Evrópskt Þýskaland eða þýsk Evrópa

Í dag, 1. nóvember 2014, tóku nýjar reglur gildi um vægi þjóða ESB innan ráðherraráðsins. Þetta er ein af þeim breytingum sem Lissabonsamningurinn leggur á þjóðir sambandsins, samningur sem almenningur fékk engu um ráðið, utan íbúa Írlands. Þeir felldu þann samning í fyrstu en eftir tiltal urðu þeir að samþykkja hann. Ráðamenn annara þjóða ESB héldu sínum íbúum frá allri ákvarðanatöku um þennan samning. Enda er lýðræði ákaflega illa séð í Brussel.

Og enn eitt skrefið er stigið til valdaaukningu Þjóðverja, meða þessari breytingu. Vægi þeirra innan ráðherraráðsins eykst úr 8,4 % í 16,4%, eða nærri tvöfaldast. Samhliða þessu er eina vopn smáríkja innan ráðsins tekið af þeim, þar sem neitunnarvald hverrar þjóðar er afnumið í flestum veigameiri málum.

Það er staðreynd að auður Evrópu hefur safnast á hendur Þjóðverja, frá því evran var tekin upp. Nú eykst vægi þeirra innan æðstu stofnun ESB um helming og geta þeir nánast stillt öðrum þjóðum upp við vegg, sýnist þeim svo. Það er því ekki undarlegt þó maður velti fyrir sér hvert stefnir innan ESB, hvort Þýskaland verði Evrópskt, eða hvort Evrópa verði þýsk.

Menn verða að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að þó varla sé hægt að segja að hætta stafi af Angelu Merkel, þá verður hún ekki eilíf í starfi. Enginn veit hver tekur við af henni og hvern mann sú persóna hefur að geyma. Það hefur alla vega verið lagður góður grunnur að því að Þýskaland geti yfirtekið önnur lönd ESB, ef einhverjum ráðamanni þar dytti slíkt í hug.

Enginn fréttamiðill hér á landi lætur svo lítið að minnast á þessa regubreytingu innan ESB, hvað þá að kafa aðeins ofaní þá breytingu. Hvað veldur?

Svona til uppörvunnar fyrir aðildarsinna hér á landi þá er kannski rétt að upplýsa þá um að vægi okkar, ef að aðild yrði, næði rétt 0,06%, eða sem svarar ekki neinu. Völd okkar yðu akkúrat engin innan samabandsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Góður pistill, Gunnar, já þetta er voðalegt.  En Ásmundar og Frímannar munu bara þræta fyrir að 0,06% hafi ekki mikla þýðingu og gefi Íslandi ekki mikið vald.  Við mundum ekki hafa neina þörf fyrir ríkisstjórn og stjórnmálamenn eftir yfirtökuna.  Við yrðum ekki fullvalda.

Elle_, 1.11.2014 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband