Undarlegur fjármálaráðherra

Það er margt undarlegt í málflutningi Oddnýar G Harðardóttur, fjármálaráðherra, í þessu máli.

Meðal annars hefur hún haldið því fram að ferðaþjónustan lifi á ríkisstyrkjum, vegna þess að gistiþáttur hennar er á lægra skattpósentustigi. Hvernig hægt er að tala um ríkisstyrk eftir því hversu háir skattar eru innheimtir, er vandséð og ekki hægt að tala um mikla þekkingu þeirra sem svo tala.

Nú er dregið fram að ferðaþjónustan fái meira endurgreitt af virðisaukaskattinum en hún skilar. Þá er tekið til viðmiðunar árin áður en gistingin var færð niður í lægra þrepið. Á þeim tíma var ferðaþjónustan ekki komin á það stig sem nú er. Uppbyggingin hefur verið gríðarleg á þessu sviði frá hruni og eru ráðherrar duglegir að benda á á staðreynd, þegar þeim hentar. Sú uppbygging er þó ekki ríkisstjórninni að þakka, heldur þrátt fyrir aðgerðir hennar. Báðir fjármálaráðherrar þessarar ríkisstjórnar hafa verið drjúgir við að auka skattheimtu af ferðaþjónustu í landinu og má t.d. nefna lendingagjöld og gistináttagjald. Gjöld sem færast beint á þá sem ferðast. Að ekki sé svo minnst á þá gríðarlegu skattheimtu sem tekin er af eldsneyti og bitnar ekki síst á ferðafólki.

Það væri gaman að fá upplýsingar frá fjármálaráðherra hvað ferðaþjónustan og allt sem henni tengist, er að gefa í ríkissjóð, hvað þessi grein er að gefa af sér í gjaldeyri og hversu mörg störf með tilheyrandi launasköttum þessi grein gefur af sér. Þá er drjúgur sá skattur sem fasteignir í ferðaþjónustunni gefa af sér, þó sveitafélögin njóti þó mest af þeim. Það hjálpar mörgum sveitafélugum að glíma við þá auknu byrgðar sem ríkið hefur velt af sér yfir á þau.

Svona málflutningur sem fjármálaráðherra viðhefur, til að réttlæta enn frekari skattlagningu, lýsir ekki einungis vanþekkingu hennar, heldur er þessi málflutningur bein árás og móðgun við þá grein sem mest hefur eflst frá hruni. Árás á þá grein sem ráðherrar hæla sér af á góðri stund, en skattpína svo þegar litið er undan!!

Hitt er svo annað mál að tvö eða fleiri skattþrep er eitthvað sem ekki ætti að þekkjast, hvort heldur er um virðisaukaskatt að ræða eða tekjuskatt. Það á auðvitað að vera ein skattprósenta í virðisaukaskattinum og hún mjög hófleg. 

 


mbl.is „Vanþekking á eðli vasks“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt talað um 7% virðisaukaskattsþrepið sem "ríkisstyrk" og finnst mér Fjármálaráðherra sýna ÖLLUM sem greiða 7% virðisaukaskatt alveg ótrúlega fyrirlitningu.  Um að hafa meira en eitt þrep í virðisaukaskatti finnst mér arfavitlaust og eins og ég blogga um þá tel ég réttast að leggja virðisaukaskattinn niður og taka upp hóflegan "veltuskatt" í staðinn en það er svo önnur saga.

Jóhann Elíasson, 18.8.2012 kl. 13:49

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sælir strákar ég verð að segja að það eru fáir að skilja þessa vitleysu sem vellur upp úr Ráðamönnum okkar sumum hverjum, en þetta kórónar svolítið kannski og upplýsir okkur líka um leið hugsanlegt fáfræði Fjármálaráðherra okkar frú Oddnýar og það er ekki gott, reyndar svo slæmt að afsagnar ætti að krefjast...

Það er ekki lengur hægt að hlusta á þetta bull sem veltur upp úr þessu fólki sem ýmist talar eins og mötuð dúkka eða bullar bara til að segja eitthvað...

Honum Steingrími virðist ekki lengur hennta að þurfa að svara Þjóð sinni beint...

Jóhann veltuskattur er eitthvað sem Þjóðin ætti að leyfa sér að skoða og hugleiða jafnvel...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.8.2012 kl. 14:30

3 identicon

Eitt sem er sorglega við þetta mál er þekking fjármálaráðherra á virðisaukaskatti, það er ekki ferðaþjónustan eða hótelin sem greiða virðisaukaskatt heldur viðskiptavinir þeirra, það er ferðamennirnir en hótelin/gistiheimilin sjá um að innheimta skattinn fyrir rikissjóð án þess að fá greitt fyrir það.

Þórir (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband