Sjúsk, fúsk og subbuskapur

Það má sannarlega segja að núverandi utanríkisráðherra hafi haft nóg að gera við að hreins upp eftir forvera sinn. Sjúsk, fúsk og subbuskapur einkenndi störf fyrrum utanríkisráðherra og liggur drullan eftir hann yfir öllu er snýr að utanríkuismálum. Þar ber hæst einkaframtak hans í samstarfi við ESB.

Þingsályktunin sem Alþingi samþykkti þann 16 júlí, 2009, um að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að ESB, vísar til ályktunar meirihluta Alþingis um sama mál. Þegar það meirihlutaálit er skoðað og borið saman við verk fyrrum utanríkisráðhrra, er ljóst að hann fór langt umfram sínar heimildir. Það er ljóst að hans eigin orð um að vandratað væri hvenær svo langt væri farið að samþykkt Alþingis yrði brotin, varð honu ofviða.

M.a. er þar skýrt tekið fram að Alþingi skyldi vera með við allar ákvarðanir og haldið upplýstu um gang mála. Svo var alls ekki. Ekki einu sinni utanríkismálanefnd virtist vita hvað fram fór. Oftar en ekki þurfti að draga ráðherrann fyrir nefndina til að fá hjá honum skýrslu um málið. Slíkum skýrslum lýsti hann gjarnan sem "trúnaðarupplýsingum", þannið að nefndarmenn utanríkismálanefndar gátu ekki tjáð sig um þau mál utan nefndarinnar, ekki einu sinni við samflokksmenn sína á Alþingi!

Fleira má telja í þessum dúr í subbuskap fyrrum ráðherra, en þá er verið að tala um framkvæmdina eftir að umsókn hafði verið lögð fram.

 Um sjálfa umsóknina og samþykkt og framlagningu hennar, má svo skrifa langt mál. Í stuttu máli má þó lýsa þessu á þann veg að tveir flokkar mynda ríkisstjórn, annar hlynntur aðild en hinn á móti. Sá sem hlyntur var aðild lagði að hinum að samþykkja hana, á þeirri forsendu að um einungis væri verið að skoða hvað væri í boði. Þeir þingmenn sem ekki vildu þannig ganga gegn stefnu síns flokks voru einfaldlega barðir til hlýðni. Tillalaga um að leifa þjóðinni aðkomu að þessari ákvörðun var kastað í flórinn. Fljótlega kom í ljós að ekki var verið að kýkja í neinn pakka, ekki var um eiginlegann samning að ræða. Ísland var komið á fullt í aðlögun að regluverki ESB!

Fyrri meirihluti ákvað að láta þingsályktun duga til aðildarumsóknar. Með því móti var komist framhjá samþykki og undirskrift forseta á umsóknarblaðið. 

Í 19 grein stjórnarskrár segir: Undirskrift forseta landsins um löggjafarmál eða stjórnarerindi  veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.

Hvort umsókn að ríkjasambandi er stjórnarerindi, þar sem ljóst er að fullveldi verði gefið af hendi, eins og skýrt kemur fram í áliti meirihluta Alþingis um aðildarumsóknina, frá því í júlí 2009, er vissulega hægt að deila um. Að minnsta kosti ætti að þurfa meira en þingsályktun til slíkra gjörða, þingsályktun sem hvorki forseti þarf að rita undir, né endist meira en viðkomandi þing situr.

Lögræðiálit það sem núverandi utanríkisráðherra hefur fengið í hendur ætti því ekki að koma neinum á óvart. Það sem kannski kemur á óvart er að Alþingi skuli geta í krafti meirihluta síns, gert nánast hvað sem er og komist framhjá eina varnaglanum sem stjórnarskráin veitir gegn slíku alræði, forsetanum sjálfum, með því einu að gera um málið þingsályktun.

Að hægt skuli vera að leggja sjálfstæði landsins að veði með einfaldri þingsályktunartillögu!!

 


mbl.is „Sjúsk og subbuskapur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband