Gömul tækni og ný

Það voru mikil mistök af stjórnvöldum að afhenda Reykjavíkurborg Keldnaland. Ríkið átti að halda þessu landi, til uppbyggingar á nýju sjúkrahúsi fyrir landsmenn. Það er þegar ljóst að svokallaður nýr landspítali mun ekki geta sinnt því sem honum er ætlað. En "shit happens" og úr því sem komið er þýðir víst lítið að gráta Björn bónda.

Skortur á húsnæði í Reykjavík er eitthvað sem virðist vera að nálgast náttúrulögmál. Og enn virðist fjúka í skjólin þar á bæ, þar sem borgarstjóri virðist ætla að nýta þennan skort til að flýta fyrir borgarlínu, einhverju fyrirbæri sem fáir vita hvað er, kostar meira en nokkurn grunar og færir samgöngukerfi borgarinnar aftur á miðja síðustu öld, á kostnað allra landsmanna. Gamaldags og úrelt fyrrbæri, á tímum tækniframfara í framleiðslu rafbíla af öllum stærðum.

Röksemd borgarstjóra er þó frekar bágborin, kannski hægt að segja barnaleg. Hann heldur því fram að ekki sé hægt að auka íbúðamagn í efribyggðum borgarinnar, þar sem umferðaræðar anni ekki þeirri umferð! Fáist ekki byggingalóðir í efri byggðum innan borgarmarkanna mun fólk einfaldlega leita út fyrir borgarmörkin. Borgarlína mun þar engu breyta og götur borgarinnar munu eftir sem áður stíflast. Fólk þarf jú þak yfir höfuðið og að komast á milli staða, hvað sem borgarstjóri segir.

Það er löngu ljóst að gatnakerfi Reykjavíkur sinnir ekki þeirri umferð sem því ber. Borgarlína mun, samkvæmt björtustu spám, fjölga fólki sem ferðast með almenningssamgöngum úr um 4% í um 10%. Það er langt frá því að duga fyrir þeirri fjölgun sem ætluð er að muni ferðast um borgina í nánustu framtíð. Fjöldinn munu áfram ferðast á einkabílnum. Reyndar eru líkur á að færslan frá almenningssamgöngu til einkabílsins muni verða mikil á næstu árum, jafnvel svo að lítil sem engin þörf verður á rekstri stórra strætisvagna á götum borgarinnar, hvað þá einhverri borgarlínu.

Ástæða þessarar fullyrðingar minnar er einföld. Tækni í framleiðslu rafbíla af öllum stærðum er mikil og á eftir að aukast. Samhliða því fer framleiðslukostnaður við þessa bíla lækkandi. Nú þegar eru komnir á markað litlir ódýrir rafbílar á ótrúlega lágu verði. Þessir bílar eru að ná vinsældum sem borgarbílar erlendis. Eftir örfá ár, löngu áður en svokölluð borgarlína verður að veruleika, mun fólk telja jafn nauðsynlegt að eiga rafbíl, af þeirri stærð sem hverjum hentar, eins og að eiga snjallsíma eða fartölvu. Jafnvel að fartölvunni verði skipt út fyrir lítinn rafbíl, séu fjárráðin af skornum skammti.

Borgarstjórn Reykjavíkur undir stjórn Dags er hins vegar föst í fortíðinni. Þar er horft til úreltrar tækni, þegar sú nýja er ekki við þröskuldinn heldur komin innfyrir hann!!

Smá sýnishorn af framtíðinni:

e-cars

toyota

smart

honda

hiriko

 

 


mbl.is Uppbygging í Keldum ávísun á „stóra stopp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband