Það er gott að búa EKKI í Reykjavík

Mikið óskaplega hef ég oft þakkað mínum sæla fyrir að vera ekki íbúi Reykjavíkur, síðastliðin fjögur ár.

Eftir síðustu kosningar komst til valda stjórnmálaafl sem hafði það hellst að markmiði að svíkja gefin loforð. Þetta var yfirlýst stefna þessa framboðs og því létt fyrir hven þann stjórnmálaflokk sem vildi að ganga til samstarfs við það, ekki þurfti að hafa áhyggjur af stefnumálum þessa nýja framboðs.

Framanaf var borgini þó stjórnað af hefðbundnum hætti, þar sem klíkuskapur einnkenndi öll vinnubrögð og reyndar hefur ekkert lagast á því sviði. Borgarstjórinn taldi sitt verk hellst vera að hneyksla sem flesta og skeytti lítt um hefðbundin störf borgarstjóra. Til þeirra verka réði hann aðstoðarmann.

Með einhverjum ráðum tókst þessari nýju borgarstjórn, sem byggði fylgi sitt á kjósendum þeirra sem þótti sniðugt að kjósa þann sem lofaði að svíkja loforð, að lama eða koma á sitt band fulltrúum þeirra flokka sem voru í stjórnarandstöðu í borginni. Svo virðist sem það sé sama hversu arfavitlausar tillögur meirihlutinn kemur fram með, hinir taka undir. Kannski allir borgarfulltrúar telji svona sniðugt að vinna gegn borgarbúum og landsmönnum öllum. Kannski eru fulltrúar allra flokka í borgarstjórn bara svona miklir heiglar að þeir þora ekki annað en að samþykkja það sem frá grínastunum kemur.

Nú síðustu ár þessa kjörtímabils hefur keyrt um þverbak í fáviskunni hjá borgarstjórn. Heilu göturnar eru teknar og gerðar að leikvelli misvitra manna, leikvelli þar sem einhverjir fá að fara fram með sína heimsku á kostnað borgarbúa. Þetta er gert í þágu reiðhjólafólks og öryggis. Niðursaðan er mun hættulegri götur fyrir alla. Það er staðreynd að stór hluti borgarbúa og auðvitað allir landsmenn sem utan borgarmarkanna búa, en eiga erindi til höfuðborgarinnar, nota sinn bíl. Það er ekkert að því að auka aðgengi þeirra sem hjóla, en það skal ekki gert á kostnað annarra.

Flugvallamálið er kannski það mál sem á flestum brennur, a.m.k. þeim sem nota hausinn til að hugsa. Undirskriftasöfnun upp á hátt í eitthundrað þúsund undirskrifta, til varnar flugvellinum var kastað í næstu ruslakörfu. Grínistinn lét þau orð falla að hún væri ómarktæk þar sem allir landsmenn hefðu getað ritað nafn sitt á listann, ekki bara Reykvíkingar. Þeir sem að undirskriftinni stóðu gerðu þá strax bragabót á þessum annmarka og skiptu undirskriftunum niður eftir búsetu. Um 60% þeirra sem skrifuðu undir bjuggu í Reykjavík. Nú er það svo að innanvið 40% kjósenda landsins búa í Reykjavík, svo ljóst er að hlutfallslega miklu fleiri borgarbúar skrifuðu undir listann en íbúar utan borgarinnar. Liggur nærri að á milli 70 og 80% kjósenda í Reykjavík hafi skrifað undir þennan lista. Ekki batnaði ástandið fyrir grínistann við þessa úttekt, en trúr sinni sannfæringu um að ekkert mark væri takandi á stjórnmálamönnum, lét hann undirskriftalistann liggja áfam í ruslakörfunni. Flugvöllurinn skyldi burt, hvað sem hver segir. Það versta var þó að sjá borgarfulltrúa allra flokka taka undir þessi ósköp gegn borgarbúum og öllum landsmönnum!!

Nú er ruglið og vitleysan komin á alveg nýtt stig hjá grínistanum og hans fylgisfólki. Það nægir ekki að úthýsa flugvellinum, það nægir ekki að rústa gatnakerfinu, nú skal rústað eignum fólks. Það á að taka af fólki eign þess, í nafni þéttingu byggðar. Þarna toppa þessir aðilar alla vitleysuna. Sem betur fer er stjórnarskrá í landinu og henni verður borgarstjórn að hlýta, hversu illa sem henni er við þá kvöð. Eign fólks er varin í henni og því ljóst að þessi skipulagsátlun er marklaust plagg. Reyndar setur maður nokkra spurningu við störf þeirra aðila sem eiga að hafa eftirfylgni með svona óstjórn og störf þeirra sem vinna við að leggja blessun landsstjórnar á skipulagið. Þar er greinilega einhver pottur brotinn, nema þeir séu líka svona blindaðir af gríninu!

Það er vissulega gott að búa ekki í Reykavík. En sem Íslendingur lætur maður málefni borgarinnar sig varða, enda Reykjavík höfuðborg allra landsmanna, með þeim kostum og skildum sem slíkru upphefð fylgir.  Ferðalög að og frá borginni og innan hennar er kannski það sem hellst að okkur snýr. Því er flugöllurinn okkur hjartfólginn og við viljum geta sótt þá þjónustu sem höfuðborg veitir, um götur hennar á okkar eiginn bíl. Það má ekki gleyma þeirri staðreynd að stór hluti þess fjár sem ríkissjóður útdeilir til vegaframkvæmda, fer til gatnabóta í Reykjavík. Jafnvel er nýttur hluti þessa fjár til reiðhjólastíga og rándýrra reiðhjólabrúa í borgarlandinu, meðan hluti landsmanna býr enn við illfæra malarvegi!!

Það verður ekki séð að neitt stjórnmálaafla ætli að hafa dug til að vinna gegn þeirri þróun sem orðin er í höfuðborginni.  Innan allra framboða finnast frambjóðendur sem vilja flugvöllinn burtu, þó núverandi borgarstjórnarflokar séu mest áfram um þann verknað.

Það er því ljóst að á næstu árum mun flugvöllurinn verða fjarðlægður, götur þrengdar og enn fleiri reiðhjólasígar byggðir. Stjórnarskráin mun væntanlega verja íbúa Vesturbæjar gegn eignarnámi á bílskúrum, en bílstæðum þar vestra verður markvisst útrýmt.

Því mun borgarmyndin verða yfirfullar götur af bílum sem komast hvorki lönd né strönd, kraðak af nánast tómum reiðhjólastígum og hvergi pláss fyrir grænt gras. Skammt verður þess að bíða að Elliðaárnar verði lagðar í rör frá vatni til sjávar, svo hægt verði að "þétta" byggð þar í dalnum.

Fyrir okkur landsbyggðafólk verður útilokað að ferðast til borgarinnar og okkur þá haldið utan allrar þjónustu sem höfuðborg veitir. 

Mikill er máttir grínsins!! 

 


mbl.is „Við erum agndofa yfir þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira bullið sem vellur upp úr þér maður!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 11:55

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Enda er ég ekki grínisti í Reykjavík, Haukur, bara vesæll armur maður sem býr út á landsbyggðinni. em sjaldan til borgarnnar og einungis af brýnni þörf.

Er ánægður með þetta hlutskipti mitt, en get varla hugsað þá hugsun til enda hvernig hugarástand mitt væri, væri ég íbúi Reykjavíkur.

Gunnar Heiðarsson, 26.4.2014 kl. 12:13

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Annars væri kannski ekki ofmælt að þú útskýrðir örlítið frekar í hverju bull mitt liggur.

Er það bull hjá mér hver stefna grínframboðsins var fyrir síðustu kosningar?

Er það bull hjá mér að misheppnaðar tilraunir með götuásýnd hafi kostað borgarbúa mikið fé? Þar sér ekki fyrir endann á ruglinu, því jafn skjótt og mistök voru viðurkennd í einni götu, var haldið í enn verri framkvæmd í annari!

Er það bull hjá mér að borgarstjórn vill flugvöllinn burtu, þrátt fyrir undirskriftir um 70.000 manns?

Er það bull hjá mér að borgarstjórnarandstaðan standi hjá og í besta falli þegi, yfir hverri þeirri ráðgerð sem borgarstjórn ákveður og í mörgum tilfellum er stjórnarandstaðan með í ruglinu?

Er það bull hjá mér að stórri upphæð af vegafé var nýtt til að leggja reiðhjólastíg yfir Grafarvoginn, með brúm yfir ósa Elliðaár? Þeir sem til þekkja og þannig búa að þeir hafa þar sýn yfir þennan reiðhjólastíg, hafa sagt mér að hann sé vissulega notaður, af örfáum hræðum! 

Er að bull hjá mér að núverandi frambjóðendur annara flokka en borgarstjórnaflokkanna, séu nánast lamaðir? Þar er ekki að sjá neinn vilja til að breyta þeirri leið sem hefur verið valin. Þegar einhver einstakur frambjóðandi annara flokka velur að gagnrýna þessa leið BF og Samfylkingar, eru það oftast samflokksmenn sem rísa upp með gagnrýni á þessa einstaklinga. Hver hefur gagnrýnt mest þegar einstaka frambjóðandi Sjálfstæðisflokks telur að flugvöllurinn eigi að vera? Er það ekki einmitt Gísli Marteinn? Ekki hafa frambjóðendur BF og Samfylkingar þurft að ómaka sig á að tala niður þá Sjálfstæðismenn sem vilja flugvöllinn áfram.

Það eru engar staðreyndarvillur í minni grein, Haukur, en ég leifi mér örlítið að spá um framtíðina. Hvorugur okkar getur dæmt þær spár sem bull eða ekki. Einungis framtíðin getur leitt í ljós hvernig það fer.  

Teljir þú einhverja staðreyndarvillu í grein minni, máttu gjarna benda á hana. Spádóma mína skulum við síðan ræða í framtíðinn, þegar séð verður hvort þeir rætast eða ekki.  

Gunnar Heiðarsson, 26.4.2014 kl. 12:51

4 Smámynd: Elle_

Hvar var bullið í pistlinum?  Ekki væri úr vegi að benda á það.  Það er eitt, Gunnar, þú talaðir um að utanbæjarmenn noti bílana sína í borginni.  Og líka að þeir vildu flugvöllinn.  Meintirðu þá sem millistöð milli RVK og Keflavíkur eða sem öryggisvöll?  Get alveg skilið hvort 2ja, en langar að vita hvað þú meintir. 

Elle_, 26.4.2014 kl. 12:52

5 Smámynd: Elle_

Nei, ég orðaði þetta vitlaust.  Völlurinn getur ekki verið nein millistöð milli RVK:/ og Keflavíkur, en milli bæja, þorpa, úti landi og Keflavíkur.

Elle_, 26.4.2014 kl. 13:17

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var klaufaskapur hjá mér að orða þetta svona, Elle. Þeir sem ferðast með flugi taka auðvitað einkabílinn ekki með sér. En ég hélt að þetta væri svo augljóst að varla þyrfti að taka það fram.  

Þetta breytir þó engu um mikilvægi flugvallarins, eða mikilvægi þess að hægt sé að ferðast um borgina á skikkanlegann hátt. Sumir koma með flugi og aðrir akandi.  

Ef allir kæmu með flugi væri ekki verið að rífast um hvort völlurinn ætti að fara eða vera. Þá væri umferðin um völlinn svo mikil að engum dytti í hug að fjarlægja hann. Ef hins vegar allir kæmu akandi er hætt við að umferðateppurnar yrðu enn meiri en nú er, jafnvel um þær götur sem grínistarnir hafa ekki leikið sér á.

Það hefur margt verið ritað um mikilvægi vallarins og ætla ég ekki að endurtaka það allt hér. Sjúkraflug og varaflugvöllur fyrir utanlandsflug eru kannski þeir þættir er snúa að öryggismálum. Innanlandsflugið er aftur það sem snýr að ferðalögum innanlands, bæði íslendinga og erlendra ferðamanna. Sumir íslendingar eiga engann annan kost yfir vetrartímann en flugið og er hægt að nefna heilu byggðalögin sem svo háttar til. Á það bæði við um aðföng sem ferðalög. Fyrir það fólk verður aflögn vallarins í Vatnsmýrinni skelfing, nógu dýrt er samt fyrir það að ferðast og afla sér matvæla.

Það er æ sjaldnar rætt um nýjann flugvöll í stað þess gamla. Meir og meir er rætt um flutning vallarins til Keflavíkur. Þetta er eðlilegt, kostnaður við að byggja nýjann völl er þvílíkur að ekki er raunverulega hægt að ræða þann kost. Þá hefur ekki enn fundist land undir völlinn og umræðan um Hólmsheiði er einungis til að slá ryki í augu fólks. A.m.k. er verið að byggja þar efra lúxushótel fyrir afbrotamenn og er staðsetning þess á þeim bletti sem rætt var um sem flugvallarstæði. Ef einhver alvara var með þeirri umræðu að færa völlinn upp til fjalla, hefði lúxushótelið væntanlega verið reyst einhversstaðar annarstaðar, ekki satt.

Tillaga Ómars Ragnarssonar um breytingu á vellinum í Vatnsmýri hljómar vel. Hún byggir á því að völlurinn verði áram á sama stað en flugbrautum hnikað til svo meira byggingaland fáist. Þessi hugmynd er allra skoðunnar verð.

Það sem ég sakna þó í allri umræðu um Vatnsmýrina er sú náttúruvá sem aukin byggð þar hefur. Í mýrinni eru varp og uppeldisstöðvar fyrir fugla og þar er vatnsuppspretta fyrir sjálfa Tjörnina. Náttúruverndarsinnar þegja þunnu hljóði vegna þessa og talsmenn þess að fjarlægja völinn og þétta byggð fullyrða að engin hætta sé þarna á ferðum. Það bæri nýrra við ef hægt er að byggja á mýri án þess að þurka hana upp!

Umræðan ætti freka að ver á hinn veginn, að auka og efla flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Keflavíkurflugvöllur annar ekki lengur með góðu móti allri umferð þar um og hægt væri að vísa hluta hennar til Reykjavíkur. Til þess þarf auðvitað að byggja upp betri móttöku við völlinn.

Sjálfur hef ég lent í þeirri óskemmtilegu reynnslu að vera að koma með flugi frá USA. Þega lenda átti í Keflavík var þoka þar og því lent í Reykjavík. Vegna aðstöðuleysis þar urðum við að bíða í vélinni þar til þoku létti í Keflavík og var þá flogið með okkur þangað. Þetta var þó skárra en ef enginn völlur hefði verið í Reykjavík. Þá hefðum við þurft að fljúga til Skotlands og bíða þar.  

Gunnar Heiðarsson, 26.4.2014 kl. 17:59

7 Smámynd: Elle_

Jú Gunnar, ég skildi það skömmu eftir að ég setti það síðasta inn.  Það var nokkuð ljóst, eða ætti að hafa verið ljóst, að þú meintir að fólk utan af landi ætti að geta komið með bílinn sinn, ef það kysi, og notað flugvél ef það vildi.

Elle_, 26.4.2014 kl. 18:30

8 identicon

Góður pistill. Er sammála hverju einasta orði. Reykjavík er orðin svo ógeðslega pirrandi leiðinleg eftir að þesi meirihluti komst til valda . Frekar flyt ég burt úr Reykjavík en að fara að hjóla í snjónum, rokinu og riggningunni.

jóhann (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband