Kratar skammast sín fyrir flokk sinn

Það er ekki að undra þó kratar skammist sín fyrir flokk sinn. Önnur eins þvæla í pólitík hefur vart sést og síðustu daga, þar sem Samfylking hefur leikið aðalhlutverkið í farsanum.

Forsætisráðherra og fyrrverandi formaður flokksins, ásamt utanríkisráðherra, rituðu undir fríverslunarsamning við Kína. Á sama tíma lofar formaður flokksins að Ísland verði orðið aðili að ESB fyrir árslok 2014, en þá mun þessi Kínasamningur falla úr gildi. Ætli kínverjum hafi verið gerð grein fyrir þeirri staðreynd?

Gylfi Arnbjörnsson og nú Magnús Norðdal, ásamt fleirum framámönnum Samfylkingar gagnrýna þennan samning harðlega. Ekki vegna þess að þarna er verið að hafa Kínverja að leiksoppi, heldur vegna lélegra kjara kínverskra verkamanna og réttindaleysi þeirra. Þessir menn eru þó í framvarðarsveit þeirra sem vilja að Ísland gangi í ESB, þar sem kerfisbundið er verið að taka öll réttindi af verkafólki. Uppsagnarákvæði eru afnumin, kjarasamningar bannaðir og laun lækkuð einhliða, ásamt ýmsum fleirum réttindum launafólks innan ESB.

Eftir hrun voru stjórnmálamenn gagnrýndir harkalega fyrir að vera viðstaddir hina ýmsu viðskiptasamninga sem útrásarvíkingar gerðu á erlendri grund. Ekki ætla ég að halda því fram að þeir samningar sem einkafyrirtækin gerðu í þessari Kínaferð hafi verið óheiðarlegir, eða þeir sem að þessum fyrirtækjum standa hafi eitthvað að fela, en ljóst er að bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra voru viðstaddir þessar undirskriftir einkafyrirtækjanna. Fyrir hrun datt heldur engum í hug að útrásarvíkingarnir hefðu eitthvað að fela og þá þótti sjálfsagt að ráðamenn þjóðarinnar væru viðstaddir slíkar samningsundirritanir. 

En það er ekki bara þessi Kínasamningur sem kratar ættu að skammast sín fyrir, mikið heldur hvernig ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skila af sér. Nú síðast sú "gjöf" sem færð var sjúkum, öldruðum og öryrkjum í formi enn frekari þáttöku við lyfjakaup. Hægt væri að slá á lyklaborðið í allan dag ef maður ætlaði að telja upp allar þær "gjafir" sem þessi ríkisstjórn hefur fært landsmönnum. Niðurstaðan er sú að þessi fjögurra ára valdatíð Jóhönnu og Steingríms, hefur skaðað landið meira en bankahrunið nokkurntímann gerði. Það sem verst er þó, er að enn eru ekki kurl komin til grafar vegna þessarar skaðræðisríkisstjórnar.

Það er því von að kratar skammist sín fyrir flokk sinn og að skrefin inn í kjörklefann verði þung. 


mbl.is Skammast sín fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband