Þar fauk "baklandið" hans Árna Páls

Nú virðist vera komin ný túlkun á hvernig björgunarsjóður ESB skal vinna, eða a.m.k. opinberaður tilgangur sjóðsins. Ekki skal skoða hver áhætta eða þörf hvers ríkis er, heldur áhættu og þörf sambandsins. Að aðstoða skuli einungis þá sem hugsanlega gætu sett sambandið sjálft í hættu.

Á Kýpur búa um ein milljón manna. Hagkerfi þeirra þykir of smátt fyrir björgunarsjóð ESB. Það sem þó hugsanlega mun hjálpa Kýpur eru tengsl þess við Grikkland, að áhættan fyrir Grikkland og þá um leið ESB sé svo mikil að það réttlæti hjálp til Kýpur.

Ein hellstu rök Árna Páls, hins nýja formanns Samfylkingar, eru að við verðum að komast í ESB svo við getum tekið upp evru. Hann hefur haldið því blákalt fram að ef Ísland hefði verið í ESB, með evru, haustið 2008, hefði ekkert bankahrun orðið hér og jafnvel þó einhverjir bankar hefðu komist í vanda, ættum við þá aðgang að björgunarsjóð ESB.

Nú er ljóst að þarna féll það vígi Árna Páls. Engrar aðstoðar væri að vænta fyrir Ísland frá þeim sjóði. Baklandið hans Árna Páls er ekki til staðar.

Björgunarsjóður ESB er ekki stofnaður til hjálpar einstökum ríkjum sambandsins, hann er eingöngu stofnaður til hjálpar sambandinu sjálfu og bankakerfinu innan þess. Þar fá einungis þeir aðstoð sem hugsanlega ógna tilveru sambandsins!

 


mbl.is Kýpur of lítil til að bjarga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hversu oft þarf að segja sannleikann til að ESB sinnar átti sig?  Og nú á að setja upp njósnir á netinu, til að koma í veg fyrir óæskilega umfjöllun þeirra sem eru mótfallnir ESB.  http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/02/04/vill_taka_a_gagnryni_a_esb_a_netinu/

Já það er ýmislegt að koma í ljós af þessu bákni, það er farið að vatna undan lýðræðinu og björguninni sem þetta samband þykist vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2013 kl. 21:30

2 identicon

Þessi frétt um Hugsanalöggu ESB minnir mig óhugnanlega mikið á The Thought Police í skáldsögunni Nineteen Eighty-Four, sem ég fékk martraðir yfir eftir að hafa lesið hana. Svo að núna byrja ég sennilega að fá martraðir um Barrosso sem Big Brother á meginlanlandinu. Og ég sem var nýbúinn að jafna mig eftir martröðina um Ögmund sem Big Brother hér á landi.

Pétur (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 23:13

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Árni Páll hefur þá kannski hugmynd um það hvað hefði orðið um 20.000 milljarða króna skuldir íslenskra aðila í október 2008 ef við hefðum verið í ESB og með Evru?

„Hjálp“ ESB hefði falið í sér lán upp á alla upphæðina sem Íslendingar væru ábyrgir fyrir um alla tíð. Það er Evrópska leiðin, leið þrautar og komandi stríða að hætti Jóhönnu.

Ívar Pálsson, 5.2.2013 kl. 09:23

4 identicon

Já, þá hefði verið hægt að tala um eins bókstafs mun í fullri alvöru.

Pétur (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband