Hvert er raunverð fasteigna ?

Hagstofan gefur út tölur, það er eitt af hennar verkefnum. Til að finna þessar tölur þarf hún upplýsingar, í þessu tifelli frá Þjóðskrá, sem heldur m.a. utanum söluverð fasteigna á hverjum tíma. Þetta er í raun mælistokkur Hagstofunnar.

En söluverð fasteigna byggir á mörgum þáttum, þó fyrst og fremst framboði og eftirspurn. Ef framboð er mikið lækar verði og ef eftirspurnin er lítil lækkar það einnig. Eftirspurn ræðst svo að mestu af getu fólks til að fjármagna kaup á fasteignum. Þettta er í rau ekki flókin fræði og ætti að vera öllum skiljanleg.

Það er vitað að aðgangur að fjármagni til fasteignakaupa hefur verið takmarkað, a.m.k. fyrir almenning. Það er einnig vitað að framboð á fasteignum er mikið. Því eru ekki forsendur fyrir hækkun á fasteignum.

En þá ber að skoða undirheima þessa markaðar. Bankar og lánastofnanir eiga þúsundir fasteigna og þessi fyrirtæki hafa meðvitað haldið stæðsta hluta þeirra frá markaði, bæði sölu og leigumarkaði. Þetta heldur verði fasteigna hærra en það ætti í rau að vera.

Þá hefur tíðast svokallaðir makaskiptasamningar í fasteignaviðskiptum, þar sem litlir fjármunir fara á milli fólks. Slíkir samningar bjóða uppá að halda verði hærra en markaður annars kallar eftir. Það eru búnar til tölur í slíkum samningum sem í raun eiga ekker skylt við markaðinn. Oftar en ekki eru það sömu fjármálafyrirtæki sem þarna eiga hlut að máli.

Því er spurningin; hvert er raunverulegt virði fasteigna á Íslandi? Það er ljóst að þær tölur sem Hagstofan sendir frá sér eru rangar, enda mælistokkur hennar verulega takmarkaður. 

 


mbl.is Raunverð fasteigna er svipað og árið 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband