Már hefur áhyggjur af bönkum landsins

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, hefur áhyggjur af stöðu bankakerfisins, telur það standa á brauðfótum. Réttilega bendir hann á að sá gífurlegi hagnaður sem þessi fyrirtæki hafa sýnt frá hruni, kemur til vegna "leiðréttingar á eignasafni" bankana. Vissulega er þetta rétt hjá Má, bankarnir fengu sín lánasöfn á gjafprís, enda var ætlunin að sú niðurfærsla yrði notuð til lækkunnar höfuðstóls lána að hluta og uppbyggingar bankakerfisins að hluta. Báða þessa hluta tók þó bankakerfið til sín, með dyggum stuðningi þáverandi stjórnvalda. Síðan hafa þeir verið að "leiðrétta eignasafn sitt".

Þegar þessi breyta er tekin út úr rekstrartölum bankanna sést að þeir standa verulega höllum fæti, enda ekki verið neinar forsendur í hagkerfinu fyrir hagnaði eða uppgangi bankanna.

En Már þarf ekki á óttast, a.m.k. ekki strax. Nú, þegar bónusakerfið hefur verið lögleitt geta bankarnir aftur farið að græða. Þegar þeir sem sjá um áhættustýringu bankanna geta tvöfaldað laun sín með bónusum, er víst að áhættan mun aukast verulega. Það verður skammt að bíða þess að bankarnir fari að "græða" á tá og fingri, svona eins og árin fyrir hrun.

Auðvitað mun það enda á sama veg og haustið 2008, en Már þarf vart að hafa áhyggjur af því. Hann verður þá væntanlega horfinn til annara starfa, erlendis.

EF, hins vegar, Már hefur áhyggjur, ætti hann að hafa áhyggjur af því að starfsfólk bankanna skuli geta tvöfaldað sín laun með bónusgreiðslum. Það hefur sannast að siðferði margra er ekki með þeim hætti að þeir valdi slíkum kost. Siðferði allt of margra bankastarfsmanna, sérstaklega í efri lögum virðingastigans, er með þeim hætti að fyrst er horft í eigin buddu, áður en lengra er haldið. Ef hægt að að bæta í hana, jafnvel þó það kosti smá hliðrun frá því sem rétt og löglegt er, þá er slíkt gert!!

Þarna liggur áhætta bankanna, ekki í því að þeir séu búnir að nýta þá "leiðréttingu eignasafns" sem þeir hafa skreytt sitt bókhald með!!

 


mbl.is Staða banka mætti vera betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband