Ragnheiður og fyrirlitningin

Í allt að því sögulegu viðtali Gísla Marteins við Ragnheiði Ríkharðsdóttir, í úvarpi allra landsmanna, taldi hún vanda Sjálfstæðisflokks vera þröngsýni. Sagði hún að fyrirlitning á ákveðnar skoðanir vera flokknum til travala og nafngreindi þar ákveðinn fyrrverandi formann.

Þessi skýring Ragnheiðar er frekar haldlítil. Vandi flokksins stafar fyrst og fremst af því að flokksforustunni hefur ekki auðnast að ganga í takt við flokksmenn.

Á landsfundi flokksins fyrir kosningar vorið 2009 var samþykkt að ekki skyldi sótt um aðild að ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta var meginþema frambjóðenda flokksins fyrir þær kosningar, varðandi aðildarmál. Þrátt fyrir þetta greiddu sumir þingmenn flokksins atkvæði sitt með aðildarumsókn án aðkomu þjóðarinnar, nokkrum vikum eftir kosningar. Þar á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Á landsfundi flokksins fyrir kosningarnar 2013 kom þetta mál vissulega upp og ljóst að landsfundarmenn voru lítt hrifnir af þessum svikum þeirra þingmanna sem þarna greiddu atkvæði gegn samþykkt æðstu stofnunar flokksins. Til að reyna að bæta fyrir skaðann samþykkti landsfundurinn að draga strax umsóknina til baka og að ekki yrði farið aftur af stað nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill meirihluti landfundarmanna stóðu að þeirri samþykkt.

Þegar síðan kosningastefnan kom fram, örfáum dögum eftir þennan landsfund, hafði flokksforustan dregið verulega úr vægi samþykktar landsfundar. Vildu menn nú túlka þessa samþykkt á einhvern allt annan veg en landsfundur samþykkti. Út frá þessari kosningastefnu vilja sumir þingmenn flokksins vinna og kasta samþykkt æðstu stofnunar flokksins í ruslið. Þvílík fyrirlitng sem flokksforustan sýndi þarna landsfundarfulltrúum og kjósendum flokksins.

Hvernig geta kjóserndur treyst svona fólki? Hvernig getur fólk sem haga sér með þessum hætti ætlast til að fá atkvæði kjósenda?

Fyrirlitningin er því ekki á skoðanir fólks, fyrirlitningin er á samþykktir meirihlutans, á lýðræðið! Fyrirlitningin felst í því að vinna gegn samþykktum landsfundar.  

Það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir og þeir sem vilja geta valið sér stjórnmálaflokk til að vinna þeim fylgi. Ef meirihluti þess flokks hafnar þeirri skoðun er það ekki merki um fyrirlitningu eða þröngsýni, það er einungis merki um að meirihluti viðkomandi flokks er ekki sama sinnis og viðkomandi einstaklingur. Innan Sjálfstæðisflokks er skýr vilji meirihlutans til að draga aðildarumsóknina til baka og hefja þá vegferð ekki að nýju nema með aðkomu þjóðarinnar. Þetta er lýðræðislegur vilji, bæði innan flokksins en ekki síður fyrir landsmenn. Þarna samþykkir flokkurinn að ekki skuli sótt um aðild að ESB nema meirihluti þjóðarinnar sé því samþykkur og þar sem sú ferð var hafin án aðkomu þjóðarinnar, er það eitt í stöðunni að draga umsóknina til baka og ekki hefja hana aftur nema með vilja þjóðarinnar.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vísar því þessu máli alfarið til þjóðarinnar og þeir sem móti aðild eru innan flokksins eru tilbúnir að hlýta þeirri leið sem þjóðin velur. Er þetta þröngsýni? Er þetta fyrirlitning?

Aðildarsinnar vilja hins vegar aðild, hvað sem hver segir. Þeir hlusta ekki á meirihlutaákvarðanir, enda telja þeir sig æðri og vitrari en annað fólk. Þeirra vilji skal ráða. Það kallast fyrirlitning, það kallast þröngsýni!! 

 


mbl.is Ekki á leið úr Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Gunnar. Það er erfitt að koma auga á það hvað þetta fólk er að gera í Sjálfstæðisflokknum ef það vill ekki samþykkja stefnu hanns, ég sem kjósandi mótmæli veru þess á þingi, ég kaus ekki ESB sinna og vil ekki í ESB.

Eyjólfur G Svavarsson, 28.4.2014 kl. 15:02

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held að Ragnheiður hafi eingöngu verið að gagnrýna framgöngu Davíðs Oddssonar.  Hún vill að hann hætti afskiptum af flokknum en þorir ekki að segja það berum orðum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.4.2014 kl. 18:55

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má vissulega taka undir það sjónarmið að fyrrum formenn flokka eigi ekki að skipta sér af því sem fram fer í flokkum. En hvers vegna nefndi hún þá ekki hinn fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins, Þorstein Pálsson. Hans afskipti af flokknum eru margfallt meiri en afskipti Davíðs.

Davíð talar þó fyrir þeirri stefnu sem landsfundur samþykkti, ólíkt því sem Þorsteinn gerir. 

Gunnar Heiðarsson, 29.4.2014 kl. 06:10

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Davíð gerði meira en tala fyrir stefnu landsfundar.  Hann beinlínis sagði það "hundahreinsun" að losna við fólk eins og Ragnheiði.

„Ef Sjálfstæðisflokknum á Íslandi, flokki sem er að verða 85 ára gamall, finnst það góð grisjun að ekki séu allir á einni skoðun, þá á þessi flokkur bara ekkert heima, ef hann ætlar bara að vera einstefnuflokkur og einstrengingslegur flokkur, þá náttúrulega er hann að missa það sem hann hafði, og hefur haft í gegnum tíðina, allt að 40 prósent fylgi landsmanna sem er dottið niður í 26 prósent og við þurfum að hugsa út frá því,“ segir Ragnheiður.

Ekki veit ég hvar þú finnur þeim orðum stað, að afskipti Þorsteins Pálssonar af Sjálfstæðisflokknum séu margfalt meiri en Davíð Oddssonar.  Þorsteinn hefur ekki tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins síðan hann hætti sem ráðherra.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.4.2014 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband