Hvenær teljast fyrirtæki tengd ?

Samherji á yfir 40% í Síldarvinnslunni. Samt teljast þessi fyrirtæki ekki tengd.

Forstjóri Samherja er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Samt teljast þessi fyrirtæki ekki tengd.

Hvenær teljast fyrirtæki tengd?

Samherji og Síldarvinnslan eru fyrirtæki í sömu atvinnugrein, eru fyrirtæki sem veiða og vinna sjávarafurðir. Þessi fyrirtæki eru því að "keppa" á sama vettvangi og því skal skoða tengsl þeirra mun strangar en ef um óskylda starfsemi væri að ræða. Að halda því fram að þessi fyrirtæki séu ekki tengd er auðvitað svo langt frá raunveruleikanum sem hugsast getur. Tengdari geta fyirtæki vart orðið, nema annað eignist hitt!

Svo er það hin hlið málsins, hvernig ráðist er gegn Vestmanneyjingum í þessu máli. Bergur- Huginn, aðalleikari þessa farsa, launar Vestmanneyjingum vel þá aðstoð sem íbúar eyjanna veittu síðastliðið vor, þegar þeir tók þátt í auglýsingaherferð gegn lagasetningu á Alþingi. Bergur- Huginn hefur því enn ríkari skyldu að gegna gagnvart íbúum eyjanna.

Síldarvinnslan lofar áframhaldandi vinnslu í Vestmanneyjum. Slík loforð hafa oftar en ekki heyrst áður og muna Ísfirðingar vel eftir svipuðum loforðum Samherja, sem á næstum Síldarvinnsluna, þegar Guggan var yfirtekin og flutt til Akureyrar.

Þjóðin á betra skilið frá þeim sem ráða veiðum og vinnslu í landinu, þeim sem hafa yfirráð yfir kvótanum. Síðasta vor, þegar stjórnvöd settu lög um þessa atvinnugrein, reis þjóðin upp á afturlappirnar, til varnar. Ekki til aðstoðar kvótakóngunum, heldur til að verja sitt heimahérað. Vissulega nutu kvótakóngarnir góðs af þeirri andstöðu. Því miður höfðu þó stjórnvöld heldur betur þeirri rimmu og þjóðin varð að láta undan. 

Nú hafa kvótakóngarnir sýnt sitt rétta andlit og ekki víst að þjóðn verði jafn tilkippileg næst, þegar stjórnvöld ráðast gegn þeim. Þá er hætt við að stjórnvöldum gangi betur, þegar ráðist skal gegn þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Þökk sé siðlausum mönnum sem þykjast hafa öll spil á sinni hendi og telja sig geta ráðskast með þjóðina eftir þeirra eigin veski.

Þjóðin á eftir að lifa við þá afturhaldsríkisstjón sem hér ríkir, í heilann vetur enn. Í báðum stjórnarflokkunum hafa heyrst raddir um að ekki hafi verið nægjanlega langt gengið gegn sjávarútveginum, með þeim lögum sem náðust gegnum Alþingi, síðasta vor. Nú má búast við að þeir þingmenn sem svo bæklaðann hugsanahátt hafa, muni láta reiða til höggs. Muni sjá að nú sé lag og ekki fráleitt að það högg verði þungt, jafnvel banvænt. 

Eigendur Bergs- Huginns í Vestamannaeyjum áttu auðvitað, ef þeir töldu sig ekki geta rekið fyrirtækið áfram, að leita samninga við heimamenn fyrst. Ef slíkir samningar hefðu ekki náðst, var hægt að leita upp á fastalandið eftir tilboðum í fyrirtækið. En að gera svona baktjaldasamning er ekki til að njóta samúðar landsmanna. Ekki til þess fallið að byggja upp traust á þeim sem með auðinn fara.

Þessi gjörningur er sem vatn á millu þeirra sem vilja íslenskum sjávarútveg alls ills, sem vatn á millu afturhaldsaflanna!

 


mbl.is Fyrirtækin teljast ekki tengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einmitt að horfa á Guðfaðirinn I í sjónvapinu núna.

Þetta er eins og steypt í sama mótið - það vantar bara kúlurnar. Því miður, íslendingar eru siðleysingjar og hafa alltaf verið. Basta!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband