"Harðbýlisgreiðslur"

Það nýyrði "harðbýlisgreiðslur" sem höfundar skýrslunnar nefna, er í sjálfu sér rangyrði. Það má skilja á málflutningu nefndarmanns að þeir styrkir komi frá ESB, en svo er þó alls ekki.

Þær tímabundnu undanþágur sem Finnar og Svíar fengu við aðild að EB á sínum tíma, undanfara ESB, fjalla um að áðkveðin svæði innan þessara ríkja eru skilgreind sem harðbýl. Á þeim svæðum hafa ríkisstjórnir þessara landa tímabundna heimild, með ströngum skilyrðum frá ESB, til að greiða meiri styrki en landbúnaðarstyrkir ESB veyta. Þessir aukastyrkir koma ekki frá ESB, heldur viðkomandi ríki og eru fyrst og fremst hugsaðir til að það styrkjakerfi sem var við lýði, skertist ekki.

Þá eru þær kvaðir sem settar eru svo strangar að þær hamla alla uppbyggingu landbúnaðar á þeim svæðum, þar sem slík uppbygging er litin á þann veg að viðkomandi svæði séu þá ekki lengur harðbýl.

Þessar tímabundnu undanþágur eru undir stöngu eftirliti ESB og þurfa að hlýta ákvörðunum frá Brussel. Hvenær sem er er hægt að fella undanþáguna úr gildi og þarf einungis reglubreytingu ESB til. Slíka reglubreytingur er hægt að gera án þess að viðkomandi ríki geti rönd við reyst.

Í haust taka nýjar reglur um vægi þjóða ESB innan sambandsins gildi. Þá fellur niður neitunnarvald hvers ríkis innan ráðherraráðs og vægi smærri ríkja verður skert innan Evrópuþingsins. Eftir þá breytingu er nánast útilokað fyrir lönd eins og Finnland og Svíþjóð að standa gegn reglubreytingu sem afnemur þær tímabundnu undanþágur sem þær hafa fengið og byggja á því að ákveðin landsvæði teljist harðbýl.

Eftir að þessar nýju reglur um vægi þjóða innan ESB taka gildi mun vægi Íslands verða svo lítið að vart verður réttlætanlegt að halda úti mannskap í Brussel, hvað þá að sá mannskapur muni hafa einhverja burði til að standa á rétti Íslands innan sambandsins.


mbl.is Ísland allt skilgreint sem harðbýlt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo verður Ísland skilgreint sem EKKI harðbýlt og þegar sú ákvörðun verður tekin hefur Ísland ekki neitt um það að segja !

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 12:20

2 identicon

ha ha ha. Svo eru menn hissa á að við borðum mest að geðlyfjum í heimi!! Ekki skrítið. Ekki búandi hér ólyfjaður!

ólafur (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 16:33

3 identicon

Geturu nefnt dæmi um það að ESB hafi breytt regluverki sem var búið til vegna inngangs sáttmála einhvers lands einhliða?

Eða er þetta bara annað dæmi um að við eigum að óttast það sem útlendingarnir gætu mögulega gert?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 21:44

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvort ESB hafi nú þegar breytt einhverjum reglum sem snúa að inngöngu einnhvera ríkja, skiptir ekki höfuðmáli. Slík breyting þarf að koma frá framkvæmdastjórn eða ráðherraráði og síðan að öðlast samþykki Evrópuþingsins.

Hingað til hafa hvert ríki haft neitunarvald innan ráðherraráðsins og vægi hinna smærri ríkja ESB verið tiltölulega hátt. Í haust mun verða mikil breyting þar á, þegar nýjar reglur um vægi þjóða innan ESB taka gildi. Þá mun einnig taka gildi afmám neitunnarvalds hverrar aðildarþjóðar. Þessar breytingar koma til vegna Lissabonsáttmálans, sem tók gildi 1. des. 2009. Eftir að þessi breyting hefur tekið gildi mun verða mun auðveldara að breyta öllum lögum og reglum ESB, einnig þeim reglum er snúa að inngöngu einstakra ríkja.

Útlendinga þurfum við ekkert að óttast, svo fremi að við höldum sjálfstæði okkar. Missum við það er vissulega ástæða til ótta, ekki bara við ESB, heldur allar þjóðir heims. Þá verður landið berskjaldað og háð ákvörðunum sem teknar eru án þess að við sjálf fáum nokkuð um það ráðið.

En pistill minn var um það sem skýrsluhöfundar kalla "harðbýlisstyrki". Slíkir styrkir eru ekki til, þó til séu tímabundnar undanþágur vegna þess að landsvæði eru skilgreind harðbýl. Þær undanþágur fjalla um það eitt að viðkomandi ríki hafa heimild til að nýta eiginn sjóði til að styrkja landbúnað umfram þá styrki sem styrkjakerfi ESB gefur. 

Landbúnaðarstefna ESB mun gilda að öðru leiti gilda að fullu. Slík stefna er okkur Íslendingum varasöm. Það hefur mikið verið bennt til Finnlands og hvernig til hefur tekist þar. Því miður nær sá samanburður skammt, þar sem einungis eru borin saman árin fyrir aðild, þegar landbúnaður Finna var mjög frumstæður og byggði að stórum hluta á kotbýlum, við fyrstu árin eftir aðild. Vissulega batnaði landúnaður þar frá því sem verið hafði, en einungis að vissu marki, því marki sem ESB var þóknanlegt. Hin síðari ár hefur verið alger stöðnun í landbúnaði Finna. Einhverra hluta vegna vilja menn þó ekki ræða þá stöðnun eða orsakir hennar.

Eitt var þó sem Finnar fundu vel fyrir, strax við inngöngu og það var að matarverð hækkaði verulega og hefur farið hækkandi allar götur síðan, ef miðað er við launþróun þar í landi. 

Gunnar Heiðarsson, 8.4.2014 kl. 07:36

5 identicon

Sammála síðasta ræðumanni!

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband