Stelur Trölli jólunum?

Nú, þegar rykið er farið að setjast eftir bombu vikunnar, þegar ráðherra ákvað að yfirgefa stól sinn, er kannski hægt að spá eitthvað um framtíðina. Þar sem erfitt er að leita til sögunnar, það er jú ekki algengt hér á landi að ráðherrar segi af sér, jafnvel þó dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu óhæfir, er þetta hrein og tær spá. Svona eins og hinar ýmsu völvur senda frá sér við hver áramót.

Því fer fjarri að eining eða sátt hafi ríkt á stjórnarheimilinu síðustu misseri. Hver höndin þar uppi á móti annarri og á stundum eins og sumir ráðherrar séu vísvitandi að reyna á þol samstarfsflokkanna. Lím ríkisstjórnarinnar hefur verið virðing milli formanna Sjalla og VG, oftar en ekki í óþökk sumra ráðherra og stjórnarliða. Þykir þar mörgum sem sinn flokkur gefi meira eftir en hinir. Jú, Framsókn er víst einnig þarna, en lítið þarf að ræða það. Þeir dingla bara með.

Nú ætla stjórnarliðar að mæta á hinn forna og helga þingstað okkar og reyna að slá í bresti samstarfsins. Það gæti reynst þrautin þyngri og vart séð að einn dagur dugi til þess verks. Því má kannski spá að litlar breytingar verði, utan einhverjar hrókeringar ráðherra. Að vandinn sjálfur verði ekki leystur heldur honum velt áfram. Það er ávísun á óbreytta stöðu um það eitt að halda völdum. Getuleysið og viljaleysið mun þá áfram verða megin stef ríkisstjórnarinnar. Skærur milli stjórnarliða mun þá áfram einkenna samstarfið.

Eins og áður segir er lím þessarar ríkisstjórnar formenn Sjalla og VG. Því er alveg deginum ljósara að stjórnarsamstarfið lifir ekki af brottför BB úr ríkisstjórninni. Þeir sem næstir honum standa hafa ekki þann þroska eða vilja til að halda friðinn. Margur Sjallinn mun auðvitað ekki gráta þó samstarfinu yrði slitið. Stólaskipti ráðherra, jafnvel uppstokkun skiptingar á ráðuneytum milli flokka, skilur eftir sig þann vankannt að ráðherra atvinnumála mun styrkjast í ráðherrasæti. Einn hellst ásetningssteinn Sjalla.

Því spái ég öðru hvoru, að formenn stjórnarflokkanna muni skiptast á stólum og að hugsanlega verði einhverjar hrókeringar á ráðuneytum milli stjórnarflokkanna. Ágreiningsmálum verði sópuð undir teppi og stjórnin hangir áfram verklaus og getulaus, vegna innbyrðis átaka. Hitt gæti líka gerst, að stjórnarliðar fari í hár saman á Þingvöllum og upp úr stjórnarsamstarfinu slitni. Ekki er um að ræða að Bjarni yfirgefi stjórnina, jafnvel þó Svandís fylgi honum eftir. Það mun einungis fresta stjórnarslitum um einhverja daga eða vikur.

Fari svo að fyrri kosturinn verði valinn munum við lítið fá af því fréttir fyrr en eftir ríkisráðsfund á morgun. Verði síðari kosturinn ofaná, munum við fá fregnir af því nánast í beinni útsendingu. Þá má sannarlega segja að Trölli hafi stolið af okkur jólunum, þar sem kosning getur ekki farið fram síðar en viku eftir þrettánda dag jóla.

Þá munum við þurfa að búa við þá hörmung að hlusta á gömul og gatslitin loforð stjórnmálamanna, endurtekin æ ofaní æ, í stað þess að njóta jólaföstunnar undir fallegum tónum jólalaga.


mbl.is Stjórnarflokkar til Þingvalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband