Er hundur í forsetanum ?

Lagning ljóshunds til Bretlands er eitthver vitlausasta hugmynd sem skotið hefur upp kollinum hér á landi, frá því menn hugðust virkja Gullfoss.

Þeir sem hyllast þessa stórundarlegu hugmynd nefna gjarnan úttekt sem gerð var fyrir Landsvirkjun um þetta mál. Þegar sú úttekt er skoðuð er þó vart hægt að segja að þar fari neinn dómur um hagkvæmni verksins, þvert á móti 

Úttektin byggir á forsendum sem vart standast, auk þess sem orðið "óvissa" kemur ansi oft fyrir í henni. Þá er margítrekað í þessari úttekt að einungis sé um vísbendingar að ræða, að engar forsendur sé til að setja fram staðreyndir. Kemur þar fyrst og fremst til að lagning svo langs ljósshunds á svo mikið dýpi sem hér um ræðir er ekki þekkt, ennþá. Þetta kristallast í þeirri staðreynd að kostnaður við lagningu hundsins er talinn vera á bilinu 288 - 553 milljarðar króna! Þarna er óvissa uppá 265 milljarða! Eða nærri sem svarar lagningu hundsins, ef lægri upphæðin er tekin. Þá er alveg horft framhjá þeirri staðreynd hvort verkið er framkvæmanlegt eða ekki.

Þá vekur sú óvissa um raforkuverð á Bretlandi upp stórar spurningar. Vinnsla þeirra á gasi úr leirlögum, sem nú er verið að hefja á Bretlandi, mun spila stórt í verðlagningu raforku þar á næstu árum, auk þess sem Norðmenn hafa gefið út að þeir hyggist leggja hund til Bretlands. Sá ljóshundur yrði á mun minna dýpi og nærri helmingi styttri en hundur frá Íslandi. Því eru forsendur fyrir orkuverði í Bretlandi í framtíðinni vægast sagt hæpnar. Breytir þar engu þó skýrsluhöfundar leifi sér að spá gengisfalli krónunnar, til að ná réttri niðurstöðu.

Einhver merkilegasti kaflu þessarar úttektar er þó kafli sem merktur er sem "2.2 Umhverfisráðgjöf". Þar kemur m.a. fram að lagning ljóshunds til Bretlands gæti haft óafturkræf áhrif á lífríki sjávar og að þrýstingur um frekari orkuöflun hér á landi yrði óhjákvæmilegur. Margt fleira kemur fram í þessum kafla sem fólk sem unnir náttúru ætti að skoða nánar.

Margar skrítnar hugmyndir hafa skotið upp kollinum hér á landi, enda Íslendingar með ólíkindum miklir draumóramenn. Virkjun Gullfoss og sala á norðurljósum eru sennilega þekktust fyrir slíkar hugmyndir og nú má bæta lagningu ljóshunds til Bretlands við þennan lista, sem skemmt hefur þjóinni.

Sem betur fer var Gullfoss ekki virkjaður og nú seljum við útlendingum þá dýrðarsýn að horfa á hann. Með auðveldari ferðum milli landa erum við nú loks hægt að selja norðurljósin á sama hátt og má segja að draumórar snemma á síðustu öld hafi þar ræst.

Kannski rennur upp sá dagur að lagning ljóshunds til Bretlands verði fýsilegur kostur fyrir okkur Íslendinga, en enn er langt í það. Á meðan eigum við að nýta okkur orkuna sem við eigum okkur sjálfum til hagsbóta og fara varlega í frekari virkjanir. Við getum örugglega selt ferðamönnum áhorf á dýrð okkar lands fyrir meiri pening en fæst fyrir þá orku sem hægt er að ná með því að virkja hverja lækjarsprænu og hvern hver landsins, til að seðja hungur græðgisaflanna.

Við eigum að nýta okkar orku sjálf og láta þann virðisauka sem hún gefur af sér verða til hér á landi, í stað þess að flytja hann út. Með því að flytja hana út erum við að setjast á bekk með þjóðum eins og Súdan, þar sem næg orka er til staðar, en vegna peningagræðgi er hún öll flutt úr landi og þegnar þess búa við sult og seyru.

Það má vissulega segja að margur verður af aurum api. Að forsetinn okkar skuli vera farinn að berjast fyrir þessum draumórum, sem einungis myndu færa meiri eymd yfir landið ef þeir rættust, minnir nokkuð á framferði hans fyrir hrun. Flestir landsmenn voru búnir að fyrirgefa honum það framferði, eftir skörungslega framkomu í icesave málinu. Þar tókst forsetanum að vinna aftur traust þjóðarinnar, en það traust getur verið fljótt að tapast. Eitt er víst, að ef hann fer á fyrri braut græðgissjónarmiða, mun hann missa allt traust, að fullu.

Það er vart til vegsauka að biðla til erlendra fjárfestinga um framlag til verkefnis sem vart er vitað hvort er tæknilega mögulegt og óvissan um kostnað er svo mikil að munar nærri helming, auk þess sem þetta mál er með öllu órætt meðal þjóðarar og þings. Það er hætt við að alvöru fjárfestar líti þetta sem brandara og vart megum við Íslendingar við slíku.

Hvers vegna biðlar ekki forsetinn frekar til fjárfesta um að koma hingað með sín fyrirtæki og nýta orkuna sem við eigum? Þar er af miklu að taka, þó ekki sé verið að horfa til hefðbundinnar stóriðju. Þannig kæmi hann fram sem ábyrgur forseti, en ekki sem einhver draumóramaður.

Það er sárt að horfa uppá þessi glappaskot forsetans okkar.

 


mbl.is Hvetur til fjárfestinga í sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband