Endurheimt votlendis

Það er margt athugunarvert við endurheimt votlendis og þann ávinning sem af því hlýst. Að mestu er stuðst við útreikninga IPCC í því sambandi, útreikninga sem gerðir eru við allt aðrar aðstæður en hér á landi. Út frá þeim upplýsingum og reyndar einnig íslenskum um lengd skurða og mati á áhrifum þeirra, er farið af stað og ætlunin að leggja í það verkefni ómælda fjármuni. Engar beinharðar staðreyndir liggja að baki, einungis mat og væntingar. Ekki svo sem í fyrsta skipti sem við Íslendingar förum þá leiðina að einhverju markmiði.

Matið á losun kolefnis úr þurrkuðu landi hér eru svo stjarnfræðilega hátt að engu tali tekur. Talað er um að það losni gróðurhúsaloftegundir upp á 11,7 milljónir tonna vegna þurrkaðs lands hér á landi. Þarna er svo mikið magn sem um ræðir að beinlínis ætti að vera lífshættulegt að hætta sér út á land sem hefur verið framræst! Þegar skoðaðar eru forsendur fyrir þessari tölu er ljóst að eitthvað stórkostlegt hefur skeð í útreikningum, fyrir utan að notast við staðla sem engan vegin er hægt að heimfæra á Ísland.

Þegar skoðaðar eru forsendur sem liggja að baki þessari tölu sést fljótt að um mjög mikið ofmat er að ræða, jafnvel hægt að tala um hreinan skáldskap. Þessar upplýsingar er hægt að nálgast í skýrslu á heimasíðu stjórnarráðsins.

Fyrir það fyrsta er það landsvæði sem sagt er vera innan þessa áhrifasvæðis 420.000 ha., þ.e. um 4% landsins. Þetta skýtur nokkuð skökku við þar sem sambærilegt land er talið vera 3% alls heimsins. Hvernig getur það staðist að hér, á þessari veðurbörðu eldfjallaeyju með sinn þunna jarðveg, skuli vera að meðaltali meira af þykkri jarðvegsþekju en að meðaltali yfir jörðina.

Næst ber að telja áhrifasvæði skurða. Samkvæmt skýrslu stjórnarráðsins er talið að áhrifasvæði skurðar sé um 200 metrar, eða 100 metrar á hvorn kannt. Vera má að hægt sé að tala um slíkt þegar einn skurður er grafinn eftir blautri mýri, þó varla. Slíkir skurðir eru fáséðir, hins vegar eru flestir skurðir hér á landi grafnir til að þurrka upp land til túngerðar. Þar er bil milli skurða mun minna, eða frá 35 - 45 metrar. í blautum mýrum jafnvel minna. Meiri lengd á milli skuða í blautu landi veldur því að illfært getur orðið um miðbik túnsins og spretta þar minni en ella. Ef við erum nokkuð rausnarleg og segjum bil milli skurða vera 40 metra, er ljóst að áhrifasvæði skurðarins fellur úr 200 metrum niður í 40 metra. Það munar um minna.

Í skýrslunni er talað um að grafnir hafa verið 29.000 km af skurðum, að mestu á árunum 1951 - 1985. Fyrsta skurðgrafan kom til landsins 1941 og fram að þeim tíma var einungis um að ræða handgrafna skurði. Frá 1985 hefur framræsla verið lítið meiri en fyrir komu fyrstu gröfunnar og þá gjarnan einungis þegar brýn nauðsyn er til. Nú er það svo að skurðir fyllast ótrúlega fljótt upp, sé þeim ekki haldið við og hætta að virka sem framræsla. Ef ekki er hreinsað reglulega upp úr þeim má áætla að þeir séu orðnir næsta fullir af jarðvegi eftir 40 ár, sér í lagi í blautu landi. Þetta staðfesta nýjustu rannsóknir Landbúnaðarháskólans. Toppnum í framræslu var náð 1969, síðastliðin 40 ár hefur lítið verið framræst og nánast hverfandi framræsla verið frá árinu 1985, eins og áður segir. Því má áætla að flestir skurðir í votlendi, sem ekki er nýtt sem tún, séu nánast fullir af jarðvegi og hættir að virka sem framræsluskurðir. Endurheimt votlendis með því að moka ofaní slíka skurði er því nánast gangslítil eða gagnslaus. Oftar en ekki, þegar fjölmiðlaglaðir einstaklingar láta taka af sér myndir þar sem verið er að "endurheimta votlendi", eru þeir skurðir sem sjást nánast uppgrónir og landið um kring þá þegar orðið að mýri. Jafnvel lét forsetinn okkar plata sig í slíka myndatöku fyrir nokkrum misserum. Verra er þó þegar myndefni birtist af mönnum vera að fylla ofaní skurði í skráþurru vallendi og ætlast til að fá fyrir það greiðslu.

Samkvæmt þeirri skýrslu sem stjórnarráðið gaf út og notast við varðandi útreikning á losun gróðurhúsalofttegunda, eru þeir stuðlar sem stuðst er við rangir, kol rangir. Út frá þeim er áætlað að til endurheimtingu 100 hektara lands þurfi að fylla fjóra kílómetra af skurðum. Staðreyndin er að til að endurheimta 100 hektara af þurrkuðu votlendi þarf að fylla yfir 20 kílómetra af skurðum, miðað við að skurðirnir séu nýir. Við hvert ár sem líður hækkar kílómetratalan og er komin upp í það óendanlega eftir 40 ár.

Sömu forsendur og skýrslan er byggð á, er stuðst við þegar um heildarlosun Íslands er reiknað. Það er því mikilvægt að endurreikna þessa hluti til samræmis við raunveruleikann. Allt bókhald, líka bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda, þarf að byggjast á staðreyndum. Og það er til mikils að vinna, með því að færa það til raunveruleikans má lækka opinbera losun hér á landi verulega, svo fremi að ekki gjósi.

Nú er það svo að ég hef ekkert á móti því að skurðum sem ekki eru í notkun sé lokað. Þannig má fá meira kjörland fyrir fugla. Því fylgir reyndar einn galli, en það er lélegri gróður og því minni framleiðsla á súrefni.

Allt þarf þó að gera á réttum forsendum og að baki öllum ákvörðunum, sér í lagi þegar verið er að tala um að ausa fé úr sameiginlegum sjóðum okkar, þurfa að liggja staðreyndir.

 


mbl.is Einar ráðinn fram­kvæmda­stjóri Vot­lend­is­sjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð og vönduð grein Gunnar.......

Jóhann Elíasson, 29.7.2019 kl. 11:09

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvar votlendissérfraedithekking nýrádins framkvaemdastjóra Votlendissjóds liggur er algerlega á huldu. Sjódurinn sem slíkur er einnig óskiljanlegur, í ljósi theirra augljósu thvaeluraka, sem liggja til grundvallar stofnunar hans. Ad ráda fyrrum umbodsmann poppara , auk ótal annara stödugilda sinna, í stödu framkvaemdastjóra haefir sennilega ágaetlega thessari thvaelu allri saman. Punkturinn yfir iid, ef svo má segja.

 Íslenskum stjórnmálamönnum er svo mikid í mun ad eltast vid alla delluna, sem heimsendabjálfar halda fram, ad endalaust virdist mega stofna til aukinna útgjalda af hendi Jóns og Gunnu, til ad fódra óskapnadinn. Thetta lúkkar jú svo djöfull hipp og kúl út á vid og rádamenn gorta sig af ábyrgri umhverfisstefnu, sem er í raun ekkert annad en endaleysa og aukin skattahaekkun á almenning. Thetta er eiginlega komid út í tóma andskotans vitleysu, svo madur segi nú barasta eins er.

 Thakka gódan og vandadan pistil.

 Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.7.2019 kl. 11:47

3 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Nú máttu ekki eyðileggja þetta fína fyrirtak hjá ríkisstjórninni.

Þetta var hin fullkomna blekking sem á að nota hér heima og erlendis til þess að slá sig til riddara í baráttunni við „eiturgasið CO2“. Það þarf ekkert að sanna vitleysuna því æðstu prestar IPCC hafa lagt blessun sína yfir þetta.

Það besta við þetta er að þegar við erum búinn að moka ofan í  skurð getum við grafið nýjan skurð til þess svo að fylla ofan í. Sumir myndu kalla þetta svindl en ríkistjórnin mun segja að þetta sé túlkunaratriði. Þetta skapar líka óteljandi atvinnutækifæri.  

Næst á dagskrá er að stofna Eldfjallasjóð sem á að hindra að eldfjöllin leiði frá sér „eiturgasið CO2“.  Hér telur ríkistjórnin að við getum minnkað útblástur „eiturgassins CO2“ það mikið að við getum selt öðrum þjóðum CO2 kvóta á háu verði.  

Richard Þorlákur Úlfarsson, 29.7.2019 kl. 13:35

4 Smámynd: Haukur Árnason

Þú nefnir 11,7 miljón tonn.? Í Kötuskýrslunni segir að árið 2017 hafi heildarlosun verið 4 miljónir 755 þúsund tonn.

Losun stendur aðeins yfir í 50 ár
Í meistararitgerð Gunnhildar Evu Gunnarsdóttur við Háskóla Íslands frá 2017 var reynt að meta losun kolefnis í þurrkuðum mýrum. Niðurstöður hennar benda til að losun sé mest fyrstu árin en sé síðan hlutlaus að 50 árum liðnum. Það er ekki í samræmi við þær viðmiðunartölur sem yfirvöld á Íslandi styðjast við í sínum aðgerðaráætlunum. Það þýðir væntanlega að losunartölur geti verið stórlega ýktar og mokstur í stærstan hluta skurða á Íslandi kunni því að þjóna litlum sem engum tilgangi. Jarðraskið sem af því hlýst gæti hinsvegar allt eins leitt til aukinnar losunar. /smh/HKr.   (bbl. 13 júní 2019 )

Haukur Árnason, 29.7.2019 kl. 13:40

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sælir og þakka ykkur innlitið.

Haukur, 11,7 milljón tonn eru nefnd í skýrslunni sem liggur hjá stjórnarráðinu. Aðrar upplýsingar hef ég ekki. Hitt er svo annað mál að í þeirri sömu skýrslu er nefnt að hugsanlega mætti minnka þetta um rúm 40% "með aðgerðum" og kannski er þar skýringin á þeim tölum sem nefndar eru í Kötuskýrslunni. Að þar sé verið að tala um væntan ávinning.

Hef ekki lesið meistararitgerð Gunnhildar Evu, væri fróðlegt að skoða hana. Hitt er rétt hjá henni og rímar við niðurstöður Landbúnaðarháskólans, að losun minnkar eftir því sem lengra líður frá því skurðir eru grafnir.

En hvort heldur um er að ræða 11,7 milljón tonn eða "bara" 4,7 milljónir, er um að ræða svo mikla mengun að stór hætta getur skapast af því að nálgast þurrkað land. Þarna er verið að tala um svo mikla mengun að útilokað er að lifa það af að labba inn á slíkt svæði.

Hitt liggur klárlega fyrir að áður en lengra verður haldið og frekari fjármunum kastað á glæ, er bráð nauðsynlegt að rannsaka þetta enn frekar og fá óyggjandi gögn um málið.  

Gunnar Heiðarsson, 29.7.2019 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband