Fjölskattur

Samlagshlutafélög vilja losna við að greiða skatt. Það vil ég líka, en hætt er við að Skúli líti mína ósk öðrum augum en ósk samlagshlutafélaganna.

Það er nefnilega svo að ég er ekki bara tvískattlagður, heldur fjölsskattlagður. Fyrst greiði ég tekjuskatt af mínum launum og hverfa þar 37- 42% af mínum launum. Þá þarf ég að borga virðisaukaskatt af allri vöru og þjónustu sem ég kaupi, í flestum tilfellum 25,5%. Þar með hefur ríkinu tekist að ná af mínum launum allt að 65%. Þau 35% sem eftir eru, eru þó hreint ekki föst í hendi, því ríkið á eftir að ná enn frekari peningum af mér.

Ef ég byggi mér hús borga ég, eins og áður segir, 25,5% af öllu efni til þess og sömu upphæð af allri keyptri vinnu, í skatt til  til ríkisins. Við það bætast svo hin ýmsu gjöld til ríkis og bæja. Þegar húsið hefur verið byggt og ég svo heppinn að skulda lítið í því, rukkar ríkið mig um eignarskatt.

Enn verr lítur dæmið út ef ég nota mína peninga til bílakaupa. Þá þarf ég að greiða himinhá gjöld og tolla af bifreiðinn og svo virðisauka ofaná alla þá upphæð, auk þess sem bíllinn reiknast inn í eignarskattstofn. Þar er fjölsköttun sannarleg.

Flestar vörur, s.s. fatnaður, eldsneyti og flestar aðrar nauðsynjavörur er sama merki brennd. Fyrst eru lögð vörugjöld, tollar og ýmis önnur gjöld á þær og siðan virðisaukaskattur ofaná alla upphæðina.

Það er einungis tekjuskatturinn sem ég greiði sem er tengdur tekjum. Allur annar skattur er algerlega óháður tekjum.

Það er því ljóst að ég er fjölskattaður og því samlagshlutafélugum engin vorkun að vera bara tvísköttuð. Það er jú einungis verið að skattleggja þar arð eða söluhagnað, sem sagt hreinar tekjur.

Það er spurning hvernig Bjarni og Hanna taka þessum skilaboðum Skúla. Væntanlega kætir þetta þeirra hjarta.

 

 


mbl.is Þýddi að fjárfestar yrðu tvískattlagðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband