Undarleg skoðanakönnun

Þessi svokallaða könnun er í alla staði undarleg, enn undanlegri er þó niðurstaðan.

Það liggur fyrir 237 einstaklingar gætu hugsað sér að kjósa nýtt framboð, ef það væri væri leitt af Þorsteini Pálssyni og ef það byði fram í næstu kosningum.

Ekkert kemur fram hvaða flokka þessir 237 einstaklingar kusu í síðustu kosningum, eða hvaða flokka þeir hugsanlega myndu kjósa í næstu kosningum, komi ekki slíkt framboð fram. Því er ekki hægt að sjá hvaða flokkar muni missa fylgi, ef slíkt framboð fer fram. Þessir einstaklingar gætu þess vegna að stæðstum hluta komið frá fylgi krata.

Þá voru þessir 237 einstaklingar ekki spurðir hvort þeir styddu slíkt framboð, ef Þorsteinn Pálson ákveði að halda sig frá Alþingi. Samkvæmt fréttum ruv hefur hann nú tekið ákvörðun um það. Því er ekki hægt að segja til um hvort þessir 237 einstaklingar horfi frekar til persónunnar Þorsteins Pálssonar, eða hvort þeir horfa til þess að fá nýjann kost til hægri. Hugsanlega gætu líka einhverjar allt aðrar ástæður legið fyrir því að 237 einstaklingar segjast hugsanlega myndu kjósa slíkt framboð. Víst er að svarhlutfallið hefði sennilega verið annað ef nafn Benedikts Jóhannsonar "frænda", hefði verið í spurningunni. 

Það sem kannski stendur uppúr þessu rugli er að ákveðnir menn kosta skoðanakönnun sem fram er sett með þeim hætti að útilokað er að taka nokkurt mark á henni. Þeir persónugera spurninguna, án þess þó að hafa samþykki viðkomandi persónu fyrir henni.

Það væri ábyrgðahlutur af kjósendum að veita slíkum mönnum brautargengi til Alþingis.  


mbl.is Framboð nyti mögulega 38% stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gunnar þú gagnrýnir þetta raunsætt. í fréttinni segir að viðkomandi gæti hugsað sér að kjósa þann flokk ef biði fram,en það er auk alls sem þú tekur fram ansi loðið svar.

Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2014 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband