Að gefa út gúmmítjékka

Meðal íslenskra stjórnmálamanna, sér í lagi þeirra sem veljast til ráðherrastóla, þykir enginn maður með mönnum nema hann gefi út óútfylltan tékka (gúmmítjékka), á erlendri grundu. Stundum er ríkissjóð ætlað að greiða slíka tékka, en einnig þekkist að ráðamenn þjóðarinnar lofi peningum sem þeir hafa engin yfirráð yfir, eins og þeim peningum er landsmenn geyma í lífeyrissjóðum sínum. Sjaldnast liggur fyrir heimild fyrir slíkri tékkaútskrift, hvort heldur Alþingi á þar í hlut eða aðrir sjóðir ótengdir þeirri stofnun. Og nú hefur einn ráðherra gefið út slíkan tékka, án þess að hafa hugmynd um hver upphæð hans muni vera, hvað þá að einhver heimild liggi fyrir þeirri útgáfu.

Þessi sjóður, sem enginn veit hversu stór verður, enginn þjóð veit hvað hún þarf að leggja mikið til hans og að flestu leiti fátt um vitað, hefur Ísland verið skuldbundið til að þjóna, án aðkomu Alþingis.

Það eina sem liggur nokkuð ljóst fyrir er hvaða þjóðir muni geta sótt styrki í þennan sjóð. Það eru svokölluð "verr" sett ríki og hin betur sett eiga að greiða. Flest þessara "verr" settu ríkja hafa þó efni á að halda úti stórum herjum, eiga kjarnorkuvopn og senda rakettur út fyrir gufuhvolfið, sum stefna jafnvel á ferðir til tunglsins.

Þjóð sem heldur stóran her, á kjarnorkuvopn og jafnvel stundar það að skjóta rakettum út fyrir gufuhvolfd jarðar, þarf vart aðstoð frá öðrum, þegar eitthvað bjátar á. Hún virðist eiga næga peninga.

Og er þjóð sem ekki sóar peningum í herafla, kjarnorkuvopn eða rakettuleik, en hefur þó ekki efni á að hjálpa heimilislausum, fötluðum og öldruðum, svo vel sé, aflögufær til að hjálpa erlendum herveldum?

 

COP27 markar þó vissulega breytingu á áherslum, vegna hlýnunar jarðar. Jafnvel þó lítil sé hefur þessi hlýnun áhrif. Áherslan á að reyna að stýra hlýnuninni fer minnkandi, enda útilokað að breyta þar neinu. Áherslan á að takast á við þær breytingar virðist vera að ná meira vægi, þó enn sé horft til slökkvistarfa í stað forvarna. Þær þjóðir sem eru berskjaldaðastar fyrir þessum breytingum eiga flestar til nægjanlegt fjármagn sjálfar, þó vissulega séu örfáar þjóðir sem eru hjálpar þurfi. Meginreglan er þó að nægt fjármagn er til hjá þessum þjóðum.

Það er vonandi að ráðamenn heimsins haldi áfram á þessari braut, hætti að berja hausnum við stein og fari að gera eittvað sem máli skiptir. Við vitum ekki hversu mikið mun enn hlýna, né hversu lengi sú hlýnun stendur. Síðustu ár bera þó ekki merki þess að þetta ástand muni standa lengi. Hvort hröð og skelfileg kólnun komi í kjölfarið er ekki heldur vitað. Fari svo er fátt til hjálpar. Það eina sem vitað er, er að örlítið hefur hlýnar frá kaldasta tímabili þessa hlýskeiðs. Enn er þó langt í að hámarkshita þessa hlýskeiðs sé náð.

Vandi jarðar er ekki sveiflur í hitastig. Sveiflur í hitastigi er hins vegar vandi mannkynsins, enda sú skeppna jarðar sem erfiðast á með að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Þá gerir sú gífurlega fjölgun mannkyns það að verkum að það er enn berskjaldaðra.


mbl.is Gerir ráð fyrir þátttöku í lofts­lags­ham­fara­sjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hef engan áhuga á að leggja neitt í partýsjóð kolefnistrúarmanna.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.11.2022 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband