Diet coke og land tækifæranna

Ísland er sannarlega land tækifæranna. Menn geta náð að vaxa frá örbyrgð til álna á stuttum tíma. Einn okkar "dáðadrengja" sagðist fyrir tæpum fimmtán árum eiga fyrir einni diet coke og taldi það nóg fyrir sig. Í dag er þessi "dáðadrengur" orðinn einn af umsvifamestu kaupsýslumönnum landsins. Hefur frá engu náð að komast yfir miklar eignir.

Reyndar náði þessi sami maður að falla úr sínu hásæti kaupsýslunnar á Íslandi, niður í eina diet coke, á enn styttri tíma og draga landið niður í svaðið með aðstoð sinna kumpána. Margir eru enn að berjast við að ná fótum eftir þá meðferð þessara manna. Það á þó ekki við um "dáðadrengina". Þeir blómstra sem aldrei fyrr. Enda er Ísland land tækifæranna, er það ekki?

Það sem kannski varð þessum diet coke-ista að falli, var að hann veðjaði á rangann stjórnmálaflokk. Þegar mest á reið og mesta þörfin á aðstoð stjórnmálakerfisins reyndi, sveik flokkurinn sem hann hafði veðjað á. Kom ekki diet coke-istanum til hjálpar.  Það er sjaldnast hægt að treysta Samfylkingu, en menn gera jú ráð fyrir einhverri hjálp eftir mikinn austur fjár inn í sinn stjórnmálaflokk.

En coke-istinn hefur lært á þessu. Nú stefnir hann á annan og tryggari flokk fyrir gróssera, Sjálfstæðisflokkinn. Réð til sín ráðherrabróðir. Væntanlega hafa ættartengsl ráðið þar meiru en gjörvileiki bróðurins, enda von til að ráðherrann verði nýr formaður flokksins. Það væri nú ekki ónýtt fyrir diet coke-istann að eiga góð tök í formanni Sjálfstæðisflokksins!

Svo er fólk að halda því fram að hér á Íslandi grasseri spilling. Þvílík ósvinna að nefna slíkt.

Ísland er bara land tækifæranna, eða þannig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband