Fjórða valdið, þetta sem enginn kýs

Samanburður á fylgi og störfum ríkisstjórna er vissulega hollur. Fjölmiðlar bera saman fylgi núverandi ríkisstjórnar og þeirrar sem á undan var, eftir jafn langann starfstíma. Niðurstaðan er að núverandi ríkisstjórn nýtur 34% fylgis meðan fyrri ríkisstjórn naut 30% fylgis, eftir sama starfstíma. Þetta skilgreina fjölmiðlar sem jafnt fylgi, þó munurinn sé reyndar yfir yfir 13%. En hvað um það.

En fjórða valdið mætti gjarnan bera fleira saman milli þessara tveggja ríkisstjórna, eins og t.d. fylgi þingmanna við eiginn flokk. Enn eru allir þeir sem kosnir voru fyrir stjórnarflokkanna innan þeirra og styðja ríkisstjórnina. Þegar síðasta ríkisstjórn hafði setið jafn langann tíma, voru þegar nokkrir þingmenn þáverandi stjórnarflokka hlaupnir burtu. Sumir gengnir til liðs við stjórnarandstöðuna en aðrir þóttust sjálfstæðir á þingi, þó ekki hafi þeir verið ósparir á andstöðu við þáverandi ríkisstjórn. Enn aðrir héldu tryggð við sinn stjórnmálaflokk en vafi lék vissulega á um stuðning þeirra við þávernadi stjórnarsamstarf. Þeir fengu á sig viðurnefnið "villikettir" frá verkstjóra þeirrar stjórnar.

Það er vissulega slæmt þegar stjórnvöld mælast með lítið fylgi þjóðarinnar og ekki vafi á að stjórnarherrarnir nú líti þetta alvarlegum augum.  Það er ljóst að fylgistap síðustu ríkistjórna má skýra á margann hátt. Þó er sennilega eitt mál sem rak fleiginn dýpst í það samstarf, aðildarumsóknin.

Kvöldið fyrir kjördag lofaði formaður VG því hátt og hátíðlega að hanns flokkur myndi aldrei standa að umsókn að ESB og bætti síðan við jafnvel þó hann og þeir sem á þing myndu ná fyrir flokkinn, stæðu að slíkri aðild, væri ljóst að stefnuskrá flokksins væri skýr og því yrði slíkt stöðvað í fæðingu. Allir vita hvernig fór.

Þarna voru sennilega stæðstu svik við kjósendur, í gjörvallri lýðræðissögu okkar lands, framin. Þetta gat ekki leitt til annars en þess að sumum þingmönnum flokksins þótti ekki lengur sætt þar og yfirgáfu hann. Og fylgi flokksins hlaut einnig að glatast, þrátt fyrir dyggann stuðning fjölmiðla. Öll önnur svik sem þáverandi stjórnarflokkar stóðu að, sérstaklega VG, má síðan rekja til þessara upphafssvika. Isesave, gjöf bankanna og nánast hvað svik sem mönnum dettur í hug að nefna, má rekja til aðildarumsóknarinnar. Það sem svo kom mest á óvart var hvernig fór í kosningum, að liðnu þessu hörmungarkjörtímabili. Þá fékk sá stjórnarflokkurinn sem hafði búið að svikum allt kjörtímabilið ótrúlega kosningu, meðan hinn sem þó stóð við sitt eina kosningaloforð galt afhroð.

Hvað veldur fylgistapi núverandi ríkisstjórnar er kannski erfiðara að sjá, svona í stuttu máli. Enn hefur hún ekki verið staðin að beinum kosningasvikum, þó kannski megi segja að margir kjósendur séu orðnir langeygir eftir því að afturköllun aðildarumsóknar komist í framkvæmd. Að öðru leyti verður að segjast að stjórnarflokkarnir sé á þeirri braut sem þeir lofuðu. Auðvitað hefðu margir vilja sjá meiri og fljótari árangur og sumir viljað sjá stekar að orði kveðið.

Ef farið er gegnum alla 19 kafla stjórnarsáttmálans, kemur í ljós að á flestum sviðum stefnir í rétta átt. Mislangt er komið við framkvæmd sumra kafla hanns en þó allt á réttri leið. Sumt þess eðlis að lengri tíma tekur að vinna úr því, en annað einfaldara.

Afnám hafta hefur gengið mun hægar en vonast var og er kannski stæðsti draugurinn þar skuldabréfið sem Steingrímur J. færði eigendum gamla Landsbankans. Þar var gerður einhver stæðsti afleikur sem nokkur fjármálaráðherra hefur gert og það framhjá þingi og þjóð. Á lögmæti þessarar aðgerðar þarf að láta reyna.

Einfaldasta aðgerðin sem ríkisstjórnin lofaði og margir vonuðust eftir að kæmi til framkvæmda strax á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar, afturköllun aðildarumsóknar, er farinn að hrjá marga kjósendur stjórnarflokkanna. Hæpið er þó að kenna því um allt tapið, stórann hluta þess þó.

En hvað er það þá sem skýrir þetta fylgistap?

Fjórða valdið er vissulega sterk vald, vald sem enginn kjósandi kýs þó til. Og ekki þarf langi að lesa fjölmiðla til að átta sig á hvar stæðsti hluti þess stendur í pólitík. Beinar og óbeinar árásir á stjórnarflokkana er daglegt brauð í fjölmiðlum og svo langt gengur að hvorki forsetinn né forsætisráðherra geta orðið tjáð sig í fjölmiðla án þess að reynt sé að snúa út úr orðum þeirra. Að reynt sé að fnna eitthvað sem hægt er að mistúlka. Takist það ekki er beytt því bragði að sá fræi illgresis, svo hlustandi eða lesandi fréttarinnar fái á tilfinninguna eitthvað allt annað en viðmælandi sagði. Þetta virkar vel, upp að vissu marki.

Það er ekki ónýtt fyrir stjórnarandstöðu að hafa fjórða valdið að baki sér. Eðli málsins samkvæmt er hún í andstöðu við allar stjórnarathafnir stjórnvalda og ekki ónýtt að fá fylgi fjórða valdsins í að útvarpa þeim sjónarmiðum. 

Margir eru tilbúnir að láta mata sig án allrar gagnrýni og ekkert heppilegra til þess en einmitt fjölmiðlar. Þeir sem nenna að skoða málin og þeir sem hafa gagnrýna hugsun, sjá þó fljótt gegnum áróðurinn. Þeir sjá að sá málflutningur sem fjölmiðlar hafa stundað, er rangur.

Allt frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram hafa fjölmiðlar keppst við kalla til hina ýmsu "álitsgjafa" til að gagnrýna það. Oftar en ekki eru til kallaðir sömu "álitsgjafarnir" og notaðir voru til að mæra verk fyrri ríkisstjórnar, hversu röng og vitlaus þau voru.  Þessum álitsgjöfum hefur tekist að koma inn hjá hluta þjóðarinnar að skattalækkun upp á fjóra milljarða, sé skattahækkun! Maður hélt að risið á þessum "álitsgjöfum" hefði eitthvað lækkað eftir útreiðina sem þeir fengu í icesave kosningunni, en kannski er mynni þeirra bara svona stutt. Svo má alltaf hugsa sér að einhverjir þeirra láti kaupa sig til verka.

Ég trúi á þjóðina, ég trúi því að hún taki afstöðu eftir sinni sannfæringu, en láti ekki fjórða valdið og "álitsgjafa" þess stjórna sér. Þetta tókst þegar kosið var um icesave og ég trúi því að þetta muni takast aftur. Ég trúi því að þjóðin vilji ekki kjósa þann flokk sem hugsar um það eitt að sækja hverja krónu sem fellur í vasa kjósenda, ég trúi því að kjósendur kjósi ekki þá flokka sem vilja það heitast að þjóðin segi sig til sveitar í Brussel, þar sem atkvæðavald okkar mun einungis ná 0,06% í öllum ákvarðanatökum. 

Ég trúi á þjóðina.

 


mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband