hermönnum á Gasa, ein heildartala fallinna sögð og gefið í skyn að þar séu allir saklausir, jafnt kornabörn sem skæruliðar Hamas. Fréttir frá Úkraínu eru hins vegar nokkuð öðruvísi. Þar er gerð góð skil á því hvort hermenn eru drepnir eða saklausir íbúar.

Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig fréttaflutningur er notaður til að móta hugsanir fólks, hvernig athyglin er dregin frá stríðsátökum Rússa gegn Úkraínu og hún færð yfir í að réttlæta hryðjuverk Hamasliða. Til þess var leikurinn gerður.

Það liggur alveg ljóst fyrir að Hamasliðar vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu er þeir hófu hryðjuverkin þann 7. október síðastliðinn. Vissu að Ísrael myndi svara af hörku. En þeim hafði verið talin trú um að þeir hefðu bakhjarl, þann sem skaffaði þeim vopnin, Íran. En kjarkur Írana er ekki upp á marga fiska. Þeir beita öðrum fyrir sig, skaffa vopn en ekki meira. Þannig er einnig gagnvart Hútum í Jemen. Íran dælir þangað vopnum en lætur Húta um að skaffa kjötið.

Svo merkilegt sem það er þá hittust ráðamenn Rússa og Írans skömmu fyrir hryðjuverk Hamas. Margir telja þarna beina tengingu á milli. Pútín þekkir hernaðarsögu Rússa nokkuð vel. Veit hvernig seinni heimstyrjöldin vannst. Þegar Þjóðverjar áttu í raun ekki annað eftir en að yfirtaka Moskvu, náðu Rússar viðspyrnu. Ekki vegna herkænsku, enda Stalín þá búinn að slátra flestum hæfum hershöfðingjum sínum og ekki vegna góðra hergana, áttu fá og léleg tæki til stríðsrekstrar. Nei, viðspyrnan náðist vegna mikilla herganaflutninga frá Bandaríkjunum til Rússlands. Þar spilaði Ísland stórt hlutverk. Rússar áttu hins vegar nægt kjöt til að fóðra fallbyssur Þjóðverja á.

Þannig tókst Rússum að ná fótspyrnu og í framhaldinu að snú stríðinu sér í hag. Tóku að reka Þjóðverja til síns heima. Ekki þó fyrr en vesturríkin höfðu náð að hrekja Þjóðverja á brott úr norðanverðri Afríku og leggja stórann hluta Ítalíu undir sig. Það ásamt innrás inn í Frakkaland og miklum hergagna flutningum frá Bandaríkjunum, gerði Rússum kleyft að snúa við stríðinu á heimaslóð.

Það er þekkt í hersögunni að tefla fram á tveim stöðum, til að veikja andstæðing sinn. Þetta virkaði vel fyrir Rússa í seinni heimstyrjöldinni, með hjálp vesturlanda og virðist ætla að virka nú í innrás þeirra í Úkraínu. Það er reyndar ótrúlegt að þeir sem styðja Ísrael í sinni baráttu skulu styðja Rússa. Vilja jafnvel bera saman Palestínuaraba við Úkraínubúa. Þvílík fjarstæða! Ef einhvern samanburð er hægt að gera þá er það Rússlandsher við hryðjuverkasamtökin Hamas.

Það voru Rússar sem réðust með hörku inn í Úkraínu, Það voru Rússar sem hertóku landsvæði nágrannaríkis síns. Rétt eins og hryðjuverkasamtök Hamas réðust inn í Ísrael. Því má að einhverju leyti jafna þetta tvennt saman. Munurinn er þó örlítill og ekki Rússum í hag. Rússar og Úkraína hafa samþykkt ríki hvors annars, meðan hvorki Ísrael hefur samþykkt ríki Palestínuaraba né þeir samþykkt ríki Ísraels.

Nokkrum sinnum hefur tekist að ná viðræðum um slíka gagnkvæma viðurkenningu, svokallaða tveggja ríkja lausn og a.m.k. einu sinni verið skrifað undir slíkan samning. Arabar hafa ætíð hafnað honum þegar á hólminn er komið, þó Ísrael hafi allt fram til þessa stríðs er nú herjar þar, verið tilbúið í gagnkvæma viðurkenningu þessara ríkja.

Það er skelfilegt til þess að vita að meðan Rússar herja miskunnarlaust á nágrannaþjóð sína, skuli samúð vesturlanda vera að þverra. Ekki aðeins er þetta skelfileg hugsun vegna úkraínsku þjóðarinnar, heldur einnig vegna þess að Rússar munu ekki láta staðar numið við að innlima Úkraínu. Þeir munu halda lengra til vesturs. Það er barnalegt eða vanþekking að halda öðru fram.

Verst er þó að þetta samúðarleysi okkar til Úkraínu skuli stafa af því að allir fjölmiðlar og ráðafólk á vesturlöndum hafi fært samúðina yfir á hryðjuverkasamtök. Um það vitnar umræðan, hvort heldur á fréttamiðlum eða innan hinnar vestrænu stjórnmálastéttar.

Í Úkraínu falla eða deyja börn í stríði en í Palestínu er fólk drepið, hvort heldur það er saklaust af stríðátökunum eða ekki. Þannig er umræðan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband